Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 5
LÆKNABLADID 169 LÖG LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS Samþykkt á aðalfundi 1978 1. gr. Félagið heitir Læknafélag íslands, skammstafað L.í. Það er samband svæðafélaga lækna, sbr. 4. grein, svo og félag íslenzkra lækna, sem af eðlilegum ástæðum eru ekki í svæðafélögum (sbr. sömu grein). Lögheimili pess og varnarping er í Reykjavík. Reikningsár pess er almanaksárið. 2. gr. Tilgangur félagsins er: 1. Að efla hag og sóma hinnar íslenzku læknastéttar og auka kynni og stéttarproska félagsmanna. 2. Að stuðla að aukinni menntun lækna og glæða áhuga þeirra á pví, er að starfi peirra lýtur. 3. Að efla samvinnu lækna um allt, sem horfir til framfara í heilbrigðismálum á íslandi. 3. gr. Félagið hefur sérstakar siðareglur, Codex Ethicus, sem samdar eru með hliðsjón af siðareglum Alpjóðafélags lækna. 4. gr. A. L.f. er fyrst og fremst samband eftirtalinna svæðafélaga: 1. Læknafélag Reykjavíkur, 2. Læknafélag Vesturlands, 3. Læknafélag Vestfjarða, 4. Læknafélag Norðvesturlands, 5. Læknafélag Akureyrar, 6. Læknafélag Norðausturlands, 7. Læknafélag Austurlands, 8. Læknafélag Suðurlands. B. Félög íslenzkra lækna erlendis, sem aðalfundur L.í. sampykkir og hafa minnst 8 félaga, þó aðeins eitt félag frá hverju landi. Slíkt félag hefur þó aðeins rétt á að hafa einn fulltrúa á aðalfundi L.í. án tillits til fjölda meðlima þess. íslenzkir læknar, sem vegna vinnu og búsetu erlendis geta ekki verið meðlimir svæðafélaga og eru ekki meðlimir félaga íslenzkra lækna erlendis, eiga þess kost að vera meðlimir L.í. sem einstaklingar. Slíkri aðild að L.í. fylgir ekki kosningaréttur eða kjörgengi sem fulltrúi á aðalfundi L.í. eða til starfa í stjórn og nefndum félagsins. Læknar þessir eru undanþegnir fullum félagsgjöldum, en greiða þess í stað árgjald til L.í. sem svari áskriftargjaldi Læknablaðsins, og séu þeir þar með áskrifendur blaðsins. 5. gr. Aðalfundur getur kosið sem heiðursfélaga L.í. lækna, vísindamenn eða aðra, sem þess teljast maklegir. Skal það gert á lögmætum aðalfundi og þarf samþykki 1 2 3 4 5 6 7 8/4 fulltrúa. 6. gr. Rétt til inngöngu í svæðafélag hafa allir þeir, er lokið hafa kandidatsprófi í læknisfræði og eru búsettir eða starfandi á félagssvæðinu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.