Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1980, Síða 18

Læknablaðið - 15.08.1980, Síða 18
180 LÆKNABLADID GREINT ATHÆFI telst lækni ósæmandi: a) að kynna sjálfan sig á nokkurn hátt umfram það, sem skýrlega er heimilað í siðareglum lækna hvers lands eða ríkis, b) að ganga á hönd nokkurri þeirri lækningasýslu, er skerði sjálfstæði hans sem læknis, c) að piggja fé vegna þjónustu, sem veitt er sjúklingi, umfram tilhlýðilega læknisþóknun, eða láta úti fé vegna slíkrar þjónustu án vitundar sjúklings. LÆKNI ERU SKILYRÐISLAUST ÓHEIMILAR hvers konar aðgerðir, er veikt gætu líkamlegt eða andlegt viðnám nokkurrar mannveru, nema réttmætar séu í lækninga- eða heilsuverndarskyni í þágu sjúklings. LÆKNI ER SÆMST að birta almenningi uþþgötvanir með mikilli gát. Sama máli gegnir um læknisdóma, ef gildi þeirra hefur ekki náð viðurkenningu læknastéttarinnar. ÞEGAR LÆKNIR ER KRAFINN vættis eða vottorðs, hlýðir honum að votta það eitt, er hann getur fært sönnur á. Skyldur læknis vid sjúkling LÆKNI MÁ ALDREI GLEYMAST, hversu mikilsvert er að varðveita mannslíf, allt frá getnaði þess til grafar. LÆKNI BER AD AUÐSÝNA sjúklingi sínum fyllstu hollustu og greiða honum veg að öllum úrræðum vísindagreinar sinnar. Ef ekki er á færi læknis að leysa af hendi nauðsynlega rannsókn eða aðgerð, ber honum að leita fulltingis annars læknis, sem til þess er fær. LÆKNI BER AD GÆTA fyllstu þagmælsku um allt, er sjúklingur trúir honum fyrir, eða honum verður kunnugt vegna slíks trúnaðar. LÆKNI BER I VIDLÖGUM að inna af hendi nauðsynlega læknishjálþ, nema hann sé fullvís þess, að hún verði látin í té af öðrum. Skyldur lækna hvers vib annan LÆKNI BER AD BREYTA við stéttarbræður sína, svo sem hann kýs að þeir breyti við hann. LÆKNIR MÁ EKKI lokka til sín sjúklinga frá stéttarbræðrum sínum. LÆKNI BER AD HALDA skilorð Genfarheits lækna, sem samþykkt hefur verið af Alþjóðafélagi lækna.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.