Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1980, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.06.1980, Blaðsíða 23
LÆKNABLADID 147 9. gr. 9.1. Kostnaður, annar en launa- og ferðakostnaður vegna starfa heilbrigðismálaráða, greiðist úr ríkissióði. 9.2. Kostnaður heilsugæslulækna vegna héraðslæknisstarfa greiðist úr ríkissjóði. 9.3. Ráðherra setur með reglugerð, að fengnu áliti landlæknis og viðkomandi heilbrigðismála- ráðs, ákvæði um starfsaðstöðu héraðslæknis svo og starfslið. 10. gr. 10.1. Um laun heilsugæslulækna, sem jafnframt eru héraðslæknar, fer eftir launasamningum fjármálaráðuneytis og L.l. á hverjum tíma. III. KAFLI Um heilsugæslu 11. gr. 11.1. Heilsugæsla merkir í pessum lögum heilsuverndarstarf og allt lækningastarf, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast í sjúkrahúsum. 12. gr. 12.1. Setja skal á stofn heilsugæslustöðvar til þess að annast heilsugæslu samkvæmt lögum þessum. 12.2. Par sem aðstæður leyfa, skal heilsugæslustöð vera í starfstengslum við sjúkrahús og pá ávallt rekin sem hluti af pví, og í sömu byggingu, sé þess kostur. 12.3. Þar sem sjúkrahús er fyrir og afráðið er, að stofna skuli heilsugæslustöð, skal byggja stöðina í starfstenglsum við sjúkrahúsið, pannig að pjónustudeildir og starfslið nýtist fyrir hvort tveggja. 12.4. Þar sem afráðið verður samkvæmt lögum bessum að reisa heilsugæslustöð og ekki er sjúkrahús á staðnum fyrir, skal kanna þörf héraðsins, (umdæmisins) fyrir sjúkrahús, sbr. 33. gr., og hvort f)örf sé fullnægt, einkum hvað viðvíkur hjúkrunar- og endurhæfingarheimil- um, og haga framkvæmdum í samræmi við það. 13. gr. 13.1. Heilsugæslustöðvar geta verið með f>rennu móti: Heilsugæslustöð 2 (H 2), f>ar sem starfa tveir læknar hið minnsta ásamt öðru starfsliði skv. reglugerð. Heilsugæslustöð 1 (H 1), par sem starfar einn læknir ásamt öðru starfsliði skv. reglugerð. Heilsugæslustöð (H), f>ar sem starfar hjúkrunarfræðingur eða Ijósmóðir og læknir hefur móttöku sjúklinga reglubundið. Heilsugæslustöð (H) skal stjórnunarlega heyra undir næstu heilsugæslustöð 1 eða heilsugæslustöð 2. Ráðherra getur ákveðið að læknir, hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir hafi reglulega móttöku á stað utan heilsugæslustöðva, sé aðstaða til pess að mati héraðslæknis og landlæknis. 13.2. Starfslið heilsugæslustöðvar getur að hluta verið sameiginlegt með annarri heilbrigðisstofn- un í starfstenglsum við stöðina. 13.3. Lyfjaútibú eða lyfjaútsala samkvæmt 43. og 44. gr. lyfsölulaga eða lyfjasala undir eftirliti lækna stöðvarinnar skal jafnan vera á heilsugæslustöð, ef lyfjabúð er ekki á staðnum. Ráðherra getur ákveðið að lyfjabúð skuli vera í heilsugæslustöð. 14. gr. 14.1. Heilsugæslustöðvar skulu vera í héruðum skv. 6. gr. Héruðum skal skipt í heilsugæsluum- dæmi, og skulu stöðvar innan sama umdæmis hafa samstarf og veita hver annarri aðstoð og pjónustu, eftir pví sem við verður komið. Heilsugæsluumdæmi og heilsugæslustöðvar skulu vera í héruðum svo sem hér greinir:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.