Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Page 7
„Ég sé ekki siðfræðileg rök með því að einhleypar konur fái að gangast undir tæknifrjógvun,“ segir Vilhjámur Árna- son siðfræðingur. Hann segir að með tæknifrjógvun einhleypra kvenna sé verið að sinna löngunum einstaklinga og um leið verið að búa til vandamál strax í upphafi þar sem börn eigi bara eitt foreldri. Engin rök fyrir tæknifrjógvun Guðmundur Arason, læknir hjá Art medica, segir engin rök gegn því að einheypar konur fái að gangast und- ir tæknifrjógvun á meðan lögin leyfa þeim að ættleiða. Þetta segir Vilhjám- ur ekki hægt að bera þessa tvo hluti saman því þegar börn séu ættleidd séu börnin þegar í ákveðnum vanda þar sem þau eru fædd inn í þennan heim og eru án foreldra. Þegar talað er um tæknifrjógvun segir hann aftur á móti að verið sé að búa til vandann þar sem ákvörðunin er tekin áður en barnið verður til. Vilhjámur segir einstæða foreldra viðurkennt þjóðfélagsmynstur en finnst það þó ekki sambærilegt né rök fyrir því að einhleypir eigi að fá að fara í tæknifrjógvun. Einstæðir foreldrar verði yfirleitt raunin eftir að tilraun til þess að stofna fjölskyldu hafi verið gerð án árangurs og við hjónaskiln- aði eða sambúðarslit sé oftast reynt að tryggja börnum aðgengi að báðum foreldrum. „ Auðvitað eru dæmi þar sem börnin eru betur sett eftir skiln- að foreldra sem átt hafa slæmt hjóna- band, þó að eftir skilnaðinn hafi barn- ið aðeins aðgang að einu foreldinu. En maður getur ekki tekið slæmt dæmi úr raunveruleikanum og tekið mið DV Fréttir þriðjudagur 27. mars 2007 7 fyrst. Hún segir þetta snúast um vellíðan á leikskólum og vinnuum- hverfi. „Á leikskólunum eru börn- in að læra að tala og þau geta ekki heyrt skírt hvað fólk er að segja. Skilyrði barnanna til að læra eru ófullnægjandi.“ n Skipulagsstofnun fer með byggingareglugerð n Umhverfisstofnun fer með vernd barnanna n Vinnueftirlitið fer með vernd starfsmanna n Umhverfisráðherra er yfir Skipulagsstofnun og Umhverfis- stofnun REGLUGERÐ UM HOLLUSTUHÆTTI Hávaði 22. gr. n Skylt er að haga allri háværri starfsemi þannig að ekki valdi ónæði. n Að öðru leyti fer samkvæmt ákvæðum í reglugerð um hávaða. n Heilbrigðisnefnd getur gefið fyrirmæli vegna ónæðis af hávaða á skemmtistöðum, frá hljómflutn- ingstækjum og öðrum tækjum á almannafæri, sem valdið geta ónæði með hávaða. BYGGINGAREGLUGERÐ Ómtími á dagheimilum og leikskólum: n Herbergi þar sem börn eru að staðaldri að hámarki 0,6 sek n Hæsta mæling Vinnumála- stofnunar í leikskólum var 1,8 sek. OPINBERA EFTIRLITIÐ Vilhjálmur Árnason siðfræðingur segir ekki siðfræðileg rök fyrir því að einhleypar konur fái að gangast undir tæknifrjógvun. Hafa beri hagsmuni barnsins að leiðarljósi og rétt þess til að eiga tvö foreldri. EINHLEYPAR FÁI EKKI TÆKNIFRJÓVGUN HjöRdíS RUT SIGURjóNSdóTTIR blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Vilhjámur Árnason siðfræðingur Vilhjámur segir siðfræðileg rök ekki vera fyrir því að einhleypar konur fái að fara í tæknifrjógvun og segir ekki hægt að bera það saman við ættleiðingu. STANDAST EKKI REGLUR F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 26. mars 2007 dagblaðið vísir 30. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 fréttir Hættir þorskeldi DV-sport fylgir skaða eigin heilsu með hávaða leikskólabörn hafa alltof hátt: Ærandi hávaði á leikskólum veldur margþættum vanda og skaðar heilsu barnanna og starsfólks. afleiðingar hávaða eru margir. fréttir Fá ekki frjóvgun >> Lög meina einhleypum konum að fá tæknifrjóvgun. Vill bara verja sig Prentað í morgun Sárvantar tónleikahús >> Gestir Músíktilrauna þurftu að víkja fyrir áhang- endum Gettu betur þegar í ljós kom að Loftkastalinn var ekki með leyfi fyrir öllum þessum fjölda. fréttir >> Grundfirðingar hafa gefist upp á þorskeldi eftir að hafa tapað tugum milljóna. Kristinn Jakobsson Kristinn Jakobsson og föruneyti voru í Frankfurt þegar DV náði tali af honum. „Það gekk alveg glimmrandi vel, gekk allt upp,“ sagði Kristinn. Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þor-leifsson voru aðstoðardómarar og Jóhann-es Valgeirsson var fjórði dómari í leiknum. Kristinn lyfti gula spjaldinu þrisvar sinn-um í leiknum, öll á Azera. Tvö fyrstu mörk Pólverja komu úr föstum leikatriðum. Leikurinn fór fram á Wojska Polskiego sem er heimavöllur Legia Varsjá. Fyrir löngu var uppselt á leikinn og sagði Krist-inn að það hefði verið mikil stemming á meðal þeirra 15 þúsund áhorfenda sem mættu. „Þetta var skemmtilegur leikur. Póll-verjarnir slátruðu þeim strax í upphafi með tveimur mörkum á fyrstu fimm mín-útum. Það var mikil stemming á vellinum sungið og trallað allan leikinn. UEFA voru sáttir við störf mín og nú er það bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Kristinn í lokin. benni@dv.is DV Sport mánudagur 26. mars 2007 11 Sport Mánudagur 26. mars 2007 sport@dv.is KR og Snæfell hófu einvígi Sitt í gæR. leiKuRinn vaR fRábæR SKemmtun þaR Sem litlu munaði að Snæfell næði að Stela SigRinum í loKin. blS. 14-15. Íslenska landsliðið skipað leikmönnum yngri en 17 ára náði merkum áfanga um helgina. Bls. 20. Sáttir við störf Kristins Eftirlitsmaður uEFa var sáttur við störf Kristins í Póllandi GEKK GLIMRANDI VEL KR byRjaR betuR Allt um leiki næturinnar í NBA NBA í gær. er dagblað Fimmtudagurinn 22. febrúar er merkur dagur - þá verður dV aftur að dagblaði DV kemur framvegis út mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð brautarholti 26 105 reykjavík Sími: 512 7000 Fréttaskot: 512 7070 dv.is Koma til Íslands í tæknifrjógvun það eru ekki einungis íslenskir rík- isborgarar sem kaupa þjónustu art medica því um tuttugu erlend pör koma í tæknifrjógvun hjá art medica á hverju ári. guðmundur arason, læknir og annar þeirra sem reka tæknifrjóg- vunarstöðina, segir kostnaðinn við tæknifrjógvanir svipaðan hér og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Útlendingarnir sem hingað hafa leitað eru frá danmörku, Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Færeyj- um og segir guðmundur ástæðurnar margvíslegar. Í sumum löndunum eru biðlistar eftir aðgerðum sem þessum en hér nær art medica að anna öllum þeim sem þangað leita og gæti jafnvel bætt við sig nokkrum fjölda til viðbót- ar. þá segir guðmundur árangur hér á landi betri en í mörgum örðum lönd- um og það dragi suma að þó kostnaðurinn við ferðir og dvöl hér á landi sé nokkur. Fær- eyingar hafa meðal annars leitað hing- að til lands þar sem ekki er boðið upp á þessa tækni í þeirra heima- landi. af því í sambandi við tæknifrjógvan- ir því upphafsstaðan sé gjörólík,“ seg- ir Vilhjálmur en bætir því við að hans afstaða sé alls ekki sú að vont sé fyrir börn að alast upp hjá einstæðum for- eldrum. Fyrir nokkrum árum var sú breyt- ing gerð að einhleypara konur fengu leyfi til að ættleiða og segist Vilhjám- ur ekki viss um að hann hefði verið hlynntur þeirri breytingu hefði hann verið spurður á sínum tíma. Því leit- ast eigi eftir því að tryggja ættleiddum börnum þær aðstæður sem við teljum ákjósanlegastar. „Þegar hugsað er um rétt fólks til þess að eignast börn er oft horft fram hjá hagsmunum barnsins.“ Hægt að tilnefna lögráðamann Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sem á sæti í Norrænu vísindasiðanefndinni segir nokkur álitamál vera hvað varði tæknifrjóg- vun einhleypra kvenna og segir hún að einna hæst fara rétt barna til að eiga tvö foreldri og að tveir beri ábyrgð á hverju barni og hvort það eigi að vega þyngra en ósk foreldris til þess að eignast barn. Aftur á móti telur hún einhleypa sem ákveða að ættleiða eða fara í tæknifrjógvun gera það að vel íhuguðu máli þar sem viðkomandi geri sér grein fyrir ábyrgðinni og sé til- búinn til þess að standa undir henni. „Venjulega ganga verðandi foreldr- ar ekki undir próf áður en barn verð- ur til og ekki víst að þeir séu tilbún- ir til þess að axla ábyrgðina sem því fylgir,“ segir Ingileif. Hún bendir á að með lögum um ættleiðingar frá 1999 hafi verið mörkuð sú stefna að heim- ila einstaklingi að ættleiða barn, við sérstök skilyrði, ef ættleiðing er talin barninu til hagsbóta. Þannig hafi lög- gjafinn skapað fordæmi hvað varð- ar rétt barns til að eiga eitt foreldri en ekki endilega tvö, en hún spyr hvort ástæða sé til þess að annar lögráða- maður sé skráður til öryggis verði farin sú leið að leyfa einhleypum að gangast undir tæknifrjógvun. Ingileif bendir á að í Danmörku geti einhleypar konur gengist undir tæknifrjóvgun og lesbísk pör geti fengið tæknifrjóvgun í Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð, en ekki í Noregi, þrátt fyrir að löggjöf Norða- manna sé nýleg eða frá 2003. Lesbísk pör nýta sér lagabreytingu rétt tæplega þrjátíu lesbísk pör hafa farið í tækni- eða glasafrjóvgun síðan ný lög um réttarstöðu samkynheigðra tóku gildi í lok júní á síðasta ári. guðmundur ara- son, læknir hjá art medica, segir lesbísku pörin gífurlega ánægð með breytinguna. Flest gjafasæði sem notuð eru hjá art medica hér á landi koma frá danmörku en einnig kemur hluti frá Bandaríkjunum. um tuttugu og fimm lesbísk pör hafa far- ið í tæknifrjóvgun og fimm í glasafrjóg- vun. Tæknifrjóvgunardeild varð fyrst til á Landspítalanum árið 1991 og tók art medica við starfseminni árið 2004 en fyrirtækið er einkarekið af læknunum guðmundi arasyni og þórði Óskarssyni. Á hverju ári eru framkvæmdar á milli 380 til 400 glasafrjóvganir og annað eins af tæknifrjógvunum. um 45 prósent þeirra kvenna sem fara þessa leið verða ófrískar því alltaf er einhver hlut sem missir fóstur, 35 til 37 prósent af konunum fæða barn. þegar konurnar eru komnar átta vikur á leið eru þær útskrifaðar frá art medica og við tekur reglubundin mæðraskoðun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.