Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 27
„Að taka upp í Prag er alveg frábært. Það er til að mynda miklu ódýrara en að taka upp í Bandaríkjunum,“ segir leikstjórinn Eli Roth um hvernig það var að taka upp kvikmynd í Tékklandi. Eli segir að eini gallinn sé líklega sá, að þegar handritið er þýtt fyrir tékk- neska starfsmenn, þá glatist oft eitt- hvað í þýðingunni, sem verði til þess að til dæmis sé röngum leikmunum stillt upp. Tekur hann þó skýrt fram að svoleiðis vandamál komi upp í öllum kvikmyndum, sama á hvað máli þær eru teknar upp. „Ég vann með miklu hæfileikafólki þarna úti, kvikmyndargerðarmenn í Prag, eru alveg jafn hæfir og þeir sem eru í Los Angeles eða New York. Fyrri Hostel- myndin var einnig tekin upp í Prag, árið 2004 og segir Eli aðra vinnuhætti hafa verið við lýði þá. „Það var eins og þriggja mánaða langt partí. Nú var ég eins og munkur allar upptökurnar, eða fyrir utan tvær seinustu vikurnar, þar sem ég sleppti mér alveg.“ Rásaði út á Íslandi „Mig hefur alltaf dreymt um að taka upp á Íslandi. Alveg síðan ég fór þangað fyrst, aðeins 19 ára gamall.“ segir Roth. Tökur fóru fram í nóvem- ber og bætir hann því við að íslenska dagsbirtan hefði strítt þeim aðeins. „Við höfðum bara birtu á milli 11 og fjögur og aðeins þrjá daga til þess að klára tökur.“ Meðal annars fóru tökur fram í Bláa Lóninu og segir Eli það mikinn heiður að vera fyrsti leikstjórinn til að taka upp kvikmynd þar. „Atriðið sem gerist í Bláa Lón- inu er nokkuð flott. Ég skrifaði það í raun bara til þess að fá ástæðu fyrir Íslandsför, en upptökurnar líta mjög vel út samt sem áður.“ Eins og Hasselhoff í Þýskalandi Eftir að upptökum lauk á Íslandi var ákveðið að njóta lífsins í nokkra daga áður nen haldið var heim. „Við tókum meðal annars upp í líkams- ræktarstöðinni Laugum, en þar vor- um ég og Gabe bróðir minn í næstum fimm tíma á dag eftir að upptökum lauk. Svo fórum við auðvitað út á líf- ið, en næturlífið í Reykjavík er alveg stórkostlegt.“ Eli segir svo í lok grein- arinnar að hann sé frægur á Íslandi og líkir því við frægð Jerry Lewis í Frakklandi, eða Davids Hasselhoff í Þýskalandi. „Það eru til verri staðir til þess að vera frægur á, trúðu mér.“ Hostel 2 Væntanleg í sumar. Í mál vegna móðgana Eminem hefur stefnt fyrrver- andi eiginkonu sinni Kim Mathers og fer fram á að dómari banni henni að móðga sig á opinberum vettvangi. Segir rapparinn að móðganir fyrrum eiginkonunnar hafi neikvæð og skemmandi áhrif á dóttur þeirra, Hailie sem er orðin 11 ára gömul. Allt þetta er vegna ummæla Kim í ýmsum viðtölum þar sem hún segir rapparann vera skeytingarlausa og ýjar að hæfni hans í rekkjuglímu. Rapparinn segir að ekki sé hægt annað en að grípa til neyðarúrræða, til að gæta þess að Hailie særist ekki. Kvikmyndaleikstjórinn Eli Roth sendir frá sér kvikmyndina Hostel 2 þann áttunda júní. Kvikmyndin er tekin upp í Evrópu, nánar tiltekið í Tékklandi og á Íslandi. Í nýlegu við- tali við sjónvarpsstöðina MTV talar Eli mikið um kosti þess að taka upp kvikmyndir í Evrópu, vonda veðrið á Íslandi, glysrokk í miðri Prag og þá staðreynd að hann skuli vera frægur á Íslandi, en ekki annars staðar. Eli Roth Segist vera frægur á Íslandi, svona eins og Jerry Lewis í París. Frægur á Íslandi Ný Kruger mynd Fréttir þess efnis að ný mynd um ógeðismanninn Freddy Kru- ger sé væntan- leg gerðu vart við sig um helg- ina. Verið er að ræða tvo hugs- anlega mögu- leika varðandi handrit. Annars vegar að mynd- in fjalli um ung hjón sem flytji inn í sitt fyrsta hús saman sem reynist vera gamla hús morðingjans. Hinn kosturinn er að gera Freddy Vs. Michael sem er að sjálfsögðu ódrepanlega og snargeðveika illmennið úr Hallo- ween-myndunum. Nýtt innlegg í sögu Miðgarðs Ný skáldsaga eftir Tolkien kemur út þann 17.apríl: Ný skáldsaga eftir rithöfundinn J. J.R. Tolkien kemur út í næsta mánuði eða þann 17.apríl. Tolkien lést árið 1971 en skildi eftir sig tvær óklárað- ar bækur, The Silmarillon sem gefin var út árið 1977 og Children of Húr- ín sem kemur út von bráðar. Er það sonur Tolkiens, Christopher sem hefur klárað bækurnar með því að notast við glósur föður síns. Ekkert er vitað um efnistök bókarinnar en út- gefandi hennar HarperCollins, segir að bókin sé epísk saga um ævintýri, harmleiki, vinskap og hetjudáðir. Chris Crawshaw sem er formað- ur Tolkien félagsins í Bretlandi seg- ir að Tolkien hafi litið á verk sín sem eina langa sögu um Middle Earth, eða Miðgarðs. Gerist þessi saga snemma í sögunni. Ennfremur seg- ir hann að myndin sé vel til þess fall- in að kvikmynda og að eflaust muni margir reyna að tryggja sér kvik- myndaréttinn. Það er Alan Lee sem myndskreytir söguna en hann vann óskarsverðlaun fyrir listræna stjórn- un í kvikmynd Peter Jacksons Hilmir snýr heim, þriðja hluta Hringadrótt- inssögu. Lee teiknaði einar 25 teikn- ingar og átta málverk fyrir bókina. Tolkien á milljónir aðdáenda um all- an heim og búist er við því að sagan seljist í hundruðum þúsunda eintaka sama dag og hún kemur út. J.J.R. Tolkien Lést árið 1971, nú 36 árum seinna kemur út bókin The Children of Húrín. Miðgarður eða Middle Earth Sögusvið Hringadróttinssögu, Barna Húrín og afsprengi ævistarfs Tolkien. en ekki annars staðar !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á THE ILLUSIONIST kl. 5.45, 8 og 10.15 THE HITCHER kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA VENUS kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA NOTES ON A SCANDAL** kl. 6 B.I. 14 ÁRA ** SÍÐUSTU SÝNINGAR THE HITCHER kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA THE HITCHER SÝND Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 EPIC MOVIE kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 7 ÁRA THE NUMBER 23 kl. 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA GHOST RIDER kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA ANNA & SKAPSVEIFLURNAR ÍSL. TAL kl. 4 og 4.45 STUTTMYND NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 THE HITCHER kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA EPIC MOVIE kl. 6 og 10 B.I. 7 ÁRA NORBIT kl. 6 og 8 FRÁBÆR GAMANMYND ÞAR SEM GERT ER GRÍN AF HELSTU STÓRMYNDUM SÍÐASTA ÁRS. UPPLIFÐU MYNDINA SEM FÉKK ENGIN ÓSKARSVERÐLAUN! FRÁ FRAMLEIÐENDUM TEXAS CHAINSAW MASSACRE OG THE AMITYVILLE HORROR MEÐ SOPHIA BUSH ÚR ONE TREE HILL OG SEAN BEAN (NATIONAL TREASURE & LORD OF THE RINGS). MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR UM FERÐALAG TVEGGJA HÁSKÓLANEMA Á ÓNEFNDUM ÞJÓÐVEGI Í USA OG HREMMINGUM ÞEIRRA! ÞESSI ER STÓR... VIÐ MÆLDUM! „FRÁBÆR LEIKUR OG EFTIRMINNILEG MYND!“ - B.S., FRÉTTABLAÐIÐ STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.