Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Síða 22
miðvikudagur 28. mars 200722 Lífsstíll DV
LífsstíLL
Byrjendanámskeið í hollustu
Himnesk hollusta stendur fyrir byrjendanámskeiði á mánudag
þar sem sólveig Eiríkdóttir kennir þáttakendum að útbúa ein-
falda, fljótlega og holla grænmetis- og baunarétti, sem og ljúf-
fenga eftirrétti. Námskeiðið kostar 4500 kr og fylgir því máltíð og
uppskriftamappa. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni himn-
eskt.is
Eftirsótt kaffi
úr kattarskít
heitt og kalt
ribena sólberjasafinn er alveg
ómissandi í eldhússkápinn. með því
að blanda honum út í ískalt vatn fæst
frábær svaladrykkur. safinn er ekki
síðri ef hann er blandaður út í heitt
vatn en þannig fæst rjúkandi góður
drykkur. Flaska af ribena er því
kjörin í ferðalagið þar sem hún bæði
svalar og gefur hita í kroppinn.
safinn er líka uppfullur af c-vitamíni
og sykurlaus.
heilsuráð
mcdonalds
Á heimasíðu skyndibitakeðjunnar
mcdonalds gefur einkaþjálfarinn
Bob green viðskiptavinum góð ráð
að réttu matarræði. Ekkert er þar
talað um að sleppa mat frá mcdon-
ald heldur gefin ráð eins og ekki að
borða fyrir framan sjónvarpið og ekki
borða þremur tímum fyrir svefn.
Einnig er hvatt til hreyfingar á borð
við hjólreiðar, sundferðir og
línuskautatúra.
rusl í eldhúsinu
Á mörgum heimilum er eldhúsið sá
staður sem drasl safnast saman. Eina
ráðið við þessu er að vera harður við
sjálfan sig og setja sér reglur á borð
við þær að vaska alltaf upp eftir
hvern einasta málsverð - alveg sama
hversu spennandi efni er í sjónvarp-
inu. Einnig er tilvalið að taka öðru
hvoru til í eldhússkápunum. Þar
leynast oft allskonar box og
eldhúsáhöld sem aldrei eru notuð og
taka bara pláss frá hlutum sem
annars ættu að vera í skápnum.
Kattarkaffi er ein verðmætasta og sjaldgæfasta kaffitegundin í heiminum í dag. Tuttugu
kíló af þessum eðaldrykk komu til landsins í síðustu viku á vegum Te og kaffi. Einn
þriðji af því var drukkinn upp um helgina svo nú fer hver að verða síðastur vilji hann
bragða á dásemdunum.
Ástæða þess að Luwak kattarkaff-
ið er ein verðmætasta og sjaldgæf-
asta kaffitegund í heiminum í dag
liggur í framleiðsluferlinu. Þar koma
Luwak þefkettir mikið við sögu en
vinnslustigið hefst á því að kettirnir
finna þroskuð kaffiber á kaffirunn-
um til að gæða sér á. Inn í berjun-
um er að finna kaffibaunir sem skila
sér í heilu lagi í gegnum meltingar-
veg dýranna og þeim er svo safnað
saman af heimamönnum í Indónes-
íu, þaðan sem kaffið kemur.
„Salan fór alveg ljómandi vel af
stað um helgina og nú þegar er einn
þriðji af birgðunum seldur,“segir
Laufey Sigurðardóttir hjá Te og kaffi.
Aðspurð að því hvort fólk veigri sér
ekkert við því að drekka kaffi sem í
raun er unnið úr kattarskít bendir
hún á að hýði umlyki baunirnar sem
síðan er tekið af þannig að baunirn-
ar sjálfar eru aldrei í beinni snert-
ingu við meltingarveg kattarins.
Baunirnar fara þar að auki í gegn-
um öflugt hreinsikerfi og eru ristað-
ar við 200 gráður. Gaman er líka að
geta þess að mælingar sýna að Luw-
ak kaffi er hreinna og ómengaðra en
sú vara sem fæst með „hefðbundn-
ari“ framleiðsluaðferðum.
Þetta óhefðbundna framleiðslu-
ferli hefur líka áhrif á bragðgæð-
in því við meltingu dýrsins komast
baunirnar í snertingu við ýmis en-
sím sem brjóta niður þau prótein
sem valda beiskjunni sem menn
þekkja í mörgum öðrum kaffiteg-
undum. Einnig skiptir máli að Luw-
ak kötturinn velur sér eingöngu
girnilegustu ber kaffirunnans, það
er að segja þau sem eru hárrétt
þroskuð. Kötturinn er því nákvæm-
ari í tínslunni en venjulegur kaffi-
bóndi. „Þetta kaffi er ekki svona dýrt
af því að það sé endilega besta kaffið
á markaðnum heldur er það vegna
framleiðsluferilsins og hversu sjald-
gæft það er.
Íslendingar hafa nú einstakt
tækifæri til þess að smakka þetta
sérstaka kaffi sem gríðarleg eftir-
spurn er eftir og alls óvíst að við
fáum aftur,“ segir Halldór Guð-
mundsson, brennslumeistari Te og
kaffi. Að hans sögn smakkast kaffið
mjög vel. Það hafi góða fyllingu, sé
milt en á sama tíma kröftugt og laust
við alla beiskju.
„Það er gríðarleg eftirspurn eftir
þessu kaffi og það er selt á mjög fáum
stöðum í heiminum. Sem dæmi má
nefna að á kaffihúsi í Ástralíu er ver-
ið að selja bollann á 50 dollara,“ seg-
ir Halldór og bendir á að þetta kaffi
fari aldrei í neina fjöldaframleiðslu
þar sem það séu kettirnir sem í raun
týni kaffbaunirnar. Í dag er fram-
leiðslan aðeins 200 kíló á ári. Te og
kaffi fékk sendingu upp á 20 kíló af
kaffinu en markaðsverð kílósins er
allt að 1.200 dollarar eða um 80.000
íslenskar krónur.
Á Íslandi kostar bollinn 690 krón-
ur og 100 gramma kaffipakki er seld-
ur 3.990 krónur. Allur ágóði af sölu
kaffisins rennur til Umhyggju, félags
langveikra barna, en kaffið er ein-
ungis fáanlegt á eftirtöldum kaffi-
húsum Te og kaffi: í verslun Saltfé-
lagsins við Grandagarð, í verslun
Eymundsson í Austurstræti, í kaffi-
húsinu Smáralind, í Griffli Skeifunni
og hjá SÁÁ í Efstaleiti. snaefridur@dv..is
Nýtt vikublað, Coffee News, hef-
ur bæst á íslenskan fjölmiðlamark-
að. Um er að ræða einblöðung sem
dreift er vikulega á kaffihús, skyndi-
bita- og veitingastaði og býðst þar
gestum frítt til aflestrar. Blað þetta
sem er nærri 20 ára gamalt kem-
ur út víðsvegar um heiminn, bæði í
Bandaríkjunum, Evrópu og í Afríku
og er án efa vinsælasta kaffihúsablað
heims. Innihald og útlit þess er all-
staðar eins - eina sem er öðruvísi á
milli landa er tungumálið og auglýs-
ingarnar. Að sögn Kára Sigurfinns-
sonar sem sér um íslensku útgáfuna
hefur hinum þrem-
ur tölublöðum sem nú
þegar eru komin út ver-
ið vel tekið á Íslandi. Fólk
taki blaðið með sér heim
eða lesi það á staðnum.
Upphaflega hugmyndin
að blaðinu kemur frá Kan-
ada en þar sá stofnandinn
tækfæri í þeirri staðreynd
að fólk innbyrðir meira
auglýsingamagn áður eða
á meðan það snæðir. Auk
auglýsinga er efni blaðsins
á léttu nótunum og þannig
fær fólki eitthvað skemmtilegt og
auðmelt að lesa með kaffinu eða
á meðan það bíður eftir því að
fá þjónustu á veitingarhúsum.
Í blaðinu er til dæmis að finna
skondnar tilvitnanir, stjörnu-
spá og ýmsan skemmtilegan
fróðleik. Að ógleymdri su-
doku þraut sem tilvalið er
að leysa yfir kaffibollan-
um.
Vinsælasta kaffihúsablað heims
Coffee news komið út á íslensku
Léttmeti með kaffinu
Coffee News er dreift á kaffihús og veitingarstaði.
Það er einungis fáanlegt í reykjavík eins og er.
Pestófiskur
Fljótlegt og gott í kvöldmatinn
Fiskur
pestó (rautt)
steinselja
ostur
Klippiðeðaskeriðsteinseljunasmátt.
Skeriðfiskinníbitaogsetjiðíeldfast
mót.Dreifiðsteinseljunni,pestóinuog
ostinum(rifnumeðasneiddum)ofaná
fiskinn.Setiðí180°Cheitanofnog
bakiðí12-15mínútur.
Lúxuskaffi allur ágóði af kattarkaffinu
rennur til umhyggju. Það fæst meðal
annars hjá griffli í skeifunni sem er nýjasti
kaffibar Te og kaffi, og opnar dyrnar
klukkan 7.30 á morgnana.