Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 137 ur: »Gefst þá öllum læknum, sem sitja þingið, kostur á að bera fram mál frá eigin brjósti og ræða þau mál, sem eru á dagskrá, áður en fulltrúar greiða atkvæði um þau.« Niður falli síðasti málsliður: »1 sambandi við Læknaþing skal einnig haldinn fundur Lífeyrissjóðs lækna.« b. Tillaga frá stjórn L.í. um aukaárgjald á félagsmenn vegna kaupa á íbúð á höfuðborgarsvæðinu á vegum Orlofsheim- ilasjóðs. Taldi starfshópurinn ekki nauðsyn- legt að beita sérstakri skattheimtu í þessu skyni og bar fram breytingartillögu við tillögu stjórnar. Urðu nokkrar umræður um þetta mál. Voru flestir sammála um, að rétt væri að stefna að kaupum á íbúð á höfuðborgarsvæði, en skiptar skoðanir voru á fjármögnun. Breytingartillaga starfs- hópsins var samþykkt með 16 atkvæð- um gegn 2 og hljóðar hún svo: »Að- alfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 23. og 24. september 1985, ítrekar fyrri samþykkt sína um kaup á orlofsibúð í Reykjavík og hvetur Orlofsnefnd til að gan- ga frá þeim kaupum sem fyrst.« c. Tillaga til ályktunar frá stjórn L.R.: »Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn i Reykjavík 23. og 24. september 1985, felur stjórn L.í. að vinna að því að fá viðurkenn ingu fjármálaráðherra á L.í. sem heildar- samtökum lækna til að fara með öll samn- ingamál þeirra.« Engar umræður urðu um þessa ályktun og var hún samþykkt samhljóða. d. Tillaga til ályktunar frá stjórn L.R. varðandi úrsögn L.í. úr B. H. M. Starfshópurinn flutti breytingartillögu, sem var samþykkt samhljóða og hljóðar svo: »Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 23. og 24. september 1985 felur stjórn L.í. að láta fara fram allsherjarat- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna um áframhaldandi aðild félagsins að B.H.M. eða úrsögn úr bandalaginu.« Fyrir starfshópi 2 talaði Atli Dagbjarts- son. a. Tillaga til ályktunar frá stjórn L. í.: »Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í Domus Medica 23. og 24. september 1985 felur stjórn félagsins að setja reglur um birtingu úrskurða Siðanefndar að höfðu samráði við nefndina.« Urðu ekki umræður um þessa tillögu og var hún samþykkt samhljóða. b. Tillaga til ályktunar frá stjórn L. í.: »Aðalfundur Læknafélgs íslands haldinn í Domus Medica 23. og 24. september 1985 heimilar stjórn félagsins að selja sýning- araðilum, fyrirtækjum og einstaklingum tölvuprentaða límmiða með nöfnum og póstföngum lækna. Gerð skal sérstök skrá í þessu skyni. Læknir getur óskað eftir að nafn hans sé ekki í slíkri skrá.« Starfshópurinn efaðist um lagalegan rétt þessarar hugmyndar og taldi, að leita yrði til hvers og eins félagsmanns um samþykki hans. Taldi starfshópurinn, að rétt væri að vísa tillögunni til stjórnar, sem myndi kanna nánar hina lagalegu hlið. Kom fram í umræðu lög um tölvuskráningu og að þetta mál yrði að koma til kasta tölvunefndar. Formaður óskaði eftir að fundurinn tæki afdráttarlausa afstöðu í þessú máli og að tillögunni yrði ekki vísað aftur til stjórnar. Var tillagan síðan samþykkt með 17 at- kvæðum gegn 4. c. Tillaga til ályktunar frá stjórn L. R., þar sem ítrekuð er áskorun aðalfundar L.í. á ísafirði 1984 til menntamálaráðherra um fjöldatakmarkanir í læknadeild. Taldi starfs- hópurinn ekki vænlegt að tala um á- kveðinn fjölda læknanema á ári eins og gert er ráð fyrir í tillögunni, 22. Urðu talsverðar umræður um tillöguna. Var síðan breyting- artillaga starfshópsins samþykkt með 10 at- kvæðum gegn 2 og hljóðar hún svo: »AðaIfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 23. og 24. september 1985 ítrekar áskorun til menntamálaráðherra um, að re- glum um nám í læknadeild Háskóla íslands verði breytt þannig, að ekki verði menntaðir fleiri læknanemar en áætluð læknaþörf gerir ráð fyrir.« d. Tillaga til ályktunar frá stjórn L.R. um starfsemi göngudeilda sjúkrahúsanna. Starfshópurinn lagði til smávægilegar brey- tingar á tillögunni og var hún síðan samþykkt samhljóða svohljóðandi: »Aðal- fundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 23. og 24. september 1985 felur stjórn L.í. að taka upp viðræður við læknaráð stærri sjúkrahúsanna um að halda starfsemi göngudeilda þeirra innan þess ramma, sem læknasamtökin telja eðlilegan.« Fyrir starfshópi 3 talaði Guðmundur I. Eyjólfsson. a. Tillaga til ályktunar frá stjórn L. í.: »Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.