Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1980, Side 21

Læknablaðið - 15.08.1980, Side 21
LÆKNABLADID 181 ffl n REGLUGERÐ FYRIR NÁMSSJÓÐ LÆKNA lgr. Hlutverk Tilgangur sjóðsins er að styrkja lækna til framhaldsmenntunar og vísindastarfa. Getur par verið um að ræða ferðir á læknafundi, pátttöku í læknanámsskeiðum, námsstörf á sjúkrahúsum og rannsóknastofnunum, svo og vinna að ákveðum vísindalegum verkefnum. 2gr Um sjóðstjórn Stjórn sjóðsins skulu skipa prír menn, tveir tilnefndir af stjórn Læknafélags Reykjavíkur og einn af stjórn Læknafélags íslands. Sömu aðilar tilnefna jafnmarga varamenn, sem skulu taka sæti í stjórninni, ef aðalmenn forfallast. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur skipar formann sjóðsstjórnar, en hinir tveir skipta með sér störfum ritara og gjaldkera. Stjórnarmenn eru kosnir til 3 ára í senn og má ekki endurkjósa sömu menn í stjórn sjóðsins nema einu (sinni. Starfstímabil hinnar fyrstu stjórnar, sem kosin er samkvæmt pessari reglugerð skal vera frá 1. janúar 1975. Stjórnarsampykkt er ekki lögleg, nema að minnsta kosti tveir stjórnarmanna greiði henni atkvæði. 3. gr. Stjórnarfundir Sjóðstjórn skal halda fund minnst annan hvern mánuð og afgreiða pær styrkumsóknir, sem fyrir liggja hverju sinni. Stjórnin skal halda sérstaka fundargerðarbók og skrá í hana allar sampykktir sínar og gerðir. 4. gr. Iðgjöld Sjóðurinn tekur við iðgjöldum, sem greidd eru á eftirfarandi hátt: a) Með föstum samningsbundnum greiðslum frá launagreiðendum, svo sem sjúkrasamlögum og heilbrigðisstofnunum. b) Með eigin framlögum lækna. Stjórn sjóðsins hefur heimild til að ákveða hámark slíkra framlaga fyrir hvert ár. Læknir, sem greitt hefur í sjóðinn skv. pessum lið í fullt ár án pess að æskja endurgreiðslu, telst fullgildur meðlimur. 5. gr. Styrkveitingar úr sjóðnum Almennir náms- og vísindastyrkir úr sjóðnum mega nema allt að peirri upphæð, sem umsækjandi á inni í sjóðnum, sbr. pó 2. mgr. 9. gr. Samanlagðar styrkveitingar yfir árið mega pó ekki nema hærri upphæð en 90 % af tekjum sjóðsins næsta ár á undan.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.