Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1985, Side 8

Læknablaðið - 15.10.1985, Side 8
254 LÆKNABLAÐIÐ um miðjan október 1935 og var lengst af takmarkaður við vestri byggð- ina á eynni, en í henni eru 6 bæir. í júní 1935 varð Á.G.son, Sigtiinum (63 ára) lasinn. Hann hafði hita og nijög langvinnan höfuðverk og magnleysi. í ágúsfc fór hann til Húsavíkur, en læknirinn áleit þetta ekki vera taugaveiki. Á. hefir alltaf verið frekar heilsuveill og kvillóttur, í vestri byggðinni eru þrír brunnar, og sækja heimilin vatn sitt í þá. Sæland hefir sérstakan brunn, Baldurshagi, Miðgarður og Sigtiin sækja vatn i svonefndan Útgarðabrunn og Garðshorn I og II í þann þriðja. Einhvern síðustu dagana í septemher 1935 hilaði Útgarða- hrunnurinn, og við hann var ekki gert fvrr en 21. október, og á með- an sótti öll vestri byggðin, að Sæbóli undanskildu, vatn í Garðs- hornsbrunninn. Sá hrunnur er með afbrigðum óþrifalegur. Hann stendur 10—15 skref frá fjárhúshaug í hálfgerðri mýri, að minnsta kosti er þar mjög.blautt í vætum. Frá brunninum eru ca. 50 skref heim að Garðshorni I og II — jafnlangt að báðum og hallar lítið eitt að bi'unninum. Á veturna og seint á haustin er mykja, og þar með saur ílnianna, borin beint á túnið og kring um bæina. Vatnselgurinn hlýtur því að bera mikið af kúamykju og mannasaur ofan í brunn- inn. Þessi leið þykir mér sennilegust fyrir sýkingu í haust er leið, en þá var einmitt mjög blautt um. í brunninn geta á þennan hátt tæp- lega borizt saurindi nema frá Garðshorni I og II. Á tímabilinu frá 12. október til 13. nóvember veiktust 9 manns af taugaveiki, allir á bæjunum, sem sótt höfðu vatn í Garðshornsbrunn- inn, 6 af þeim veiktust fyrstu 13 dagana. í Miðgarði veiktust 4, í Baldurshaga 2 og í Garðshorni I veiktust 3. Hér verður að gera ráð fyrir saineiginlegri smitunaruppsprettu, og bendir allt ótvírætt til Garðshornsbrunnsins. úm mjólkursmitun gat ekki verið að ræða á þessu tímabili. S. J.son lagðist ekki fyrr en 13. nóvember, og er þannig nokkuð langur meðgöngutimi lians, þar eð hann hætti að nota Garðs- hornsbrunninn 21. október. Þetta gæti skýrzt af því, að hann hafði raunverulega verið sjúkur nokkra daga áður en hann lagðist. S. lézt eftir 14 daga legu. — Enn veiktust piltur og stúlka í Miðgarði (1. des. og 18. des.) og stúlka í Baldurshaga (3. des.). Þrjár síðustu sýkingarn- ar eru sennilega smitanir frá sjúklingum, sem þá lágu á heimilunuin. Sjúklingar lágu 2—16. vikur og urðu flestir all þungt haldnir. Þeir síðustu fóru á fætur 8. febrúar. Sennilega má segja að þessum far- aldri sé þar með lokið. Á hvern hátt smitunin hefir borizt í Garðshornsbrunninn er ekki enn ljóst. Helzt virðist tvennt til. Annaðhvort er sýkilberi í vestri byggðinni eða krankleiki Á. G.sonar hefir verið taugaveiki, og hann þá sýkt brunninn. Síðari möguleikinn virðist í fyrstu fremur ósenni- legur. Bær hans, Sigtún, liggur svo langt frá Garðshornsbrunninum, að tæplega er hugsanlegt, að sýklar hafi getað borizt þá leið. Að sjálfs hans sögn, sótti hann vatn í Garðshornsbrunninn aðeins fyrst á tíma- bilinu, sem Útgarðsbrunnurinn var í lagi, og sökkti þá aldrei eigin fötu í brunninn heldur notaði brunnfötuna, eins og aðrir. Náttúr- lega er ekki alveg óhugsandi, að hann kunni að hafa látið frá sér eitthvert sóttmengað efni í nánd við Garðshornsbrunninn, og að það

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.