Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 71 Ráðstefna um atvinnuheilbrigðismál SJÓNARMIÐ LAUNPEGA Guðjón Jónsson, fulltrúi Alþýðusambands íslands Ég vil byrja mál mitt á því að flytja Læknafé- lagi íslands og fræðslunefnd þess, þakkir AI- þýðusambands íslandsfyriraðundirbúaogboða til ráðstefnu um atvinnuheilbrigðismál og gefa fulltrúum Alþýðusambands íslands kost á þáttöku í henni. Allt vinnufært fólk eyðir verulegum hluta æviskeiðs síns við vinnu. Vinnuskilyrði, vinnu- framkvæmd og lengd vinnutíma hljóta því að vera mjög þýðingarmiklir þættir í mótun almennra lífskjara og hafa einnig veruleg áhrif á daglega líðan og heilsufar fólks. Þessum mikilsverðu þáttum hefur, því miður, verið of lítill gaumur gefinn hérlendis á undanförnum áratugum, þegar unnið hefur verið að uþpbygg- ingu lífskjara launafólks. Vinnustaðir, vinnuskilyrði og vinnutími launafólks er mjög mismunandi eftir atvinnu- greinum. Þessi mismunur er í ýmsum tilvikum svo mikill að hann skaþar þó nokkurn lífskjara- mun og stéttaskiþtingu. Oþinberar stofnanir, ríkis og sveitarfélaga, t.d. skrifstofur, skólar, bankar, svo og skrifstof- ur atvinnu- og verzlanafyrirtækja eru yfirleitt viðunandi vinnustaðir að því er viðkemur húsakynnum, uþþhitun, lýsingu, hávaða og almennu hreinlæti. Á þessum stöðum er vinnutími að jafnaði ekki lengri en 40 klst. á viku eins og ákveðið er í lögum og kjarasamningum. Afkastahvetjandi launakerfi eru óþekkt hjá opinberum starfs- mönnum og skrifstofufólki og vinnuálag því hóflegt. Þegar hinsvegar er litið til vinnustaða verkafólks, iðnlærðs eða óiðnlærðs í fram- leiðsluatvinnuvegunum og þjónustugreinum þeirra, verður allt annað upp á teningnum að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi við vinnu, lengd vinnutíma og vinnuálag. K.ynni mín, sem starfsmanns verkalýðsfé- lags, af ástandi aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum er í fáum orðum þannig: Barst 06/11/1979. Sent i þrentsmidju 07/11/1979 Húsnæði vinnustaða er oft byggt í upphafi til annarra nota en þeirrar starfsemi, sem þar fer fram síðar. Ef byggt hefur verið sérstak- lega fyrir atvinnureksturinn er starfsemin oft hafin þar áður en byggingu er lokið að fullu og síðan seint eða aldrei gengið frá húsakynnum endanlega. Upphitun vinnustaða er víða ónóg. Þurrt, reyk-, ryk- og olíumengað andrúmsloft er algengt, rétt og fullnægjandi loftræsting heyrir til undantekninga. Stöðugur hávaði, og léleg og röng lýsing eru vandamál á mörgum vinnustöðum. Á flestum iðju- og iðnaðarvinnustöðum er unnið úr eða notuð við framleiðslu ýmis hættuleg efni eða efnasambönd, sem geta orsakað atvinnusjúkdóma. Vinnuaðstöðu og vinnutilhögun er víðast lítill gaumur gefinn. Röng vinnuaðstaða, ein- hæf störf og stöðug endurtekning sömu hreyf- inga veldur líkamlegu erfiði og sliti. Starfsmannarými, þ.e. matar- og kaffistof- ur, bað-, fataskipta- og snyrtiaðstaða er víða ófullnægjandi eða jafnvel ekki fyrir hendi. Þar sem þessi aðstaða er fyrir hendi eru þrif víða ófullnægjandi og umgengni eftir því. Alvarlegasta vandamál á vinnustöðum verkafólks í framleiðsluatvinnugreinunum er að mínum dómi, mikil óhreinindi í vinnu- sölum og á vinnusvæðum, sem koma m.a. frá ýmis konar hráefnum, sem notuð eru við fram- leiðsluna og vinnuframkvæmdir. Það virðist svo, að verkafólk, verkstjórar og atvinnurekendur sætti sig við óhreinindin og telji þau óhjákvæmileg og er lítið gert til að fjarlægja þau. Þar sem mikil óhreinindi mynd- ast, þarf að sjálfsögðu meiri og betri hreinsun, heldur en annars staðar. í flestum starfsgreinum framleiðsluatvinnu- veganna er vinnutími verkafólks, sem þar starfar, að jafnaði um 50 klst. á viku, þ.e. um helmingur af vikulegum vökutíma. Á vissum árstíma og við tímabundin verkefni er vinnu- tími verkafólks í þessum starfsgreinum oft

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.