Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Page 11
DV Fréttir Fimmtudagur 8. mars 2007 11 Vilja fleiri dönsk börn Nú á að auðvelda barnafjölskyldum í Danmörku lífið í því skyni að fjölga barneignum. Haft er eftir ráðherra fjölskyldumála í Berlingske Tidende að unnið sé að frumvarpi um hvern- ig megi bæta umhverfi barnafjöl- skyldna þannig að meðalhjón eign- ist þrjú börn í stað tveggja eins og staðan er nú. Hún segir danskt sam- félag hafa not fyrir þessa fimmtán þúsund einstaklinga sem myndu fæðast til viðbótar á ári hverju ef meðaltalið myndi hækka. Skamma Breta vegna gervifrjóvgunar Innanríkisráðherra Dana hefur sent breska heilbrigðisráðherranum bréf þar sem hann lýs- ir yfir óánægju sinni með þarlendar reglur um gervifrjóvganir. Ástæðan er sú að nýlega fæddi sextíu og eins árs gömul kona barn í Danmörku eftir að hafa gengist undir gervifrjóvgun í Bret- landi. Segir ráðherrann að málið hafi vakið mikla athygli og verið rætt á þingi. ÓttaSt að enginn Verði dæmdur Tilraunir til að koma réttarhöldum yfir Rauðu khmerunum á réttan kjöl hófust í gær eftir tíu ára deilur um hvernig réttarhöldunum skyldi háttað. Fyrrverandi yfirmenn Rauðu khmeranna hafa and- ast úr hárri elli hver á fætur öðrum meðan unnið hefur verið að undirbúningi réttarhaldanna. Spánverjar stórhuga í framleiðslu á lífrænum orkugjafa: Vonir standa til að eitt prósent af allri bensínþörf spænskra ökutækja verði mætt með eldsneyti unnu úr appelsínuberki á næstu árum. Í nágrenni Valenciu-borgar eru um 190 þúsund hektarar þakt- ir appelsínu- og sítrónutrjám og nemur uppskeran um fjórum millj- ónum ávaxta á hverju ári. Stærsti hlutinn er nýttur í safa og þá standa eftir um 240 þúsund tonn af appels- ínuberki sem ætlunin er að nýta við framleiðslu á lífrænu eldsneyti fyr- ir bifreiðar. Stærsti hluti barkarins hefur hingað til endað sem dýra- fóður. Appelsínur og sítrónur eru stærstu útflutningsvörur Valencia- svæðisins og þegar ný ávaxtasafa- verksmiðja verður tekin í gagnið á næstunni mun magnið af appel- sínuberki tvöfaldast og duga til að framleiða 38 þúsund lítra af lífrænu eldsneyti. Samkvæmt frétt breska blaðs- ins Guardian þarf eitt tonn af app- elsínuberki til að búa til eldsneyti sem fyllir áttatíu tonna bensíntank fólksbíls. Tilraunir með framleiðslu á lífrænu eldsneyti úr appelsínu- berki hófust í Flórídaríki í Banda- ríkunum fyrir tveimur árum síðan og styðjast Spánverjar við reynslu þeirra við framleiðsluna. Vonast er til að þessi nýja atvinnugrein skapi um tvö þúsund og fimm hundruð störf á svæðinu. Áætlað er að lítrinn af nýja orkugjafanum muni kosta um fjörutíu prósentum minna en bensínlítrinn. Spánverjar hafa líkt aðrar Evr- ópusambandsþjóðir það að mark- miði að minnka notkun bílabens- íns um sex prósent næstu þrjú ár til að vinna á móti neikvæðum áhrif- um gróðurhúsalofttegunda. Eldsneyti úr appelsínuberki Appelsínurnar týndar spánverjar ætla að gera tilraun með að búa til eldsneyti úr appelsínuberki. Brjóstastækkun á 15 mínútum Tilraunir á nýju sænsku geli sem sprautað er í brjóst kvenna til að stækka þau hafa gefið góða raun. Tekur meðferðin aðeins fimmt- án mínútur og hafa þær konur sem sprautaðar hafa verið ekki fundið fyrir neinum aukaverkunum samkvæmt frétt sænska blaðsins Expressen. Gelið er unnið úr náttúrulegum efnum sem leysast upp á tveimur til þremur árum og er hugsað sem lausn fyrir þær kon- ur sem hafa verið með börn á brjósti eða vilja stækka brjóst sín lítillega. Ógnartíð Rauðu khmeranna n rauðu khmerarnir voru kommúnistahreyfing sem rændi völdum í Kambódíu árið 1975 og sat við völd þar til Víetnamar steyptu þeim í ársbyrjun 1979. n Ein og hálf milljón landsmanna lést vegna ógnarstjórnar khmeranna. stór hluti var tekinn af lífi, margir voru sveltir í hel eða látnir vinna þar til þeir duttu niður. n algengt var að „óvinir stjórnarinnar“ sættu langdregnum pyntingum áður en þeir voru teknir af lífi. n „Óvinir stjórnarinnar“ voru meðal annars menntamenn (þeir sem gengu með gleraugu voru augljóslega menntamenn samkvæmt rök- um stjórnarinnar) og, þegar á leið, allir þeir sem bjuggu í borgum (af því þeir lögðu ekki til matarbúrs þjóðarinnar eins og sveitafólkið). n Höfuðpaurar khmeranna hafa verið að týna tölunni. Pol Pot lést í rúmi sínu sama dag og samþykkt hafði verið að framselja hann til alþjóðlegs dómstóls. Félagi hans úr khmerunum sagði dánarorsök hans hjartaáfall en líkið var brennt áður en rannsaka mætti hvort hann hefði framið sjálfsmorð. Fjöldagröf í Kambódíu rotnandi föt og girðing úr bambus afmarka þessa fjöldagröf í Choeung Ek-þjóðarmorðsminjasafninu. margir þeirra sem voru grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum höfðu verið pyntaðir í toul sleng-fangelsinu. Hauskúpur fórnarlamba Höfuðkúpum fórnar- lamba rauðu khmeranna hefur verið safnað saman í Choeung Ek-þjóðarmorðsminjasafninu fyrir utan höfuðborgina Phnom Penh. Lík níu þúsund manna, kvenna og barna sem féllu fyrir hendi rauðu khmeranna hafa verið grafin upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.