Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 66
34 LÆKNABLAÐIÐ þessum örðugleikum, áður en langt um líður, svo að læknasamtökin fái smám saman meira húsnæði til aukinnar félagsstarfsemi. Bygging þess hluta Egilssgötu 3, sem er í eigu Nesstofu h.f. ug annarra lækna, markar og þáttaskil í sögu læknisþjónustunnar. Það er í fyrsta skipti í sögunni, sem stór hópur lækna í Reykjavík fær mannsæmandi aðstöðu fyrir lækningastarfsemi sína og skapazt hafa skilyrði tii aukins samstarfs lækna. Eins og kunnugt er, hefur aðbúð á mörgum lækningastofum hér í borg allt til þessa dags verið mjog bágborin, jafnvel heilsuspillandi. Með lækningastofum í Domus Medica hefur því orðið stökkbreyting til hins betra um öll ytri skilyrði tii lækninga, en skipuleggja þarf betur vinnutilhögun lækna í húsinu tii meira samstarfs. Um það verður ekki rætt hér. Fyrsta skóflustungan að læknahúsinu var tekin föstudaginn 14. júní 1963 af formanni Domus Medica, Bjarna Bjarnasyni, en bygg- ingarframkvæmdir hófust nokkru síðar um sumarið. Upphaflega var ætlunin að reisa aðeins hábygginguna í fyrsta áfanga og bíða síðan í nokkur ár með lágbygginguna, þar til lækna- samtökunum yxi fiskur um hrygg, enda átti Domus Medica — sjálfs- eignarstofnun aðeins 450.000.00 krónur í sjóði, er byggingarfram- kvæmdir hófust. í þessu sambandi þykir mér viðeigandi að birta til- lögu, sem samþykkt var á aðalfundi Læknafélags íslands sumarið 1962 og er svohljóðandi: „Aðalfundur L. í., haldinn að Hallormsstað 17.—18. ágúst 1962. samþykkir að fela stjórn Domus Medica í samráði við stjórnir L. í. og L. R. að hefja byggingu Domus Medica í Reykjavík á lóð lækna- félaganna á horni Egilsgötu og Snorrabrautar svo fljótt sem auðið er, þegar fjárhagsgrundvöllur er tryggður. Byggt verði í byrjun kjali- ari og fyrsta hæð á vegum stofnunarinnar með það fyrir augum, aö húsnæðið verði leigt út (ófullgert) um óákveðinn tíma, þar til fjár- hagur leyfir að ljúka henni að fullu, annaðhvort í einu átaki eða áföng- um skv. seinni ákvörðun. Læknum verði leyft að byggja efri hæðir hússins sem lækningastofur og verði þær eignir þeirra skv. þeim skil- yrðum og samningum, sem læknafélögin og stjórn Domus Medica koma sér saman um.“ Eins og kunnugt er og samanber tillöguna hér að ofan, áttu læknasamtökin í fyrstu tvær neðstu hæðir hábyggingarinnar, en ein- stakir læknar þá þriðju og Nesstofa h.f. tvær þær efstu. Er hábygg- ingin var naumast fokheld, fór stjórn Domus Medica að líta björtum augum á tilveruna þrátt fyrir ört vaxandi dýrtíð, og var ákveðið að hefjast þegar handa og reisa lágbygginguna. Seldi nú Domus Medica mestan eignarhluta sinn í hábyggingunni og reisti félagsheimilið, eins og það er í núverandi mynd. Má e. t. v. segja, að það hafi verið reist meira af kappi en forsjá og bjartsýni og lánsfjárloforð hafi verið höfð að leiðarljósi, en eins og að ofan getur, var stofnfé af skornum skammti. Þó að þannig hafi verið um hnútana búið, er bygging félags- heimílisins hófst, held ég, að enginn þurfi að iðrast þess nú, að það var gert á þessum tíma. Að vísu eru brött spor fram undan, hvað við- víkur niðurgreiðslum lána, en með skilningi og velvilja læknastéttar- innar og forráðamanna hennar má leysa þennan vanda án verulegra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.