Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 9
LÆKNABLADID 173 Nú bregst félagsmaður þeim skyldum, sem honum ber að inna af hendi, eða brýtur lög félagsins eða Codex Ethicus, og skal siðanefnd þá veita honum áminningu, hafi málinu verið til hennar vísað. Sé um ítrekað brot að ræða, má gera honum að greiða sekt, og rennur sektarféð til Ekknasjóðs. Sama máli gegnir, ef félagsmaður aðhefst eitthvað það, er stjórn L.Í. eða siðanefnd þykir stéttinni ósamboðið, eða hegðar sér ósæmilega, hvort heldur er í læknisstarfi eða í sambandi við umsókn, þótt ekki sé um skýlaust brot á lögum félagsins eða Codex Ethicus að ræða. Siðanefnd kveður upp slíka úrskurði um áminningar og sektir og framfylgir þeim. Úrskurði siðanefndar má skjóta til gerðardóms skv. Codex Ethicus, enda sé það gert innan fjögurra vikna frá því, að úrskurður var tilkynntur þeim, sem hann beindist að, en það skal gert innan fjögurra vikna frá þvi, að úrskurður er kveðinn upp. Sektir mega nema allt að tvöföldum mánaðarlaunum viðkomandi læknis, og skulu greiðast innan þriggja mánaða frá því, að þær hafa verið úrskurðaðar af siðanefnd eða gerðardómi, hafi úrskurði verið skotið til hans. Stjórn L.í. getur vísað félagsmanni úr félaginu fyrir alvarlega vanrækslu skyldustarfa eða velsæmisbrot, eða fyrir margítrekuð brot, þótt hvert þeirra um sig varði aðeins sektum. Ennfremur ef hann neitar að greiða sektir. Það varðar brottrekstri, ef félagsmaður sækir um embætti eða stöðu þrátt fyrir bann stjórnarinnar. Úrskurð stjórnarinnar um brottvísun skal taka fyrir á næsta aðalfundi L.í. eða fulltrúafundi (kynna á formannafundi) til staðfestingar eða synjunar. Staðfesti fundurinn ekki úrskurð stjórnarinnar, getur hún skotið málinu til gerðardóms. Rísi ágreiningur milli lækna innbyrðis, eða milli læknis og svæðafélags hans, eða L.Í., getur hvor aðilinn sem er, gert siðanefnd grein fyrir þeim ágreiningi. Siðanefndin skal kynna sér málið, og leita sátta, en takist sættir ekki, kveður hún upp úrskurð í málinu. Skal úrskurðum hagað eins segir framar í þessari grein. Slíkum úrskurðum má skjóta til gerðardóms skv. Codex Ethicus, enda sé það gert innan þeirra tímamarka, sem nefnd eru í greininni. 21. gr. Almennt læknaþing skal haldið eigi sjaldnar en annað hvert ár í sambandi við aðalfund. Gefst þá öllum læknum, sem sitja þingið, kostur á að bera fram mál frá eigin brjósti og ræða þau mál, sem eru á dagskrá, áður en fulltrúar greiða atkvæði um þau. Á þingum þessum skal flytja erindi um læknisfræðileg efni. Til fyrirlestrahalds skulu fengnir vísindamenn og læknar, innlendir og erlendir, ef þess er kostur. í sambandi við læknaþing skal einnig haldinn aðalfundur lífeyrissjóðs lækna. 22. gr. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi L.í. og greiði a.m.k. 3/4 fulltrúa atkvæði. (Til upplýsinga: Árið 1978 voru varaformaður, ritari og meðstjórnandi kjörnir til tveggja ára, en kjörtímabili formanns, féhirðis og varamanna lauk árið 1979.)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.