Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 18
miðvikudagur 27. marS 200718 Sport DV Chauncey Billups átti stórleik þegar Detroit sigraði Denver í nótt, 113-109, eftir framlengdan leik. Stað- an að loknum venjulegum leiktíma var 98-98. Rasheed Wallace tryggði Detroit framlengingu með skoti yfir endilangan völlinn. „Við tökum mörg svona skot fyr- ir hvern leik. Þetta fór ofan í, en það er ekki eins og þetta skot hafi tryggt okkur titilinn eða neitt í þá áttina,“ sagði hinn hógværi Rasheed Wallace eftir leikinn. Hjá Denver voru sex leikmenn með tveggja stafa tölu í stigaskori. Stigahæstur var þó Marcus Camby með 24 stig og þrettán fráköst. Carm- elo Anthony skoraði 21 stig og hirti 17 fráköst, en allt kom fyrir ekki. George Karl, þjálfari Denver, var vonsvikinn eftir leikinn. „Hann [Wallace] gæti tekið hundrað svona skot og ekkert þeirra færi ofan í. En þetta fór ofan í. Ég hefði viljað sjá boltann fara í hringinn en það er ekki hægt að gagnrýna heppnisskot. Þetta var heppnisskot,“ sagði Karl. „Ég vona að þetta haldi áfram hjá okkur. Við hittum úr svona skoti og unnum mjög gott lið þrátt fyrir að sakna nokkurra leikmanna,“ sagði Billups sem skoraði 34 stig og hirti tíu fráköst. Detroit lék Chris Webber og Richard Hamilton. Sjaldséður sigur Boston Gamla stórveldið Boston Celtics gerði sér lítið fyrir og vann Toronto á heimavelli sínum í nótt, 95-87. Bos- ton situr á botni austurdeildar með 21 sigur í 70 leikjum liðsins það sem af er vetri. Paul Pierce var stigahæstur heimamanna með 23 stig og Al Jef- ferson bætti við 22 stigum, auk þess sem hann hirti níu fráköst. Allir leik- menn Boston tóku að minnsta kosti eitt frákast í leiknum. Eini maðurinn sem var með einhverju lífsmarki hjá Toronto var T.J. Ford sem skoraði 28 stig og hirti níu fráköst. Leiðinda atvik átti sér stað þegar fjórar og hálf mínúta var eftir eftir af leiknum. Jorge Garbajosa reyndi þá að blokka skot frá Al Jefferson, lenti illa og öskraði af sársauka í kjölfar- ið. Garbajosa var fluttur á sjúkrahús og talsmaður Toronto sagði að hann yrði þar yfir nóttina. Ekki verður ljós fyrr en á morgun hve lengi hann verður frá vegna meiðslanna. Al Jefferson leist ekkert á blikuna þegar atvikið átti sér stað. „Ég hélt að hann væri fótbrotinn. Við hopp- uðum upp, fóturinn á mér fór í fót- inn á honum, ég leit niður og hann var allur boginn. Hann var öskrandi og ég fann til með honum,“ sagði Jef- ferson. „Þetta mun hafa áhrif á okkur, en liðið hefur staðið sig vel án mín, án T.J., án Jose, án Anthony og svo mætti lengi telja. Nú þurfa bara aðrir að taka af skarið,“ sagði Chris Bosh, leikmaður Toronto, sem var í góðri gæslu hjá Kendrick Perkins í nótt og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. San Antonio í miklu stuði Leikmenn San Antonio Spurs voru í miklu stuði nótt þegar lið- ið heimsótti Golden State Warriors. Þrír leikmenn liðsins skoruðu 20 stig í stórsigri, 89-126. Toni Parker, Michael Finley og Tim Duncan skoruðu allir 20 stig fyr- ir San Antonio, auk þess sem sá síð- astnefndi hirti átta fráköst í leiknum. Tony Parker gaf átta stoðsending- ar á samherja sína. Byron Davis og Monta Ellis voru stigahæstir í liði Golden State með 17 stig. Sigurinn í nótt var 17. sigur San Antonio í síðustu 19 leikjum og lið- ið virðist vera komið á gott skrið, nú þegar styttist í úrslitakeppnina. San Antonio vann Seattle í fyrrinótt með 41 stigi og hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum á útivelli. San Antonio vann Golden State með 40 stigum 4. desember og stuðningsmenn Golden State baul- uðu á sína leikmenn eftir þriðja leik- hluta. Þegar sá fjórði byrjaði voru tveir þriðju hlutar áhorfenda búnir að fá nóg og höfðu yfirgefið leikvang- inn. dagur@dv.is Átti góðan leik Chauncey Billups skoraði 34 stig og hirti tíu fráköst í liði detroit sem lagði denver að velli. Skilar alltaf sínu Tim duncan var að vanda meðal stigahæstu mönnum þegar San antonio rústaði golden State. Sárþjáður Jorge garbajosa þurfti að yfirgefa völlinn í leik Boston og Toronto eftir að hafa komið illa niður eftir tilraun til að verja skot. Rasheed wallace bjaRgaði detRoit Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Rasheed Wallace tryggði Detroit framlengingu gegn Denver með flautukörfu og San Ant- onio var í miklu stuði. Loksins sigur Paul Pierce og félagar hans í Boston unnu sjaldséðan sigur í nótt þegar þeir báru sigurorð af Toronto.. Troðið með tilþrifum Leandro Barbosa tregður hér af miklum krafti. NBANba-úrslit næturinnar Boston - Toronto 95-87 New York - Orlando 89-94 miami - atlanta 106-89 detroit - denver 113-109 Chicago - Portland 100-89 Houston - milwaukee 106-87 utah - Washington 103-97 Phoenix - memphis 105-87 golden State - San antonio 89-126 sTAÐAN Austurdeildin U T 1. detroit 45 25 2. Cleveland 42 28 3. miami 38 32 4. Toronto 38 32 5. Chicago 42 30 6. Washington 37 32 7. Orlando 33 38 8. New Jersey 32 38 9. indiana 31 38 10. New York 30 40 11. Philadelphia 28 42 12. atlanta 27 45 13. Charlotte 26 45 14. milwaukee 25 44 15. Boston 21 49 Vesturdeildin U T 1. dallas 58 11 2. Phoenix 53 17 3. San antonio 50 20 4. utah 46 24 5. Houston 45 26 6. L.a. Lakers 38 32 7. denver 35 34 8. L.a. Clippers 34 36 9. golden State 33 39 10. New Orleans 32 38 11. minnesota 30 39 12. Sacramento 30 40 13. Portland 29 42 14. Seattle 27 42 15. memphis 17 54 NBA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.