Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1985, Page 63

Læknablaðið - 15.10.1985, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 283 Smásjárskoðun sýndi dæmigerðan vöxt (pagetoid) afbrigðilegra fruma á yfirhúð augnslímhúðar (sjá mynd 3), sem nefndur hefur verið illkynja sortun (cancerous mela- nosis). UMRÆÐA Hnúðlaga (nodular) sortuæxli eru um 25% illkynja sortuæxla í augnslímhúð og eru oft upprunnin í fæðingarblettum (nevi), en 75% sortuæxla í augnslímhúð eru upprunnin í ákominni sortun (primary acquired melano- sis), sem síðar getur þróast í illkynja sortun (1, 2). Sjúklingum með slíka áunna sortun í augnslímhúð þarf að fylgja vel eftir og að taka myndir og sýni reglulega, þar sem um þriðja hvert tilfelli verður að illkynja sortum með 26% dánartíðni og á það síðarnefnda einnig við hnúðlaga sortuæxli (1). Þessi æxli eru algengari hjá konum en körlum, koma álíka oft fyrir í hægra og vinstra auga. Sjúklingar eru oftast 50-60 ára. Ólíkt sortuæxlum í æðu (choroidea), sem dreifast blóðleiðina um líkamann, aðallega til lifrarinnar, dreifast sortuæxli í augnslímhúð aðallega eftir sogæðum, gjarnan fyrst í eitla framan við eyru. Hafa meinvörp fundist í öllum líkamshlutum (1) og allt að 14 árum eftir að upprunalegt æxli var fjarlægt (3). Horfur sjúklinga með illkynja sortuæxli í augnslímhúð eru taldar verri, ef þykkt æxlis er meira en 0,8 mm og ef um er að ræða dæmigerða vaxtarmynd (pagetoid) með af- brigðilegum frumum, miklum fjölda kjarn- deilinga og frábrigðum í sortufrumum, en e.t.v. verstar, ef æxlið er upprunnið í augnslímhúð augnloka (1, 4), en allir þessir þættir eru tengdir aukinni dánartíðni. Horfur eru taldar betri ef æxlið er upp- runnið í slímhúð augnhvels, sem næst glæru- jaðri og einnig ef mikil hnattfrumuíferð er til staðar nærri æxlisvexti. Ef illkynja breytingar hafa orðið i augnslímhúð augnloka og/eða augnhvolfs, er yfirleitt talið rétt, að fjarlægja með skurðaðgerð innihald augntóftar, stundum ásamt hluta af augnloki (5). Sortuæxli á slímhúð augnhvels og glæru- jaðri eru oft geislanæm (6). Flestir augn- læknar hallast þó að því, að fjarlægja þau með skurðaðgerð. Hötundar þakka augnlæknunum Úlfari Þóröarsyni, Pétri Trausiasyni og Heröi Þorleifssyni, sem einnig stunduðu þessa sjúklinga á ýmsum tímum. Mynd 1. Sortuœxli á slimhúð augnloks og illkynja sortun á slimhúð augnhvelis. Mynd 2. iiikynja sortuœxii þekjuiíkri (epitheioid) frutnugerð og íferð hnattfruma (sjá ör). Stœkkað 160 sinnttm. Mynd 3. Illkynja sortun með afbrigðilegum sortu- fruntum alveg út undir yfirborð yfirhúðar augnsiímhúðar (sjá ör).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.