Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1980, Side 22

Læknablaðið - 15.08.1980, Side 22
182 LÆKNABLADID Stjórn sjóösins er heimilt að veita námsskeiðs- og fræðslunefndum L. R. og L. í. styrki til fræðslustarfsemi á vegum félaganna, sem nemur allt að 10 % af óskiptum höfuðstól næsta árs á undan. Nefndin skal láta fylgja umsókn sinni um styrk stutta greinargerð um, til hvers eigi að nota féð. Síðan skal nefndin, að afloknu hverju einstöku verkefni, gera stjórninni grein fyrir útlögðum kostnaði og senda henni fylgiskjöl par að lútandi ásamt fjárhagsuppgjöri. Auk pess er stjórninni heimilt að verja nokkrum hluta nettótekna tveggja síðustu ára til náms- og vísindastyrkja. Skal stjórnin pá hafa hliðsjón af skuldindingum sjóðsins skv. 1. og 2. málsgrein pessarar greinar, sem skulu sitja í fyrirrúmi. Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins, á par til gerðum eyðublöðum, með minnst eins mánaðar fyrirvara, með örstuttri greinargerð um tilefni beiðnarinnar. Með umsókn um vísindastyrki, skv. 3. mgr. pessarar greinar, skulu pó fylgja nákvæmari upplýsingar um pað verkefni, sem umsækjandi hyggst takast á við, og hvernig hann muni haga vinnu sinni. Sjóðfélagar, sem notið hafa styrks úr sjóðnum samkvæmt 1. og 3. málsgr. hér að framan, skulu senda stjórn sjóðsins stuttorða skýrslu um nám sitt eða vísindaleg störf á styrktímabilinu. 6. gr. Ávöxtun á fé sjódsins Stjórn sjóðsins sér um ávöxtun á fé hans og skal pað gert á eftirfaradi hátt: 1. í ríkisskuldabréfum. 2. í skuldabréfum, sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs. 3. í bönkum og sparisjóðum. 4. í lánum til sjóðfélaga til skamms tíma gegn tryggingu, sem sjóðstjórn metur gilda. 5. í lánum til samtaka lækna. Lán skv. liðum nr. 4 og 5 skulu háð sampykki stjórna L.R. og L. í., enda ábyrgjast félögin greiðslur skv. 5. lið. 7. gr. Um reikningshald sjóðsins Færa skal bókhald yfir tekjur, gjöld og eignir sjóðsins. Reikningsár hans er almanaksárið. Stjórn sjóðsins skal leggja reikninga fram til endurskoðun- ar eigi síðar en 10. júní ár hvert. Endurskoðendur skulu hafa farið yfir reikningana og sent pá síðan áritaða með athugasemdum sínum til stjórna Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands fyrir 20. júní. pannig endurskoðaðir skulu reikningarnir leggjast fyrir aðalfund félaganna ásamt skýrslu sjóðstjórnar um starfsemi á árinu. Afrit eða Ijósrit reikninga og ársskýrslu sjóðstjórnar skulu send fyrir 1. júlí ár hvert stjórnum Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar ríkisins og slíkum öðrum, eftir pví sem ástæða pykir til, sem inna af hendi samningsbundnar greiðslur í sjóðinn. Sjóðurinn greiðir allan kostnað af starfsemi sinni. Sjóðstjórn er heimilt að semja við skrifstofu læknasamtakanna um, að hún taki að sér bókhald og starfrækslu sjóðsins. 8. gr. Um endurskoðun reikninga Stjórnir Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands skulu sameiginlega tilnefna einn endurskoðanda og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið annan endurskoðanda til priggja ára í senn miðað við 1. janúar 1975, til að yfirfara ársreikninga Námssjóðs lækna. Áður en reikningarnir eru lagðir fyrir stjórnir félaganna, sbr. 7. gr„ skulu peir endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, sem stjórnir L. R. og L. í. tilnefna.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.