Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 26
186 LÆKNABLAÐID 10. gr. Grundvöllur lífeyrisréttinda Samanlögð iðgjöld sjóðfélaga hvert almanaksár skulu umreiknuð í stig, er mynda grundvöll lífeyrisréttinda hans. Til grundvallar stigaútreikningi skal reikna fyrir hvert almanaksár laun sérfræðings, sem starfar samkvæmt hæsta taxta samnings Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna um laun lausráðinna lækna frá 26. maí 1966, eða samningi, er kemur í hans stað. Ekki skulu meðtaldar aðrar greiðslur en föst mánaðarlaun slíks sérfræðings í fullu starfi, svo og orfofsfé. Arslaun skulu reiknast sem 11/12 af samanlögðum launum einstakra mánaða. Falli niður samningar peir, sem nefndir eru í 2. málsgrein pessarar greinar eða verði peir að dómi sjóðsstjórnar ónothæfur mælikvarði á breytingar á tekjum Iækna almennt, skal hún ákveða annan stigagrundvöll, svo og tengingu hans við fyrri grundvöll. Sama gildir, ef stigagrundvöllur, sem ákveðinn hefur verið af sjóðstjórn, reynist síðar ónothæfur. Stig ársins reiknast pannig, að deilt skal í 10-föld iðgjöld sjóðfélagans með grundvallarlaun- um, skv. 2. málsgr. pessarar greinar. Reikna skal stig með premur aukastöfum. Fé, sem yfirfært er úr öðrum lífeyrissjóði skv. 5. málsgr. 9. gr., skal umreiknað í stig með sama hætti og iðgjöld á pví ári, er yfirfærsla á sér stað, sbr. 4. málsgr. pessarar greinar. 11. gr. Ellilífeyrir Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins í prjú ár eða lengur, og öðlazt hefur samanlagt a.m.k. eitt stig skv. 10. gr. og orðinn er fullra 67 ára að aldri, á rétt á árlegum lífeyri úr sjóðnum, enda hafi hann iátið af aðalstarfi sínu eða takmarkað svo störf sín, að pað, að dómi sjóðstjórnar, jafngildi pví, að aðalstarfi sé hætt. Upphæð ellilífeyris er hundraðshluti af grundvallarlaunum eins og pau eru á hverjum tíma, sbr. 2. málsgr. 10. gr., og nemur hundraðshluti pessi samanlögðum stigafjölda, sem sjóðfélaginn hefur áunnið sér, margfölduðum með 1.3. 12. gr. Örorkulífeyrir Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins undanfarandi prjú ár, hefur öðlazt samanlagt a.m.k. eitt stig skv. 10. gr. og ófær verður til að gegna pví starfi, sem hann hefur gegnt pangað til og eigi á kost á öðru læknisstarfi eða missir sökum slíkrar örorku einhvern hluta tekna peirra, er hann hefur greitt iðgjöld af til sjóðsins, á rétt á örorkulífeyri, ef tryggingayfirlæknir, í samráði við trúnaðarlækni sjóðsins, metur örorkuna 40 % eða par yfir. Örorkumat petta skal aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að gegna starfi pví, er hann hefur gegnt að undanförnu og greitt iðgjöld af í sjóðinn. Hámark örorkulífeyris miðast við áunninn lífeyrisrétt skv. 11. gr. að viðbættum lífeyri, er svarar til meðaltals stiga undanfarandi prjú ár margfaldað með árafjölda peim, sem eftir er til 67 ára aldurs sjóðfélagans. Örorkulífeyrir er sami hundraðshluti af hámarksörorkulífeyri og örorkutapið er metið. Skylt er öryrkja, sem sækir um örorkulífeyri úr sjóðnum eða nýtur hans, að láta stjórn sjóðsins í té allar pær upplýsingar um heilsufar sitt, sem nauðsynlegar eru til að dæma um rétt hans til örorkulífeyris. Stjórn sjóðsins skal lækka eða fella niður örorkulífeyri peirra öryrkja, sem fá starfsorku sína aftur að nokkru eða öllu leyti. Sömuleiðis ber stjórn sjóðsins að hækka örorkulífeyrinn, ef örorkan vex til muna og án sjálfskaparvíta frá pví, sem hún var metin við fyrri ákvarðanir, enda hafi öryrkinn haldið áfram iðgjaldagreiðslum til sjóðsins af tekjum, er hann kann að hafa haft af störfum, er hann áður greiddi iðgjöld af, eða öðrum störfum, er hann hefur tekið upp í peirra stað. Örorkulífeyrir fellur niður, er taka ellilífeyris hefst. Ellilífeyrir öryrkja skal ákveðinn pannig, að bætt skal við áunnin stig peim stigum, sem við úrskurðun örorkulífeyrisins voru reiknuð

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.