Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 37
LÆKNABLADID 91 Erlingur Porsteinsson HEYRNARSKEMMD SEM ATVINNUSJÚKDÓMUR Námskeið um atvinnusjúkdóma LÆKNAÞING 27. september 1979 Orsakir heyrnarskemmda eru margvíslegar. Pær algengustu eru: Langvinn eyrnabólga, eyrnakölkun (otosclerosis), hettusótt, heila- himnubólga, rauðir hundar í fósturlífi, áverkar og hávaði. Þar eð ræða skal hér um pær heyrnar- skemmdir, sem fólk fær við vinnu sína, mun ég ræða eingöngu um hávaða, en aðeins minnast á áverka sem orsök heyrnardeyfu. A vinnu- stöðum verður fólk alloft fyrir áverkum á höfuð. Högg á eyra getur valdið heyrnartapi, hljóðhimna rifnað, heyrnarbein brotnað og hvorutveggja. Lítil hljóðhimnugöt gróa oft af sjálfsdáðum, en stór göt og brotin heyrnar- bein, oftast steðji eða ístað, þarfnast aðgerða, sömuleiðis liðhlaup milli heyrnarbeina. Sprunga í höfuðkúpu, sem fer gegnum völund- arhúsið, veldur heyrnarleysi samstundis á pví eyra. Höfuðhögg getur skaddað völundarhúsið og valdið heyrnardeyfu. Hávaði er meginorsök heyrnarskemmda á vinnustöðum. Heyrn, sem tapast vegna hávaða, kemur ekki aftur. Það er tiltölulega nýlega að heyrnardeyfa, sem fólk fær vegna vinnu sinnar, hefur hlotið viðurkenningu sem atvinnu- sjúkdómur og örorkubætur verið veittar í alvarlegum tilfellum. Skv. skýrslum landlæknis er heyrnardeyfa af völdum hávaða langalgeng- asti atvinnusjúkdómur hér á landi. Hérlendis eins og víða erlendis er talið að stöðugur eða síendurtekinn hávaði á vinnustað sé skaðlegur heyrninni ef hávaðinn er 85 db eða meiri. Er pá reiknað með átta stunda vinnudegi. Það er mjög misjafnt, hve fljótt fer að bera á heyrnartapi við slíkan hávaða. Sumir fara að missa heyrn eftir svo sem eitt ár en allfestir eftir 4-5 ár. Til skýringar vil ég minnast hér á mæliein- ingar hljóds. Hljóðstyrkur er mældur í decibel. Merkir pá 0 db veikasta greinanlegt hljóð. Samtal í 1 metra fjarlægð er um 40-60 db. Hávaði við húsasmíðar er 75-100 db, í vefnaði 90-100 db Barst 07/11/1979. Sent i prentsmíðju 21/11/1979 og við málmsmíðar 80-114 db. Loftborar framkalla um 110 db og flugvélar í flugtaki 120-130 db. Tíðni hljóðs er mæld í herz (Hz) og er pað fjöldi hljóðbylgna á sekúndu. Mannseyra getur heyrt frá 16 upp í 20000 Hz. Mannsröddin er aðallega á bilinu 500-2000 Hz, en stöku hljóð í talmáli ná pó upp í um 4000 Hz. Þegar fólk fer að missa heyrn af völdum hávaða dregur fyrst úr næmi fyrir hljóðum með tíðni um 4000 Hz. Þannig er pað algengt að fólk taki fyrst eftir pví að pað heyri ekki tifið í úrinu sínu, en pað er á allhárri tíðni. Oft kemur fólk og kvartar um að pað greini ekki mælt mál í nokkurri fjarlægð eða misheyri, en heyrnarlínurit sýnir nær eingöngu tap á 4000 Hz. Skýringin er að t.d. blísturs- hljóð, svo sem »s«, fara upp í pessa tíðni og verða pá orð með þessum hljóðum torskilin. Smám saman dregur svo einnig úr næmi fyrir lægri tíðni, milli 500 og 2000 Hz og byrja pá fyrir alvöru erfiðleikar með að greina vel mælt mál. Þó pað sé einkum fólk í hávaðasömum iðnaði, sem hlýtur heyrnarskemmdir, eru ýmsir aðrir starfshópar einnig í hættu, svo sem þeir, sem starfa við háværar vinnuvélar á sjó og landi. Einnig vil ég minnast á tvo starfshópa við ólíka iðju: Þá sem vinna við loftbora og pá sem spila í hljómsveitum á skemmtistöðum. Loftboramennirnir eru svo illa settir, að peir geta naumast varist peim geysihávaða, sem borinn veldur, pví pótt peir noti góðar heyrnarhlífar, duga pær skammt, pví hljóð- bylgjurnar berast einnig með handleggjunum til höfuðsins. Það ættu pví að vera strangar reglur um að sami maður vinni aðeins stuttan tíma í senn við slíkt tæki. Hinn hópurinn eru hljómsveitarmennirnir, en við pá höfum við háð langa, en árangurs- litla baráttu. Fæstir peirra hafa sýnt skilning á skaðsemi pess hávaða, sem þeir framleiða. Sennilega valda peir þó nær eingöngu sjálfum sér heyrnarskemmdum, en fjölda áheyrenda miklum óþægindum tneð hávaða, sem mælst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.