Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 5 gat vart fram hjá neinum farið stai-f hans í héraði og utan. Á vegum heilbrigðisstjórnar var Ólafi falið á árinu 1966 að vera fulltrúi fslands í nefnd, sem starfaði á vegum heilbrigðisnefndar Evrópuráðsins og hafði það hlutverk að athuga innari hinna ýmsu landa ráðsins, hvaða þættir hefðu mest áhrif á það, hversu sjúkl- ingar dveldu lengi á sjúkrahúsum. Nefndarmenn áttu af eigin raun að kynna sér þetta, og kom í hlut Ólafs að kynna sér þessi mál á Bretlandseyjum. Af því tilefni íor hann á síðasta ári í ferð til Bretlands, og var ferðin skipulögð af brezku heilbrigðisstjórn- inni. Ólafur var að sjálfsögðu vel fallinn til þessa starfs og þótti vænt um það traust, sem honum var sýnt með þessu, enda taldi hann sig hafa haft mikið gagn af starfinu. Hann mun hafa ný- lokið við greinargerð sína um þetta mál, er hann lézt. Mörg mál voru Ólafi falin af samtökum lækna. Eitt síðasta starf hans á þeim vettvangi var að hafa forystu í nefnd, sem falið var að gera drög að nýjum siðareglum lækna, Codex Ethicus. Þetta mál hafði lengi gengið óafgreitt milli læknaþinga, en all- ir voru sammála um, að breytinga væri þörf. Ólafur gekk að þessu máli með sama áhuga og flestu, er hann sneri sér að. Hann viðaði að sér miklu efni um það, hvernig læknasamtök annarra þjóða hefðu á málunum tekið. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að í Codex ætti að fela sem flest það, er hegðun lækna snerti, bæði hið lögfræðilega og siðfræðilega. Raunin varð því sú, að sá nýi Codex, sem hann átti frumkvæðið að, varð stórum meiri i sniðum en hinn fyrri, rækilegri og ákveðnari um flest. Tillögur að hinum nýja Codex voru samþykktar svo til óbreyttar á aðal- fundi L. 1. á liðnu sumri og verða væntanlega til leiðbeiningar íslenzkum læknum um langa hríð. Meðal stéttarbræðra var Ólafur viðurkenndur fulltrúi nýs tíma, án þess að hafa glatað hinu gamla og sígilda í læknisstarf- inu, því að hann gætti „heiðurs og göfugra erfða læknastéttar- innar“ í ríkara mæli en læknar almennt. Þegar Læknafélagið Eir í Reykjavík vildi kynna félögum sínum, hvernig hægt væri að starfa í héraði og hvernig ætti að starfa í héraði, valdi stjórn þess að heimsækja Ólaf á Hellu. Sú ferð verður þátttakendum vafalaust lengi minnisstæð, höfð- inglegar móttökur á læknisheimilinu og erindi Ólafs um læknis- þjónustu dreifbýlisins opnuðu augu margra fyrir því, hvað hægt er að gera, ef vilji er fyrir hendi. Ólafur var lánsamur í einkalífi sínu. Hann kvæntist 3. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.