Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1985, Síða 39

Læknablaðið - 15.10.1985, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 269 Mynd 3 sýnir sömuleiðis z-gildi fyrir sam- anburð á meðaltöflum á árlegri minnkun á árangri í áreynslublástursgetuhlutfalli milli efstu og neðstu fimmtunganna. Munurinn á samanburðinum á milli fyrsta og fimmta, fyrsta og fjórða og fyrsta og öðrum fimm- tungnum er tölfræðilega marktækur á 5°/o stigi. í töflu VI er sýnd samsvörunin (correlation matrix) milli mengunarstuðla, reykinga mældra í pakkaárum, og árlegra breytinga á árangri í öndunarmælingunum. Fram kemur að mengunarstuðlarnir hafa samsvörunar- stuðulinn r = 0,212 við árlega breytingu á árangri í áreynslublástursgetuhlutfalli, sem er tölfræðilega marktæk á 5°7o stigi. Reykingar í pakkaárum hafa ekki tölfræðilega marktæka samsvörun við breytingar á árangri í öndunar- mælingunum. Athyglisvert er einnig, að ekki er samsvörun milli reykinga og mengunar- stuðla. UMRÆÐA Þessi rannsókn á starfsmönnum, sem unnið hafa við kísilgúrframleiðslu og gerð er með tilliti til öndunarfæra, bendir til þess, að tengsl séu milli einkenna og hrörnandi starf- semi lungnanna annars vegar og rykmengun- arinnar, sem þeir hafa orðið fyrir hins vegar. Einkenni um langvinnt berkjukvef eru tíðust hjá þeim, sem hafa orðið fyrir mestri mengun. Mengun af þeirri gerð, sem hér um ræðir, virðist því geta valdið langvinnu berkjukvefi á svipaðan hátt og rykmeng- un í kolanámum (11, 12), í gullnámum (13), hjá stálbræðslumönnum (14) og hjá þeim, sem vinna í hrábómullariðnaði (15). Ný ein- kenni um langvinnt berkjukvef koma einungis fram hjá þeim sem reykja. Þetta bendir til þess, að hér sé um samverkun reykinga og ryk- mengunar að ræða. Miklu stærri hóp þeirra, sem ekki reykja, þyrfti til að athuga tengsl rykmengunarinnar og langvinns berkju- kvefs án hugsanlegra áhrifa reykinga. Verk- smiðjan hefur það fáa starfsmenn, að ólík- Iegt er, að nokkurn tíma fáist úr því skor- ið, hver hlutdeild rykmengunarinnar einnar sér er í að framkalla langvinnt berkjukvef. Ekki kom fram, að minnkun á árangri á áreynslulungnarýmd hefði tengsl við þá ryk- mengun, sem menn höfðu orðið fyrir. Öðru gegndi um áreynslublástursgetu og áreynslu- Table VI. Matrix of correlation: a) quintiles of cumu- lated dust exposure, b) pack-years, c) annual changes in FVC, d) annual changes in FEV, „ and e) annual changes in FEV% in a subsample (n = 88; p<0.05 for values of r> 0,207) a b c d c a............... - b.......... -0.036 c.......... -0.069 -0.137 d.......... -0.004 -0.113 0.846 e........... 0.212 0.086 0.057 0.380 blástursgetuhlutfall. Árleg minnkun á blástursgetu og blástursgetuhlutfalli var meiri, þeim mun meiri mengun sem menn höfðuorðið fyrirí fimmtungunum. í athugun- inni á samsvöruninni kemur fram samband milli rykmengunar og minnkunar á blásturs- getuhlutfalli. í erlendum þversniðs- rannsóknum á hópum, sem orðið hafa fyrir rykmengun, virðist mest draga úr blásturs- getuhlutfalli (19). Heilbrigðisyfirvöld hafa áður lýst því yfir, að hætta sé á kísilveiki hjá starfsmönnum (20), en ekkert slíkt tilfelli hefur greinst, enn sem komið er. Hins vegar hefur fundist óvenjulegur fjöldi einstaklinga með sarklíki meðal starfsmanna (21). Mjög hefurdregið úr rykmengun í verksmiðjunni, samkvæmt síð- ustu mengunarmælingum sem gerðar hafa verið, miðað við fyrri mælingar (22, 23, 24). Jafnframt hefur að sjálfsögðu dregið úr hættunni á að upp komi kísilveiki. Hvort þau einkenni frá öndunarfærum og sú hrörnun á blástursgetuhlutfalli, sem fram koma við þessa rannsókn, hafa afgerandi áhrif á al- mennt heilsufar síðar meir eða langlífi þeirra sem orðið hafa fyrir mestri mengun verður ekkert sagt um á þessu stigi. Rétt er einnig að minna á, að ekki hefur enn greinst kísilveiki hjá starfsmönnum og ekki hafa fundist einkenni eða merki byrjandi kísilveiki eða grunsemdir um slíkt. En kísilveiki er yfirleitt hægfara sjúkdómur, sem oft er hægt að sjá þróast smám saman um árabil. Einnig ber að hafa í huga að enginn núverandi starfsmaður er klíniskt talinn vera haldinn lungnasjúk- dómi, sem geri það frá heilsufarssjónarmiði óráðlegt fyrir þann hinn sama að stunda vinnu við verksmiðjuna. Sérstakar þakkir eru færðar starfsmönnum og stjórnendum Kísiliðjunnar h/f fyrir ánægjulegt samstarf. Þá er Ragnheiði Lilju Georgsdóttur og Nönnu Helgu Sigurðardóttur þakkað fyrir vélritun handrits.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.