Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 31
LÆKNABLADID REGLUGERÐ UM ORLOFSHEIMLASJOÐ LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 189 I. KAFLI Aðild og framlög 1. gr. Rétt til aðildar að orlofsheimilasjóðnum eiga allir félagar í Læknafélagi íslands og Læknafélagi Reykjavíkur. Aðild að sjóðnum og framlag í hann skal vera með fressum hætti: 1. Með samningum samtaka lækna við vinnuveitendur eða sjúkratryggingar um ákveðið framlag eða frádrátt af greiðslum, sem rennur í sjóðinn. Framlag sjóðfélaga fer eftir ákvæðum viðkomandi kjarasamninga. 2. Einstakir læknar, er gera sérstakan samning við orlofsheimilasjóð. Framlag þeirra skal ákveðið af orlofsnefnd hverju sinni. II. KAFLI Réttindi sjóðfélaga 2. gr. Rétt til afnota af sumarhúsum eða annarri þjónustu orlofsheimilasjóðs hafa allir sjóðfélagar, sbr. l.gr. 3. gr. Orlofsnefnd, sbr. 4. gr., úthlutar orlofshúsum skv. reglum, sem hún setur sér og stjórnir félaganna sampykkja. Orlofsdvöl utan sumartíma verður úthlutað, eftir f>ví sem óskir berast frá sjóðfélögum. Öllum sjóðfélögum skal tilkynnt fyrir 1. febrúar ár hvert, hvaða orlofsdvöl sjóðurinn bjóði uppá og skal sækja um leigu á sumarhúsum fyrir 1. apríl. Fyrir 15. apríl skal orlofsnefnd tilkynna, hverjir hafi fengið orlofshús á leigu yfir sumarið. Einungis peir, sem skuldlausir eru við L.Í./L.R. og orlofsheimilasjóð, skulu hafa rétt til að taka orlofshús á leigu. III. KAFLI Stjórn og rekstur sjóðsins 4. gr. Stjórnir L.í. og L.R. kjósa sameiginlega 3 menn í orlofsnefnd til tveggja ára í senn. 5. gr. Orlofsheimilasjóður er í vörzlu Læknafélags íslands, en skrifstofa L.Í./L.R. annast daglegan rekstur sjóðsins. Orlofsnefnd er heimilt að taka lán í nafni sjóðsins og undirgangast aðrar skuldbindingar að fengnu samþykki stjórna L.Í./L.R. Óráðstafaður hluti sjóðsins skal ávaxtaður eins og bezt verður á kosið. Orlofsheimilasjóði skal varið til byggingar orlofsheimila og til að skapa á annan hátt aðstöðu til orlofsdvalar sjóðfélaga. Orlofsnefnd ákveður leigugjald fyrir orlofshús.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.