Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 283 Smásjárskoðun sýndi dæmigerðan vöxt (pagetoid) afbrigðilegra fruma á yfirhúð augnslímhúðar (sjá mynd 3), sem nefndur hefur verið illkynja sortun (cancerous mela- nosis). UMRÆÐA Hnúðlaga (nodular) sortuæxli eru um 25% illkynja sortuæxla í augnslímhúð og eru oft upprunnin í fæðingarblettum (nevi), en 75% sortuæxla í augnslímhúð eru upprunnin í ákominni sortun (primary acquired melano- sis), sem síðar getur þróast í illkynja sortun (1, 2). Sjúklingum með slíka áunna sortun í augnslímhúð þarf að fylgja vel eftir og að taka myndir og sýni reglulega, þar sem um þriðja hvert tilfelli verður að illkynja sortum með 26% dánartíðni og á það síðarnefnda einnig við hnúðlaga sortuæxli (1). Þessi æxli eru algengari hjá konum en körlum, koma álíka oft fyrir í hægra og vinstra auga. Sjúklingar eru oftast 50-60 ára. Ólíkt sortuæxlum í æðu (choroidea), sem dreifast blóðleiðina um líkamann, aðallega til lifrarinnar, dreifast sortuæxli í augnslímhúð aðallega eftir sogæðum, gjarnan fyrst í eitla framan við eyru. Hafa meinvörp fundist í öllum líkamshlutum (1) og allt að 14 árum eftir að upprunalegt æxli var fjarlægt (3). Horfur sjúklinga með illkynja sortuæxli í augnslímhúð eru taldar verri, ef þykkt æxlis er meira en 0,8 mm og ef um er að ræða dæmigerða vaxtarmynd (pagetoid) með af- brigðilegum frumum, miklum fjölda kjarn- deilinga og frábrigðum í sortufrumum, en e.t.v. verstar, ef æxlið er upprunnið í augnslímhúð augnloka (1, 4), en allir þessir þættir eru tengdir aukinni dánartíðni. Horfur eru taldar betri ef æxlið er upp- runnið í slímhúð augnhvels, sem næst glæru- jaðri og einnig ef mikil hnattfrumuíferð er til staðar nærri æxlisvexti. Ef illkynja breytingar hafa orðið i augnslímhúð augnloka og/eða augnhvolfs, er yfirleitt talið rétt, að fjarlægja með skurðaðgerð innihald augntóftar, stundum ásamt hluta af augnloki (5). Sortuæxli á slímhúð augnhvels og glæru- jaðri eru oft geislanæm (6). Flestir augn- læknar hallast þó að því, að fjarlægja þau með skurðaðgerð. Hötundar þakka augnlæknunum Úlfari Þóröarsyni, Pétri Trausiasyni og Heröi Þorleifssyni, sem einnig stunduðu þessa sjúklinga á ýmsum tímum. Mynd 1. Sortuœxli á slimhúð augnloks og illkynja sortun á slimhúð augnhvelis. Mynd 2. iiikynja sortuœxii þekjuiíkri (epitheioid) frutnugerð og íferð hnattfruma (sjá ör). Stœkkað 160 sinnttm. Mynd 3. Illkynja sortun með afbrigðilegum sortu- fruntum alveg út undir yfirborð yfirhúðar augnsiímhúðar (sjá ör).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.