Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 12
þriðjudagur 27. mars 200712 Fréttir DV Birgitte Mohnhaupt sem eitt sinn var sögð hættulegasta kona Þýska- lands var látinn laus úr fangelsi á sunnudag, tveimur dögum fyrr en reiknað hafði verið með. Var það gert til að komast hjá ágangi fjöl- miðla sem ólmir vildu ná myndum af hinni fimmtíu og sjö ára gömlu konu. Hún var flutt á leynilegan stað þar sem vinir hennar sóttu hana að sögn yfirmanns fangelsisins. Sam- kvæmt fréttum fjölmiðla á hún íbúð og hefur verin boðin vinna hjá fjöl- skylduvini. Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir hvort hún muni breyta nafni sínu í kjölfarið. Mohnhaupt hefur aldrei iðrast gerða sinna sem hingað til hefur verið talin forsenda reynslulausnar í Þýskalandi. Ætt- ingjar fórnarlamba hryðjuverkanna sem Rauða herdeildin bar ábyrgð á hafa mótmælt reynslulausn henn- ar frá því að tilkynnt var um hana í síðasta mánuði. Það hafa einstaka stjórnmálamenn einnig gert og sagt hana brjóta gegn þýskri réttlætis- kennd. Blóðug barátta Árið 1977 tók Birgitte Mohn- haupt við stjórnartaumunum í skæruliðasamtökunum. Hún hafði þá nýlokið fjögurra ára afplán- un í fangelsi eftir að hafa verið handtekin ásamt þáverandi leið- togum samtakanna, þeim Andr- eas Baader og Ulrikke Meinhoff. Undir forrystu hennar hófst blóð- ug barátta fyrir því að fá leiðtoga samtakanna lausa úr fangelsum. Undir handleiðslu palenstínskra hryðjuverkahópa stóðu þau fyr- ir hrinu hryðjuverka. Rændu þau og drápu meðal annars þáverandi formann þýskra atvinnurekenda og einn dómara. Árið eftir hand- sömuðu júgóslavnesk stjórnvöld Mohnhaupt og fjölda annarra fé- laga í Baader-Meinhof. Þjóðverj- ar vildu hins vegar ekki skipta á þeim og átta Króötum sem sátu í þýsku fangelsi á þeim tíma. Sendu Júgóslavar þau því til ótilgreinds arabalands þaðan sem þau héldu baráttu sinni áfram næstu fjögur árin. Mótmæltu kapítalisma Hugmyndin að baki Rauðu her- deildinni var að berjast gegn áhrif- um Bandaríkjamanna og efnis- hyggju í Vestur-Þýskalandi undir lok sjöunda áratugarins. Stuðn- ingur við samtökin meðal Þjóð- verja voru töluverður í upphafi en eftir því sem aðgerðir þeirra urðu ofbeldisfyllri dalaði hann. Morð, mannrán og bankarán voru hluti af þeim aðferðum sem þau not- uðu til að vekja athygli á málstað sínum. Voru forsvarsmenn sam- takanna meðal annars handteknir fyrir sprengingar í tveimur versl- unarhúsum í Frankfurt. Samtök- in höfðu einnig andúð á Víetnam- stríðinu og studdu Palenstínumenn í baráttu sinni. Leiðtogar þeirra hlutu þjálfun í hryðjuverkabúðum í Jórdaníu í upphafi áttunda ára- Fyrrum leiðtoga þýsku hryðjuverkasamtakanna Rauða herdeildin veitt reynslulausn og ættingj- ar fórnarlamba samstakanna eru ósáttir. Birgitte Mohnhaupt var sleppt tveimur sólarhringum fyrr en talið var til að hlífa henni við kastljósi fjölmiðla. „HÆTTULEGASTA KONA ÞÝSKALANDS“ FRJÁLS FERÐA SINNA Undir handleiðslu palenstínskra hryðju- verkahópa stóðu þau fyrir hrinu hryðju- verka. Rændu þau og drápu meðal annars þáverandi formann þýskra atvinnurek- enda og einn dómara. Lýst eftir liðsmönnum Baader Meinhof þýskur lögreglumaður við plakat með myndum af félögum hryðjuverkasamtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.