Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Blaðsíða 16
miðvikudagur 28. mars 200716 Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
Barcelona gætu
fengið roBBen ódýrt
Barcelona gætu fengið arjen robben
leikmann Chelsea afar ódýrt. Chelsea
vill fá um 20
miljónir evra, um
tvo og hálfan
milljarð króna fyrir
kappan en
samkvæmt nýju
reglum FiFa, þar
sem leikmaður er
hefur verið þrjú ár
hjá sama liðinu og
er undir 28 ára,
getur robben farið fram á 6 milljónir
evra, eða rétt um milljarð. Það eina sem
Börsungar þurfa að gera í sumar er að
borga samning robben en tvö ár eru
eftir af núverandi samningi við
Englandsmeistarana.
given með alltof
marga landsleiki
roy keane, stjóri sunderland og
fyrverandi hetja man utd og Írska
landsliðsins, segir í viðtali við The sun að
shay given landsliðsmarkvörður Íra hafi
leikið alltof marga landsleiki. keane vill
meina að given hafi ekki verðskuldað
byrjunarliðssæti í hverjum einasta
landsleik sem Írar hafi spilað. given
verður leikjahæsti Írinn í kvöld spili
hann á móti slóvakíu.
fjórir sigar duga
alan Pardew stjóri Charlton segir að
fjórir sigrar muni tryggja Charlton áfram
meðal þeirra bestu
í Englandi.
Charlton á átta
leiki eftir í deildinni
og mætir Wigan
um helgina í
sannkölluðum sex
stiga leik. „Eftir
landsleikjahlé
verða sex leikir á
29 dögum. Þetta
verður okkar tímabil. Í síðustu þremur
leikjum höfum náð í sjö stig af níu
mögulegum og lítum vel út,“ sagði
Pardew.
morten olsen
ósáttur við þjóðverja
Landsliðsþjálfari dana morten Olsen er
afar ósáttur við kollega sinn hjá
Þýskalandi
Joachim Loew fyrir
að stilla upp
varaliði í kvöld.
Liðin mætast í
æfingaleik og
sendi Loew átta
sterka leikmenn
heim og tók nýja
og óreynda
leikmenn inn í
staðinn.
„Það var samkomulag að þeir myndu
spila með sitt sterkasta lið. Ég er líka
með menn sem eru að spila í
meistaradeild Evrópu. Hvernig á ég að
útskýra þetta fyrir mínum leikmönnum?
Loew hefði átt að hringja í mig,“ sagði
ósáttur morten Olsen í gær. Philipp
Lahm, Bastian schweinsteiger, Lukas
Podolski, Torsten Frings, Bernd
schneider, Per mertesacker, Jens
Lehmann auk fyrirliðans michael Ballack
voru sendir heim. Þjóðverjar hafa ekki
enn tapað undir stjórn Loew.
mcclaren í enn meiri
vandræðum
steve mcClaren landsliðsþjálfari á ekki
sjö dagana sæla. Hann hefur verið
harðlega
gagnrýndur að
undanförnu og nú
hefur uEFa
staðfest að hann
verði sektaður fyrir
að láta ekki sjá sig
á blaðamanna-
fundi fyrir leikinn
gegn andorra.
mcClaren hélt
óvæntan og óboðaðan fund á
mánudag en lét ekki sjá sig í gær eins
og reglur uEFa gera ráð fyrir. Hann
hefur verið reglulega á síðum blaðanna,
eftir leikinn við Ísrael, þar sem meint
rifrildi hans og Wayne rooney eru
helstu fyrirsagnirnar.
Svíar óttast David Healy
Norður-Írar taka á móti Svíum
í kvöld en þessar þjóðir eru í sama
riðli og við Íslendingar í undan-
keppni EM. Um er að ræða tvö efstu
lið F-riðils, Svíar eru með tólf stig í
efsta sæti og Norður-Írar eru með
tíu stig í öðru sæti.
Lars Lagerbäck, þjálfari Svía, seg-
ist óttast David Healy, sóknarmann
Leeds og norður-írska landsliðsins.
„Healy er stanslaust á hlaupum og
skýtur við hvert tækifæri. Hann er
mjög duglegur. Ef þeir geta munu
Norður-Írar reyna að koma boltan-
um beint til hans. Það er mikilvægt
að Olaf [Mellberg] og strákarnir hafi
góðar gætur á honum og hleypi hon-
um ekki inn fyrir vörnina. Þeir hafa
verið góðir að halda fljótum leik-
mönnum niður,“ sagði Lagerbäck.
David Healy skoraði þrennu í
síðasta leik Norður-Íra, gegn Liecht-
enstein, og hefur skorað 27 mörk í
55 landsleikjum.
Zlatan Ibrahimovic er kominn
í sænska landsliðið á nýjan leik.
Ibrahimovic var rekinn úr sænska
landsliðinu eftir að hafa brotið úti-
vistareglur liðsins fyrir leik Svía og
Liechtensteina í september.
Ibrahimovic segist þó ekkert hafa
gert rangt en bætti því við að hann
beri engan kala til landsliðsþjálfar-
ans og að hann sé einbeittur fyrir
leikinn gegn Norður-Írum.
„Ég tel að ég hafi ekki gert neitt
rangt og ég er bara ánægður að vera
kominn í landsliðið að nýju. Við
erum búnir að horfa á myndband
af Norður-Írum og þeir virðast vera
með mjög gott lið,“ segir Ibrahimov-
ic eftir endurkomuna í landsliðið.
Þeir eru nú þegar búnir að vinna
Spánverja og við vitum að þetta
verður erfiður leikur. Við þurfum að
líta á liðið í heild sinni en við vitum
að David Healy, sem skoraði þrennu
um helgina, er í góðu formi þessa
dagana,“ sagði Ibrahimovic.
Norður-Írar hafa komið mörgum
á óvart til þessa og Lawrie Sanchez,
þjálfari þeirra, dreymir um að kom-
ast með landsliðið í lokakeppni EM.
„Draumurinn er á lífi. Nú eru
væntingarnar aðrar en fyrir þrem-
ur árum. Við eigum möguleika á
að stöðva Svía, sem eru með góða
stöðu í riðlinum. Það væri frábært
að fá eitthvað út úr þessum leik.“
dagur@dv.is
Norður-Írar og Svíar, tvö efstu lið F-riðils, mætast á Windsor Park í Norður-Írlandi:
tvær þrennur david Healy hefur
skorað tvær þrennur í undankeppninni,
gegn spánverjum og Liechtensteinum.
Snæfell jafnaði metin gegn KR með ótrúlegum lokakafla í leik liðanna í gær. martin
thuesen var hetja liðsins og skoraði sigurkörfuna þremur sekúndum fyrir leikslok.
Thuesen hetja Snæfells
Snæfell lék aðeins einn góðan
leikhluta þegar liðin mættust síðast-
liðin sunnudag. Það var því að duga
eða drepast fyrir þá því sagan hefur
ekki verið hliðholl liðum sem lent
hafa 2-0 undir.
Heimamenn buðu uppá glæsi-
lega sýningu fyrir leik þar sem skop-
myndir af leikmönnum var varp-
að uppá vegg. Fyrsti leikhlutinn var
jafn og lítið sem skildi liðin að. Snæ-
fell komst í 11-6 snemma leiks og
voru að taka mörg sóknarfráköst.
Sóknarleikur KR síðustu mínút-
ur fyrsta leikhlutans var slakur og
heimamenn leiddu eftir fyrsta leik-
hlutann með 10 stigum 21-11.
KR-ingar byrjuu annan leikhlut-
ann af krafti og byrjuðu að saxa á
forskot heimamanna. Þeir skoruðu
10 stig í röð og jöfnuðu leikinn með
fínni baráttu og vörn. Tyson Patter-
son leikmaður KR var arkitektinn að
endurkomu gestanna og mataði fé-
laga sína með góðum sendingum.
Þeir komust yfir í fyrsta sinn í
leiknum þegar um fimm mínútur
voru eftir af fyrri hálfleik 29-30 með
körfu frá Darra Hilmarssyni. Barátta
leikmanna undir körfunni var til fyr-
irmyndar og lítið gefið eftir á þeim
vígstöðum. Áfram var leikurinn jafn
og ekki mikið sem skildi liðin að.
Staðan þegar gengið var til búnings-
herbergja var jöfn 41-41.
Munurinn var áfram lítill, þetta
tvö til fimm stig, en þó var varnar-
leikur heimamanna slakur. Hvað
eftir annað var misskilningur á milli
manna og KR-ingar einfaldlega að
spila betri leik og náðu að komast
7 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn
66-59.
Varnarleikur heimamanna var
ekki nægilega góður í upphafi fjórða
leikhlutans og menn ekki að standa
sína plikt. Þó gekk sóknarleikurinn
vel og munurinn hélst í fimm til sjö
stigum sem er lítið í körfubolta eins
og sannaðist.
ótrúlegur lokakafli
Skömmu fyrir leikslok var stað-
an 76-67 fyrir KR. En þá hófst ótrú-
legur kafli í leiknum og leikmenn og
áhorfendur að fara á límingunum.
Í stöðunni 78-76 fyrir KR og innan
við tvær mínútur eftir, fékk Sigurður
Þorvaldsson tvö vítaskot sem hann
hitti ekki úr og héldu margir ef ekki
flestir að leikurinn væri unninn fyr-
ir KR.
Snæfell neitaði þó að gefast upp
og minnkuðu munin jafnt og þétt og
KR-ingar virkuðu hugmyndalaus-
ir. Justin Shouse minnkaði muninn
niður í eitt stig fyrir heimamenn,
83-82 og þakið hreinlega að fara af
þakinu.
Fannar Ólafsson hitti ekki úr
næstu sókn KR, en Jón Jónsson átti
skelfilega sendingu 30 sekúndum
fyrir leikslok fyrir Snæfell og KR
hafði örlögin í hendi sér.
Þeir klúðruðu hins vegar sinni
sókn, misstu boltann útaf sem var
dæmdur til Snæfells við litla hrifn-
ingu KR-inga sem töldu að boltinn
hefði farið í einn Snæfelling.
Heimamenn hófu sókn og þrem-
ur sekúndum fyrir leikslok, skoraði
Martin Thuesen þriggja stiga körfu
85-83 og voru þetta hans fyrstu stig
í leiknum. Benedikt Guðmundsson
þjálfari KR tók leikhlé og lagði fyrir
sína menn að reyna að vinna leik-
inn. Pálmi Sigurgeirsson tók loka-
skotið sem dansaði af körfuhring-
num og staðan í einvíginu því orðin
jöfn 1-1. Liðin mætast aftur Í DHL-
höll Kr-inga á laugardag.
Justin Shouse var stigahæstur
heimamanna með 21 stig, Hlynur
Bæringsson og Sigurður Þorvalds-
son komu næstir með 16. Hjá KR
var Tyson Patterson atkvæðamestur
með 15 stig en Skarphéðinn Inga-
son bætti 14 stigum við.
þetta var ótrúlegt
„Þetta var ótrúlegt miðað við
hvað við vorum ótrúlega lélegir á
köflum,“ sagði Hlynur Bæringsson
í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn
eftir leikinn.
„Ég hefði treyst flestum uppí
stúku til að setja niður skot sem
ég og aðrir vorum ekki að hitta úr.
Vörnin var á tímabili rugl, eins og
við töluðum ekki sama tungumálið.
En við breyttum henni undir restina
og náðum að koma til baka.
Við stefnum að taka þetta 3-1,
töpum með tveimur stigum í Vest-
urbænum með því að spila öm-
urlega þannig við hljótum að geta
spilað sæmilega og unnið þar,“ sagði
Hlynur.
Ég hefði hitt
„Maður er algjörlega orðlaus,“
sagði Benedikt Guðmundsson þjálf-
ari KR í viðtali við Arnar Björnsson
á Sýn.
„Okkur vantar kannski einhvern
sem getur tekið á skarið í sókninni
þegar mikið liggur en varnarlega
vorum við að gera fáránleg mis-
tök. Við áttum að taka þennan leik
fannst mér.“
Arnar spurði Benedikt út í loka-
skotið hjá dananum Thuesen.
„Ég hefði hitt þessu ef ég hefði
staðið þarna svona galopinn. Hver
sem er hefði hitt.
Stríðið heldur áfram, við verðum
bara halda áfram og við ætlum okk-
ur að taka næsta leik.“ benni@dv.is
Hetjan martin Thuesen er hér að klappa
eftir leik.
16 stig sigurður Þorvaldsson barðist allan leikinn. mynd: sTykkisHOLmsPOsTurinn