Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 33
LÆKNABLADID 191 SKIPULAGSSKRÁ FYRIR DOMUS MEDICA Staðfest af forseta íslands 26. april 1960 1. gr. Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafa ákveðið að reisa hús í Reykjavík, íslenzkri læknastétt til eflingar og styrktar. Skal stofnunin vera sjálfseignarstofnun og nafn hennar vera DOMUS MEDICA 2. gr. Tilgangur stofnunarinnar er að reisa og reka félagsheimili íslenzkra lækna og stuðla þannig að bættri fræðslu og félagsstarfsemi þeirra. Er ákveðið, að í húsinu verði bókasafn, lesstofur, lækningastofur svo og rannsóknastofur með sem fullkomnustum tækjum og útbúnaði. 3. gr. 1. Framlag frá Læknafélagi íslands kr. 100.000.00. 2. Framlag frá Læknafélagi Reykjavíkur kr. 100.000.00. 3. Framlög frá læknum. 4. gr. Stjórn Domus Medica skipa 5 læknar og skulu peir vera félagar í L. í. Skulu tveir kosnir af Læknafélagi íslands, tveir af Læknafélagi Reykjavíkur og einn sameiginlega af stjórnum félaganna. Stjórnin tilnefnir sjálf mann eða menn í stað peirra, er úr henni ganga, enda sampykkja stjórnir Læknafélags fslands og Læknafélags Reykjavíkur stjórnarkjörið. Stjórninni er heimilt að kveðja sér til aðstoðar 3 varamenn. 5. gr. Stjórnin kýs sér formann, varaformann, ritara og gjaldkera og skiptir með sér störfum að öðru leyti eftir pví sem henni pykir henta. Stjórnin heldur fundi pegar formanni pykir við purfa, en auk pess en formanni skylt að boða til fundar pegar prír stjórnendur eða pá endurskoðendur stofnunarinnar krefjast pess. 1 maður gengur úr stjórninni ár hvert. í fyrstu eftir hlutkesti, síðan eftir starfsaldri. 6. gr. Stjórn Domus Medica ræður framkvæmdastjórn fyrir stofnunina og starfsfólk eftir pörfum. Skal stjórnin hafa eftirlit með öllum rekstri og úrskurðarvald um afnot húss og eigna. Þrír stjórnarmenn skuldbinda stofnunina með undirskrift sinni. Stjórnarmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum, er peir stofna til vegna stofnunarinnar. 7. gr. Starfsár Domus Medica og reikningsár er almanaksárið. Skal stjórnin fyrir lok aprílmánaðar ár hvert semja reikning yfir tekjur og gjöld stofnunarinnar svo og efnahagsreikning. Skulu reikningarnir endurskoðaðir af tveim mönnum, öðrum, tilnefndum af dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, en hinn af borgarstjóranum í Reykjavík og skal reikningurinn í heild eða útdráttur úr honum birtur í Læknablaðinu. 8. gr. Fé Domus Medica skal ávaxta í ríkistryggðum bankastofnunum eða með öðrum hætti, sem stjórnin er sammála um að telja jafn tryggilega.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.