Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1985, Side 46

Læknablaðið - 15.10.1985, Side 46
274 1985; 71: 274-81 LÆKNABLAÐIÐ Jón G. Jónasson, Bjarki Magnússon, Hrafn Tulinius, Árni Björnsson SORTUÆXLI Á ÍSLANDI 1955-1984 Tilsanj<ur þcssarar greinar cr art lýsa sortu- æxlum, sem ITindist hal'a á Islandi á 30 ára tímahili, 1955-1984, hver aukningin hefur verid hcrlcndis og hvort hún ersambærileg við aukninj>u annars staðar. Kinnij4 verða lítillcga rædd huj’sanlej' tengsl sortuæxla við sólarljós og notkun sólarlampa. INNGANGUR Sortuæxii (melanoma malignum) eru illkynja æxli, sem eiga uppruna sinn í sortufrumum (melanocytes) eða bráfrumum (nevus ceils) og koma adallega fyrir í liúð, en einnig í slimhúðum og augum. Þetta eru þau húðæxli, sem verstar batahorfur ltafa og voru áður talin ólæknandi. Horfur sjúklinganna hafa þó batnað veru- lega á undanförnum árum, en jafnframt hefur þessum æxlum fjölgað að mun víða um heim. Töluvert hefur verið skrifað um þessa fjölgun sortuæxla og reynt hefur verið að kanna hvað orsaki hana. Nýlega hefur verið gerð grein fyrir sortu- æxlum i augum hcr á Íslandi, fyrir tímabilið 1955-1979 (1). EFNI Oíj AÐFERÐIR Upplýsingar um alla sjúklinga, sem greindust með sortuæxli á íslandi 1955-1984, voru fengnar hjá Krabbameinsskránni. Þar eru upplýsingar um fæðingarár, greiningarár og dánarár auk kyns og vefjagreiningarnúmers. Vefjarannsóknarbeiðnir voru lesnar og staðsetning frumæxlis ákvörðuð, þar sem unnt reyndist. Ella voru sjúkraskýrslur sjúklinganna kannaðar. Sýni frá öllum sjúklingunum voru send til Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði við Barónsstíg, nemasýni fráþremursjúklingum, sem greind voru á Rannsóknastofu í meina- fræði við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Allar vefjasneiðar frá sjúklingum með sortuæxli í slímhúðum, í húð eða meinvarp Frá Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstig, Krabba- meinsskránni og lýtalækningadcild Landspítalans. Barst 15/06/- 1985. Samþykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 04/07/1985. frá sortuæxli án þekkts frumæxlis, voru skoðaðar samtímis i tvíhöfðasmásjá af tveim- ur höfundanna (BM og JGJ). Sýnin voru flokkuð með tilliti til smásæs vefjaútlits og Clark’s dýptar (Clark’s level), en Clark’s dýpt er aðferð til þess að meta hversu djúpt æxlisvöxturinn nær niður í húðina. Clark’s dýpl I: Æxlið er aðeins i yfirhúð (in situ). Dýpt 2: Æxlið er vaxið niður fyrir grunnhimnu (membrana basalis) niður i nabbastöku (dermis papillaris). í dýpt 3 er æxlið vaxið niður að nótum nabbastöku og netstöku en í dýpt 5 er vöxturinn kominn niður í húðbeð (tela subcutanea) (2). Þegar þurfa þótti voru sneiðar endurskorn- ar eða sérlitanir fengnar til að skera úr unt vafaatriöi. Misjafnt er hvort þeir, sem rannsaka sortu- æxli, hafi Clark’s dýpt 1 (in situ) með í niðurstöðum. í þessari grein er það gert, enda hafa verið færð l'ram góð rök fyrir að svo beri að gera (3). Varðandi sjúklinga með slimhúðarsortu- æxli, þá var farið yfir sjúkraskýrslur þeirra og athugað hjá hvaö mörgum gerð var aðgerð til lækninga (curative operation). Dánarvottorð þeirra voru athuguð og/eða krufningaskýrsl- ur til þess að kanna úr hverju sjúklingarnir létust. NIDURSTÖÐUR Ahiiennt. Á árunum 1966-1984 var meðalfjöldi íslendinga 201.752 og á þessum árum greindust 255 sortuæxli á landinu, en það eru u.þ.b. 126/100.000 eða 4,2/100.000 á ári. Tafla 1 sýnir staðsetningu sortuæxia í Tafla I. Staðsetning sortuœxla i íslendingum 1955-84. Siaðscming Karlar Konur Alls Húö .... 59 122 181 71% Augu .... 22 17 39 15% Slímhúðir .... 9 16 25 10% Óþekkt frumæxli .... 2 8 10 4% Samtals 92 163 255 100%

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.