Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1980, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.06.1980, Blaðsíða 19
LÆKNABLADIÐ 145 LÖG UM HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU nr. 57 20. maí 1978 t. gr. 1.1. Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. 1.2. Heilbrigðispjónusta tekur til hvers kyns heilsugæslu, heilbriðiseftirlits, lækningarannsókna, lækninga í sjúkrahúsum og endurhæfingarstarfs. 1.3. Ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála sér um, að heilbrigðisþjónusta sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og í samræmi við lög og reglugerðir. 1. KAFLI Yfirstjórn 2. gr. 2.1. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fer með yfirstjórn heilbrigðismála. 2.2. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. 3. gr. 3.1. Landlæknir er ráðunautur ráðherra og ríkisstjórnar um allt er varðar heilbrigðismál og annasl framkvæmd tiltekinna málaflokka f.h. ráðherra samkvæmt lögum, reglum og venjum, er þar um gilda. Hann hefur eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta. Aðstoðarlandlæknir skal vera landlækni til aðstoðar og staðgengill hans. 3.2. Landlæknir skiþuleggur skýrslugerð lækna, heilbrigðisstofnana, innheimtir þær og annast útgáfu heilbrigðisskýrslna landsins í samvinnu við deildir ráðuneytis. 3.3. Forseti skiþar landlækni. Hann skal vera sérmenntaður embættislæknir eða hafa jafngilda menntun til starfsins. Ráðherra skiþar aðstoðarlandlækni og skal gera sömu kröfur um menntun hans og starfsreynslu og gert er til landlæknis. 3.4. Ráðherra setur reglugerð um starf og stöðu landlæknis og embættis hans að höfðu samráði við Samtök heilbrigðisstétta, læknadeild Háskóla íslands og Læknafélag íslands. í reglugerðinni skal kveða á um faglegt eftirlit landlæknis með heilbrigðisstofnunum, lyfjanotkun, heilbrigðiseftirliti og sóttvarnaráðstöfunum og einnig um sérhæft starfslið til þess að sinna þeim verkefnum. 3.5. Landlækni er skylt að sinna kvörtunum eða kærum, er varða samskiþti almennings og heilbrigðisstétta. 4. gr. 4.1. Ráðuneytið annast framkvæmd mála fyrir hönd ráðherra og hefur eftirlit með því, að lögum og reglugerðum um framkvæmd heilbrigðismála sé framfylgt. 5. gr. 5.1. Ráðherra skal setja á stofn ráðgjafarnefnd um heilbrigðis- og almannatryggingamál: Heilbrigðisráð fslands. Landlæknir er formaður ráðsins, en þessir aðilar tilnefna menn í það: Læknadeild Háskóla íslands, Læknafélag íslands, Tannlæknafélag íslands, Hjúkrun- arfélag íslands, Samband ísl. sveitarfélaga, tryggingaráð og stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Samtók heilbrigðisstétta tilnefna tvo menn í ráðið og ráðherra skiþar 3 menn án tilnefningar. Ráðið skal starfa án þóknunar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.