Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1980, Page 24

Læknablaðið - 15.08.1980, Page 24
184 LÆKNABLADID REGLUGERÐ LÍFEYRISSJÓÐS LÆKNA frá 26. desember 1966 með áorðnum breytingum l. gr. Nafn og heimili Sjóðurinn heitir Lífeyrissjóður lækna. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Hlutverk sjóðsins Hlutverk sjóðsins er að veita sjóðfélögum elli- og örorkulífeyri og eftirlátnum mökum peirra og börnum maka- og barnalífeyri samkvæmt ákvæðum reglugerðar pessarar. 3. gr. Sjóðfélagar Sjóðfélagar geta orðið allir félagsmenn Læknafélags íslands, sbr. f>ó 4. málsgr. pessarar greinar. Elli- og örorkulífeyrispegar sjóðsins teljast félagar. Peir, sem óska að gerast sjóðfélagar, skulu senda stjórn sjóðsins umsókn þar að lútandi á eyðublaði, er sjóðurinn lætur í té. Stjórn sjóðsins getur krafizt upplýsinga, p.á.m. læknisvottorðs um heilsufar manna, er sækja um upptöku, ef heilsu peirra er svo háttað, að verulega aukin áhætta fyrir sjóðinn stafi af. 4. gr. Stjórn sjóðsins Stjórn sjóðsins er skipuð þremur mönnum og þremur til vara, er skulu vera sjóðfélagar. Stjórn skal kjörin á aðalfundi og má eigi endurkjósa stjórnarmenn meira en 2 kjörtímabil í röð. Stjórnin skal kjörin í fyrsta sinn á aðalfundi 1967. Stjórninni er skylt að halda gerðabók og færa í hana allar sampykktir sínar. Stjórnin kýs sér sjálf formann. Stjórnin sér um rekstur sjóðsins samkvæmt reglugerð pessari. Stjórnarsampykkt er ekki lögleg nema a.m.k. tveir stjórnarmenn greiði henni atkvæði. 5. gr. Aðalfundur sjóðsins Aðalfundur sjóðsins skal haldinn annað hvert ár í Reykjavík samtímis aðalfundi Læknafélags íslands. Stjórnin boðar til aðalfundar bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. í slíku fundarboði, sem sendist öllum sjóðfélögum, sem greitt hafa iðgjald eða notið lífeyris á undanfarandi ári, skal tekið fram um eftirtalin dagskráratriði: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Fjárreiður sjóðsins. 3. Tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins. 4. Kosning stjórnar. 5. Önnur mál.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.