Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 2
þriðjudagur 27. mars 20072 Fréttir DV „Krakkar hafa orðið fyrir verulega dónalegum aðfinnslum og verið ógnað,“ segir Ingi B. Rútsson formað- ur Hags Hafnarfjarðar, sem eru sam- tök fyrirtækja sem hafa beina afkomu af starfsemi álversins í Straumsvík. Samtökin standa fyrir opinni og lýð- ræðislegri umræðu um hugsanlega stækkun álversins. Samtökin reistu einnig fánaborgir í Hafnarfirði á laugardag en þær voru kærðar til lög- reglunnar. Mikill hiti virðist vera kominn í kosningabaráttuna um hugsan- lega stækkun álversins í Hafnarfirði. Samkvæmt Inga B. Rútssyni, for- manni Hags Hafnarfjarðar, hafa sjál- boðaliðar á þeirra vegum orðið fyrir alvarlegu aðkasti vegfarenda. Í einu tilfelli var tvítugum einstaklingi hrint af andstæðingi stækkun álversins. Þá hafa þau þurft að þola miklar svívirð- ingar að hálfu andstæðinga og segir Ingi þær verulega dónalegar. Þá reistu samtökin Hagur Hafnar- fjarðar fánaborgir víðsvegar um bæ- inn á laugardaginn. Þær voru kærðar til lögreglu en þeir máttu ekki vera á lóðum bæjarins með stangirnar. Þær voru teknar niður í kjölfarið. Munnlegar árásir „Þeir krakkar sem hafa verið sjálf- boðaliðar hjá okkur hafa ítrekað orð- ið fyrir munnlegum árásum,“ segir Ingi B. Rútsson formaður Hags Hafn- arfjarðar. Hann bendir á að svo virð- ist sem rökin séu hætt að skipta máli í umræðunni og fólk sé farið að láta tilfinningar hlaupa með sig í gönur. Þar síðustu helgi lenti einn sjálfboða- liði Hags Hafnarfjarðar í verulega ógnandi hegðun þegar andstæðing- ur stækkunarinnar hrinti honum. Að sögn Inga hafa sumir verið með ógn- andi hegðun og þykir það miður. Hann segir tilfellið ekki hafa verið mjög al- varlegt en biður fólk um að sýna still- ingu og hlusta á mótrök þeirra sem eru fylgjandi stækkun álversins. Fánaborg kærð Á laugardagsmorgun reistu Hag- ur Hafnarfjarðar fánaborgir víðsveg- ar um Hafnarfjörð. Þar blöktu fánar samtakanna og hvöttu þeir til þess að fólk segði já þann 31. mars en þá verður kosið um stækkun. Fánaborg- in var aftur á móti kærð til lögregl- unnar vegna þess að samtökin höfðu ekki fengið leyfi hjá bæjaryfirvöldum til þess að setja þær upp. Til þess að þær væru löglegar þurfti að biðja um leyfi viku áður. „Við hringdum bara í Garðabæ og fengum að reisa fánaborgina í Engidalnum,“ segir Ingi sem deyr ekki ráðalaus. Auk þess hefur Hagur Hafnarfjarðar fengið leyfi frá fjölda fyrirtækja til þess að reisa fánaborg- ina á lóðum þeirra. Umræðan öfgafull „Því miður er umræðan farinn að líkjast meira trúarbrögðum frek- ar en skynsömum rökræðum,“ seg- ir Ingi B. Rútsson um það undarlega andrúmsloft sem er að mótast í bæn- um vegna málsins. Margt er þó á döf- inni hjá samtökunum en auk þess að sjálfboðaliðar þeirra rökræða við fólk á götum úti þá mun stór fundur verða haldinn á fimmtudaginn næsta. Þá mun Stöð tvö sýna frá fundinum. Sjálfur segist Ingi vonast til þess að fólk taki sjálfboðaliðum þeirra, sem og skoðunum, með virðingu. Biður um stillingu og ró „Það er mjög mikilvægt þessa síðustu daga fyrir kosningar að all- ir haldi stillingu sinni og ró,“ segir Gunnar Svavarsson forseti bæjar- stjórnar í Hafnarfirði. Hann segir það fullljóst að bæjarbúar skiptist alfarið í tvær fylkingar varðandi stækkun álversins. Hann biður fólk um að kynna sér málið af kost- gæfni og lúta þeim úrslitum sem verða þann 31. mars, hver sem þau verða. Þá sendi einnig ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá sér ályktun á sunnudaginn þar sem þeir hvöttu bæjarbúa að láta af skít- kasti eins og það er orðað í ályktun- inni. Hana má finna á vef félagsins, mir.is. valUr grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is FÁNABORGIR KÆRÐAR OG SJÁLFBOÐALIÐUM ÓGNAÐ „Það er mjög mikilvægt þessa síðustu daga fyrir kosningar að allir haldi stillingu sinni og ró.“ Harka er komin í kosningabaráttu vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. ingi B. rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar, sem er fylgjandi stækk- un segir andstæðinga hafa ráðist á sjálfboðaliða þeirra. Þá voru fánaborgir samtak- anna kærðar til lögreglunnar. Forseti bæjarstjórnar, gunnar svavarsson, biður fólk um sýna stillingu og ró. Þrjátíu prósent minni þorskveiði í ár en í fyrra: Gæftaleysi hjá smábátaeigendum „Það hafa verið ótrúlegar tafir frá veiðum vegna veðurs og aflinn í þorski og ýsu er minni en á sama tíma í fyrra. Það hefur verið gæftaleysi,“ segir Örn Pálsson, formaður Landssambands smábátaeigenda. Örn segir algengt að ekki hafi verið hægt að fara í nema einn og einn róð- ur og mjög sjaldgæft að hægt hafi verið að fara nokkra daga í röð á sjó. Þegar ekki nást nokkrir veiðidagar samfleytt er erfitt að komast í veiðistuð og menn þurfa sífellt að vera að rífa sig af stað. Það er ekki bara veðrið sem er verra heldur hefur fiskurinn verið að gefa sig verr. Þorskaflinn í ár er um þrjátíu pró- sentum minni en á sama tíma í fyrra. Þá höfðu veiðst um átján þúsund tonn en nú eru þau bara á þrettánda þúsund og aðeins hafa veiðst rúm fjörtíu pró- sent af útgefnum kvóta. Veiði á ýsu er einnig slakari eða átján hundruð tonn- um minni og hafa aðeins veiðst 78 pró- sent af útgefnum kvóta en á þessum tíma í fyrra höfðu veiðst 94 prósent. Þó minna hafi veiðst hefur verðið verið betra að sögn Arnar og því bera menn sig ágætlega. „Þegar minna er veitt er meiri eftirspurn,“ segir Örn. Flestir krókabátanna landa beint á fiskmarkaði og ef lítið veiðist getur það kostað stopp á vinnslu. „Auðvitað er þreytandi að fá ekki neinn almenni- legan blíðukafla.“ Örn segist bjart- sýnn á veðrið framundan þó auðvitað komi hlé af öðrum sökum, brátt kemur páska- og hrygningastopp. Fiskveiðar Átján þúsund tonn af þorski höfðu veiðst um þetta leiti á síðasta ári en nú eru hafa ekki veiðst nema rétt rúmlega tólf þúsund tonn. Sýknaður vegna sönnunarskorts Maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, sýknaður af stór- felldi líkamsárás fyrir utan Hlöllabáta, í miðbæ Reykjavíkur, í nóvember árið 2005. Ástæða sýknunnar var skortur á sönnun- argögnum. Ríkissaksóknari ákærði manninn fyrir að hafa sleg- ið annan mann í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á auga. Maðurinn segir að um óviljaverk hafi verið að ræða í kjölfar þess að sá sem hann sló hafi ýtt harkalega við honum. Vitni bera ekki að ákærði hafi kýlt manninn í höfuðið eins og ákært er fyrir og því segir dómurinn ákæruna ekki standast. Ók á steypuklump Ungur ökumaður lenti í umferðaróhappi klukkan fjögur í nótt á Reykjanes- brautinni. Varð hann fyrir því óhappi að aka á steypuklump sem stóð í vegakantinum á þeim slóðum sem vegafram- kvæmdir stóðu yfir. Bíllinn skemmdist töluvert og er tal- inn óökuhæfur. Ökumaður- inn var einn í bílnum þegar óhappið varð og slapp lítið meiddur. Þjófur í varðhaldi Lithái á þrítugsaldri hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. apríl og hefur úrskurð- urinn verið staðfestur í Hæsta- rétti. Maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í farbann, grunaður um þjófnað úr verslun í Reykja- vík, en eftir það varð hann uppvís af þjófnaði úr tveimur örðum búðum í borginni. Maðurinn og samferðamað- ur hans reyndu að selja stolið úr í úraverslun í Reykjavík en fyrir það fékkst ekki nema farbann yfir manninum. Hann var svo ásamt öðrum staðinn að þjófnaði í verslunum í Hafnarfirði og hefur Hæstiréttur nú fallist á gæslu- varðhaldskröfu. Cliff er kominn Sir Cliff Richards kom til landsins í gær, en hann heldur tónleika í Laugar- dalshöll næst- komandi miðviku- dagskvöld. Sir Cliff sagði við komuna að hann hlakk- aði til þess að sjá landið. Hann verð- ur hér í þrjá daga. Með tónleikun- um í Laugardalshöll lýkur Cliff tónlekaferð sem staðið hefur að undanförnu. Meðal frægustu laga Sir Cliffs eru Summer Holiday, Batchelor Boy og We Don‘t Talk Any More. Öll sæti í stúku seldust upp á fyrstu mínútunum eftir að sala hófst. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Fánaborgir kærðar Fánaborgir, sem Hagur Hafnarfjarðar reisti víðsvegar í Hafnarfirði, voru kærðar til lögreglu og í kjölfarið fjarlægðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.