Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 20
Menning þriðjudagur 27. mars 200720 Menning DV Gjafir Dana Anna Þorbjörg Þorgríms- dóttir sagnfræðingur verður með leiðsögn um grunnsýn- ingu Þjóðminjasafns Íslands í hádeginu í dag. Að þessu sinni verður gengið milli gripa sem Danir færðu Íslendingum í tilefni þúsund ára afmælis Alþingis árið 1930. Margvís- legar ástæður voru fyrir því að íslensku gripirnir höfðu lent á safninu í Kaupmannahöfn og gripirnir eru að sama skapi fjöl- breyttir. Flestir voru þeir fluttir til Danmerkur á fyrri hluta nítjándu aldar þegar safnið í Kaupmannahöfn var safn alls konungsríkisins. Alþjóðaleiklistardagurinn er í dag. Af því tilefni stendur Leiklistarsamband Íslands fyrir málþingi í Leikhúskjallaranum í kvöld kl. 19. Þar flytja framsögu þau Richard Gough, Elena Krüskemper, Katrín Hall og Ingvar E. Sigurðsson. Yfirskrift þingsins er „innrás/útrás.“ Með í gríninu á eigin forsendum Lifandi bókasafn Jafnréttisnefnd Stúdenta- ráðs heldur „Lifandi bóka- safnskvöld,“ í kvöld kl.20 í Stúdentakjallaranum. Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma og fá „lán- aða,“ bók í takmarkaðan tíma. Munurinn er hinsvegar sá að bækurnar í Lifandi bókasafni eru fólk sem á persónuleg sam- skipti við lesendur sína. Þær eru jafnframt fulltrúar hópa sem oft mæta fordómum og eru fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar. Í Lif- andi bókasafni geta bækurnar ekki aðeins talað, heldur einnig svarað spurningum lesandans og þar að auki jafnvel spurt spurninga og fræðst sjálfar. Dauðasyndin óhóf Þriðji fyrirlesturinn um dauðasyndirnar sjö í fyrirlestra- röð Borgarbókasafns Reykjavík- ur verður fluttur miðvikudag- inn 28. mars kl. 17:15. Þá mun Sigurður Ólafsson, heimspeki- kennari, fjalla um óhóf. Fyrir- lestraröðin er fengin að láni frá Akureyri en þar stóð Amtsbóka- safnið að henni ásamt fleirum. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og lítur hver viðfangsefn- ið sínum augum. Dagskráin fer fram í aðalsafni Borgarbóka- safns í Tryggvagötu 15 og er öll- um opin. Leiklistarþing Gyða Margrét Pétursdóttir flytur fyrirlestur á Kynjadögum. „Þetta verður rosalega fyndinn fyrirlestur,“ segir Gyða Margrét Pét- ursdóttir um fyrirlestur sinn „List og húmor sem vopn í kvennapólitískri baráttu,“ en hann er á dagskrá Kynja- daga Listaháskóla Íslands. Gyða vill þó ekki meina að um uppistand sé að ræða. „Ég ætla að nota áramótaskaupið frá 1984, sem kallað hefur verið kvennaskaup- ið og leggja út frá því,“ segir Gyða en hún hefur notast við kvennaskaup- ið í kennslu í félagsfræði og kynja- fræðum. „Ég ætla að segja frá þeim áhrifum sem þetta skaup hafði á mig sjálfa og hvernig ég nota það í dag í kennslu.“ Hún segir að í skaup- inu birtist feminiskar áherslur. „Það birtast þarna ákveðnar áherslur feminismans, sérstaklega þá ann- arrar bylgju feminismans, hvað varðar reynslu kvenna og reynslu- heim þeirra eins og t.d. Kvennalist- inn talaði mikið um á sínum tíma.“ Í kvennaskaupinu er leiklistin notuð til að miðla kvennapólitískum húm- or, Gyða veltir því upp hvort mæla megi félagsleg völd með því, hvort viðkomandi hópur sé þátttakandi í gríninu - á eigin forsendum. „Þá er ekki verið að gera grín „að“ konum, eins og oft er gert á niðrandi hátt, heldur er grínið á þeirra eigin for- sendum,“ segir hún. Sem hliðstæð- ur bendir Gyða á nýlegar auglýs- ingar hóps ungra öryrkja og síðasta áramótaskaup þegar gert var grín að sjónvarpsmanni að taka viðtal við konu í hjólastól. „Þar var alls ekki verið að gera grín að konunni í hjóla- stólnum - heldur sjónvarpsmannin- um,“ segir hún. Gyða segir það mik- ið lykilatriði að vera „með í gríninu á eigin forsendum,“ „þá er maður virkilega orðinn með í samfélaginu, þannig að það má segja að það sé einskonar mælikvarði“, segir Gyða. Kynjafræði Gyða Margrét Hefur notað „kvennaskaupið“ í kennslu í félagsfræði og kynjafræðum Það er boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Kynjadögum Listahá- skóla Íslands, sem hefjast í dag. Þar á meðal eru ýmsir fyrirlestrar og uppákomur tengdar jafnrétti og kynferði. Kynjadagar eru nú haldn- ir þriðja sinni en fyrir þeim stend- ur jafnréttisráð Listaháskólans. „Þetta er hluti af starfi ráðsins, sem segja má að ljúki með Kynjadögum á vorin,“ segir Hafdís Harðardóttir, deildarfulltrúi hönnunar og arki- tektúrdeildar LHÍ sem jafnframt á sæti í jafnréttisráði. Hún segir hlut- verk ráðsins vera að tryggja jafn- rétti á öllum sviðum innan skólans. „Það þarf til dæmis að fylgjast með inntökuferlinu, bæði hvað varðar kynjahlutfall í þeim nefndum sem taka inn nemendur og líka hvað varðar þá nemendur sem tekn- ir eru inn. Við fylgjumst líka með kynjahlutföllum starfsmanna og kennara og gerum kannanir á við- horfum nemenda,“ segir Hafdís, en ráðið starfar samkvæmt jafnfrétt- isáætlun skólans og í því sitja full- trúar skrifstofu skólans, kennara og nemenda. Skemmtileg dagskrá Dagskrá Kynjadaga er að sögn Hafdísar hvorki bundin við fem- inisma né jafnrétti, þó yfirskrift- in Kynjadagar gæti bent til þess. „Kynjafræði eru reyndar höfð að leiðarljósi í dagskránni,“ segir Hafdís. „Til dæmis flytur mjög þekktur fyrirlesari, Lloyd Whites- ell, fyrirlestur um samkynhneigð tónskáld. Svo flytur Þóra Þóris- dóttir, myndlistarmaður, fyrirlestur um keramiklistamanninn Greyson Perry, sem oft kemur fram í kven- mannsklæðum við opnanir á sýn- ingum sínum og vekur jafnan at- hygli og Gyða Margrét Pétursdóttir flytur mjög spennandi fyrirlestur um húmor og kvennapólitík,“ seg- ir hún. En nemendur við Listahá- skóla Íslands láta ekki sitt eftir liggja á Kynjadögum því þá verða einn- ig flutt verk sem unnin hafa ver- ið á námskeiðinu „Fræði og fram- kvæmd“ og dagskránni líkur svo á föstudaginn með fyrirlestrum nem- enda á námskeiðinu „Ímyndir, aug- lýsingar og markaður.“ Annasamir dagar Síðastliðinn föstudag rann út frestur til að sækja um inngöngu í Listaháskóla Íslands næsta haust og Hafdís hefur því í nógu að snú- ast um þessar mundir. „Það er stór dagur hjá okkur í dag, við erum rétt að byrja að vinna úr fleiri hundruð umsóknum sem bárust núna fyr- ir helgi. Það getur verið flókið, því í sumar deildir sækja um inngöngu kannski hundrað umsækjendur, en aðeins 10 til 12 komast inn,“ segir Hafdís. Samkynhneigð tónskáld og keramiklistamaður í dragi Nemendur Listaháskóla Íslands Taka virkan þátt í dagskrá Kynjadaga. Hafdís Harðardóttir Á sæti í jafnréttisráði LHÍ, sem stendur fyrir Kynjadögum. Listaháskóli Íslands við Skipholt þar hefst dagskrá Kynjadaga í dag. KynjadagarKynjadagar LHÍ hefjast í dag og standa fram á föstu- dag. Með þeim má segja að starfi jafnréttisráðs skólans ljúki þennan veturinn, en á dagskrá er fjöldi fyrirlestra og viðburða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.