Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 16
þriðjudagur 27. mars 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR RomaRio með 999. maRkið Brasilíski sóknarmaðurinn romario skoraði sitt 999. mark á ferlinum um helgina þegar hann skoraði þriðja mark Vasco da gama í 3-0 sigri á Flamengo. romario var nálægt því að skora 1000. markið undir lok leiksins en markvörðurinn varði frá honum. allur þessi markafjöldi fæst þó ekki staðfestur því talan er eingöngu höfð eftir leikmanninum sjálfum og margir draga í efa trúverðugleika romario í þessum efnum. adebayoR Rekinn úR landsliðinu Emmanuel adebayor, leikmaður arsenal, og tveir aðrir leikmenn hafa verið reknir úr landsliði Tógó vegna deilna um bónusgreiðslur. „þessir leikmenn létu óheiðarleg orð falla um knattspyrnusamband Tógó,“ sagði Zep Kuete, framkvæmda- stjóri sambandsins. Leikmenn Tógó hafa enn ekki fengið bónusgreiðslur fyrir að hafa komist á Hm síðasta sumar, eins og þeim var lofað. „Bónusvandamálið er enn til staðar. Okkur var lofað greiðslum en ekkert hefur verið gert,“ sagði adebayor. bRonckoRst aftuR til Hollands Hollenski bakvörðurinn gio Van Bronckorst sagði í viðtali við radio rijnmond að þótt hann sé með samning við Barcelona til 2009 þá sé möguleiki á því að hann fari frá liðinu í sumar. Feyenoord er talið hafa mikinn áhuga að fá gio til liðsins. „Ég fór frá arsenal þrátt fyrir að eiga þrjú ár eftir af samnningnum mínum við þá. sem fótboltamaður þá veit ég að samnning- ur segir bara hálfa söguna.“ gio lék með Feyenoord frá 1994-98 og sagði að honum væri enn hlýtt til félagsins.„ma- ður er ekki bara Feyenoord maður þegar hlutirnir ganga vel. Ég útiloka ekki neitt, við sjáum bara til í sumar.“ noReguR biðst afsökunaR Norska knattspyrnusambandið hefur formlega beðist afsökunar á uppákom- unni sem átti sér staði í viðureign Noregs og Bosníu. gera þurfti þrjátíu mínútna hlé á leiknum eftir að blys og flugeldum voru skotið inná völlinn. adnan guso markvörður Bosníu fékk eitt blys í sig en sem betur fer fór betur en á horfðist. Í fyrstu var talið að norskar bullur stæðu fyrir ólátunum en síðar kom í ljós að um bosnískar bullur var að ræða. Bullurnar vildu mótmæla tengslum mafíunar við knattspyrnua- samband landsins. Bosnía vann leikinn 2-1 en uEFa er að skoða hvort leika þurfi leikinn að nýju. biancHi fyRiR toni Fiorentina ætlar að tryggja sér ungstirni reggina, roland Bianchi, ef Luca Toni fer til juventus í sumar eins og allt bendir til. Bianchi hefur skorað 15 mörk í ítölsku deildinni. gazzetta dello sport á ítalíu segjast vita að forráðarmenn Fiorentina og reggina hafi hist til að ræða hugsanleg vistaskipti pilts. Fiorentina vill fá um milljarð fyrir Toni en án hans eru þeir engu að síður með góða framlínu í adrian mutu og Pazzini sem skoraði þrennu á nýjum Wembley. Toni er sagður fá tvær milljónir punda á ári hjá Fiorentina, um 260 milljónir króna, en juventus er talið ætla að bjóða kappanum um sex milljónir punda á ári, um 800 milljónir króna gangi hann til liðs við þá. steve mcclaren neitar að hafa lent í rifrildi við Rooney og segir liðið í góðum gír. Eitt mark í 470 mínútur hjá Englendingum Wayne Rooney hefur ekki skor- að í alvöru leik með enska landslið- inu síðan í júní 2004. McClaren hefur samt haldið tryggð við Rooney enda eru fáir ef einhverjir sem gætu tekið stöðu hans í framlínunni. Eftir leik- inn í Tel Aviv var sagt að þeir hefðu lent í orðaskaki, þar sem landsliðs- þjálfarinn á að hafa sakað Rooney um að hafa ekki leikið vel með landslið- inu í þrjú ár. Rooney mun hafa svarað fullum hálsi og hent skófeng sínum í vegginn og strunsað út. McClaren sagði í gær að það væri algjör vitleysa og hló dátt þegar hann var spurður út í meint rifrildi. „Þetta er fáránlegt. Við trúðum vart okkar eigin augum þegar við sáum þetta. Allir sjá að við erum í markaþurrð. Ég ætla ekki að benda á einhvern einn, við erum ein heild og mitt starf er að leysa þetta vandamál,“ sagði McClaren í gær. „Það skiptir ekki máli hvernig við komumst á EM, bara að við komumst þangað.“ Flestir spekingar og gárungar sem hafa áhuga á landsliðinu benda á að vandamál enskra sé ekki í sókninni heldur á miðjunni. Steven Gerrard og Frank Lampard geta hreinlega ekki spilað saman. McClaren verði hrein- lega að fórna öðrum þeirra og er nafn Lampard oftar nefnt í þeim skilningi. Þegar McClaren var spurður hvort hann mundi einhvern tíman setja annan þeirra á bekkin, sagði hann: „Já, leikmenn verða að standa sig.“ Fyrrum landsliðssþjálfari Enskra Graham Taylor segir að leikmenn verði að bera einhverja ábyrgð á slakri frammistöðu að undanförnu. „Fyrir leik var McClaren búin að lofa leik þar sem stolt, hraði, kraftur og ástríða myndi einkenna leik Enska landsliðsins. Frá upphafi var ljóst að þetta yrðu vonbrigði. Stjórinn er alltaf látinn bera ábyrgð á úrslitum en leik- menn verða að bera ábyrgð á frammi- stöðu sinni.“ Frank Lampard sem skorar reglu- lega fyrir Chelsea sagði að miðað við leikmenn sem Enskir hafa er það ótrúlegt að liðið sé aðeins búið að skora í einum leik af síðustu fimm. „Miðað við leikmenn sem við höfum þá er þetta ekki eithvað til að hrópa húrra yfir. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður í bringu og benda á aðra. Við verðum að æfa vel til að koma okkur úr þessum öldudal. benni@dv.is neitar að hafa rifist við Rooney steve mcClaren neitar því að hafa lent í orðaskaki við Wayne rooney. Grindvíkingar voru flengdir í fyrsta leikn-um á laugardag og ætl-uðu að kvitta fyrir þá byrjun. Það var boðið uppá ljósasýningu af bestu gerð þegar heimamenn voru kynnt- ir til leiks. Áhorfendur tóku þátt í skemmtunninni og létu vel í sér heyra. Grindavík byrjaði af gríðarlegum krafti og komust snemma í 13-6. Ís- landsmeistararnir voru hreinlega ekki í sambandi í fyrsta leikhluta og heimamenn nýttu sér það og kom- ust í 20-8 og Einar Árnason þjálfari Njarðvíkinga tók leikhlé. Gestirn- ir komust lítt áleiðist gegn sterkri vörn heimamanna sem leiddu eftir fyrsta leikhlutan 25-13. Áfram var sóknarleikur Njarð- víkinga ekki sá sami og hafði skil- að þeim 18 sigrum í röð. Jeb Ivey og Brenton Birmingham sem eru frá- bærir leikmenn skoruðu ekki stig í fyrri háfleik og munar um minna. Grindvíkingar voru ekkert að velta vandræðum Íslandsmeistarana fyr- ir sér og juku jafnt og þétt forust- una sína. Varnarleikur sem og sókn- arleikur var til fyrirmyndar og þeir höfðu heil 30 stig í forskot þegar flautað var til hálfleiks.56-26. Langt er síðan að Njarðvík hefur skorað 26 stig í einum hálfleik. „Besti hálfleikur undir minni stjórn,“ sagði Friðrik Ragnarsson í viðtali við Hörð Magnússon á Sýn í háfleik. Viðsnúningur meistarana Njarðvíkingar snéru heldur bet- ur við blaðinu í þriðja leikhluta. Ræða Einars þjálfara svínvirkaði og meistararnir hófu áhlaup sem Jóhann Ólafsson hóf. Hann setti þrjár þriggja stiga körfur í röð nið- ur og allt annað lið Njarðvíkinga var mætt til leiks. Jafnt og þétt söxuðu þeir á forskot heimamanna og stemmingin var öll þeirra megin. Heimamenn voru taugastrekktir eftir hlé og munur- inn fyrir lokafjórðunginn var kom- inn niður í 13 stig 72-59. Jeb Ivey og Brenton Birmingham leikmenn Njarðvíkinga sem höfðu ekki sést í fyrri hálfleik létu til sín taka í þriðja leikhlutanum og liðið fylgdi með. Í fjórða leikhluta hélt áhlaup gestana áfram. Grindvíkingar urðu stressaðir en tvær þriggja stiga körfur frá Birni Brynjólfssyni ró- uðu taugar heimamanna. Hins veg- ar neituðu Njarðvíkingar að gefast upp og minnkuðu muninn í 10 stig og þegar þrjár mínútur voru eftir var munurinn 7 stig. 13 sekúndum fyrir leikslok minnkaði Ivey mun- inn í þrjú stig úr fallegri þrggja stiga körfu og allt á suðupunkti í Grinda- vík. En lengra komust þeir ekki og hetjulegri baráttu þeirra lauk með 7 stiga tapi 88-81. Þetta var fyrsti ta- pleikur þeirra í 18 leikjum og leikur sem tapaðist í fyrri hálfleik. Jonathan Griffin var stigahæstur Grindvíkinga með 21 stig og Adam Darboe var með 20 stig. Hjá Njarð- vík skoruðu Igor Beljanski og Jó- hann Ólafsson 21 stig hvor en það vantaði allan neista í Brenton Birm- ingham. Þakkláttur að hafa klárað þetta „Við erum bestir á Íslandi að missa niður góð forskot, við erum búnir að sanna það,“ sagði Frið- rik Ragnarsson í viðtali við Hörð Magnússon á Sýn eftir leikinn. „Ég verð að taka ofan hatt minn fyrir þeim, þeir komu og börðust eins og ljón og spiluðu eins mjög vel í barátta undir körfunni Páll axel Vilbergsson stóð fyrir sínu í gær. mYNdir VÍKurFrÉTTir besti hálfleikur undir minni stjórn háfleik en hrósaði Njarðvík fyrir baráttuna í þeim síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.