Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 6
72 LÆKNABLADIÐ talsvert lengri, jafnvel sem nemur öllum vöku- tíma pess. í nokkrum starfsgreinum, svo sem fiskiðn- aði og byggingaiðnaði, eru viðhöfð afkasta- hvetjandi launakerfi, sem leiða til aukins vinnuálags, umfram pað sem eðlilegt er. Vinnuslys eru tíð og stafa m.a. af ófrá- gengnu húsnæði og vanbúnaði á vélum og vinnutækjum. Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu Ör- yggiseftirlits ríkisins, sem kom út á s.l. ári, voru tilkynnt 740 vinnuslys, þar af 20 dauðaslys, til Öryggiseftirlits ríkisins, á árunum 1970-1977. Vitað er að ekki er nærri alltaf tilkynnt um vinnuslys til Öryggiseftirlitsins eða lögreglu. Fullnægjandi upplýsingar um fjölda vinnuslysa liggja ekki fyrir. Slíkir dvalarstaðir eins og vinnustaðir framleiðsluatvinnugreinanna, sem hér hefur lauslega verið lýst eru ekki eftirsóknarverðir. Til vanbúnaðar og slæmra hollustuhátta á mörgum vinnustöðum verkafólks og hins langa vinnutíma má áreiðanlega oft rekja orsakir heilsutjóns og sjúkdóma. Þeir aðilar sem átt hafa og eiga að láta sig varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, hafa undanfarin ár, ýmist ekki valdið verkefninu eða lítið sinnt þessu málefni og lagt meiri áherslu á aðra pætti lífskjaranna. Eftirlitsstofnanir pær, sem samkvæmt gild- andi lögum eiga að gæta pess, að lögum og reglugerðum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sé framfylgt, virðast ekki hafa ráðið við pað verkefni m.a. vegna gallaðrar löggjafar og fjárskorts. Læknar hafa ekki almennt skipt sér mikið af heilbrigðismálum vinnustaða og hafa verið tregir til að úrskurða, hvort um atvinnusjúk- dóma væri að ræða, sem rekja má til vinnuskil- yrða eða hollustuhátta á vinnustöðum. Samtök launafólks hafa ekki rækt sem skyldi aðbúnaðar- og heilsuverndarpáttinn við uppbyggingu lífskjara launafólks og launafólk hefur sjálft verið áhugalítið fyrir aðbúnaði og heilbrigðisástandi vinnustaða. Aðeins einstök verkalýðsfélög og sambönd hafa borið fram kröfur eða tillögur um úrbætur í peim efnum. Við gerð kjarasamninga í marz til júní 1977,sólstöðusamninganna,lagði A.S.Í.og aðild- arfélög pess fram tillögur um úrbætur varð- andi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum verkafólks. í april 1977 varð sam- komulag milli A.S.Í. annars vegar og V.S.Í. og V.M.S. hins vegar um að fara á leit við rikisstjórnina að löggjöf um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum yrði endurskoðuð og að samið yrði lagafrumvarp, sem gæti orðið grundvöllur verulegra umbóta í peim efnum og að framkvæmd yrði könnun á ástandi aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis vinnustaða. Ríkisstjórnin varð við pessu erindi aðila vinnumarkaðarins og skipaði í september 1977 nefnd til að framkvæma tilmæli peirra. í nefndina voru skipaðir níu menn, ráðuneytis- stjóri félagsmálaráðuneytisins, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits, Öryggismálastjóri og sex menn tilnefndir af aðilum vinnumarkaðarins. Örn Bjarnason, skólayfirlæknir, var ritari og starfsmaður nefndarinnar. í apríl 1979, eða tveim árum síðar, lauk nefndin samningu lagafrumvarps um rammalöggjöf varðandi að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem lagt var fram á Alpingi í maímánuði 1979. í lagafrumvarpinu eru ýmis athyglisverð nýmæli og nauðsynlegar breytingar frá eldri lögum, p.e. lögum nr. 23, frá 1. febrúar 1952, um öryggisráðstafanir á vinnustöðum og lög- um nr. 12 frá 17. marz 1969, um heilbrigðis- eftirlit. Þýðingarmestu atriði í hinu nýja lagafrum- varpi eru að mínum dómi pessi: 1. Eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum verður hjá einni stofnun, Vinnueftirliti ríkisins, sem kemur í stað peirra stofnana, sem til pessa hafa fylgst með viijnuumhverfi verkafólks. Aðil- ar vinnumarkaðarins skulu tilnefna í stjórn Vinnueftirlitsins 6 af 7 stjórnarmönnum, en ekki stjórnmálaflokkarnir. 2. Stjórn Vinnueftirlitsins hefur vald til að- gerða og ráðstafana til verndar verkafólki við vinnu og getur m.a. látið stöðva vinnu og hætta starfsemi, ef heilbrigði og öryggi starfsfólksins er í hættu. 3. Leitast er við, að skapa samstarfsvettvang milli verkafólks, verkstjóra og atvinnurek- enda, til að stuðla að bættum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi. í pví skyni skal verkafólk tilnefna sérstakan öryggistrúnað- armann, og atvinnurekandi öryggisvörð. Á vinnustöðum með 20 starfsmönnum eða fleiri skal stofnuð öryggisnefnd, sem vinni að endurbótum á aðbúnaði, heilbrigðismál- um og öryggi. 4. Öryggistrúnaðarmönnum verkafólks og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.