Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 14
122 LÆKNABLAÐIÐ leitaði ég til hans. Þarna stóð ég frammi fyrir stórmerkilegri uppgötvun: Gat hugsazt, að héraðslæknir í afskekktri sveit, hefði orðið fyrstur manna til þess að beita þessu undra- lyfi hér á landi? Árið eftir stóð nefnilega í skýrslum frá Akureyri: »Sjúklingur dó vegna þess að insúlínið kom of seint frá Siglufirði.« Var hugsanlegt að mér hefði yfirsézt? Snorri Páll leit á mig sínum mildu augum og brosti. Jú, hann mundi vel eftir þessum pilti með sykursýkina og siðan bætti hann við: »Pabbi stundaði hann heima hjá okk- ur.« Þetta kvöld sagði Snorri Páll mér tvennt: Annars vegar af lestrarvenjum Snorra Halldórssonar, héraðslæknis í Síðuhéraði og því, hvernig stóð á því, að Snorri eldri og Valtýr Albertsson urðu nær samtímis til að hefja insúlínnotkun hérlendis. Þurfti ég ekki annað en að renna augum um veggi, til þess að sjá, hvaðan Snorri yngri hafði lestrar- venjurnar. Hins vegar sagði hann mér frá meðferð þeirri, sem faðir hans beitti við að lækna fyrrnefndan sykursýkissjúkling. Kom þar fram, að áhugi Snorra Páls á manneld- ismálum hafði vaknað þegar á ung- lingsárum. Snorri Páll var kallaður til starfs í Mann- eldisráði fyrir tólf árum og síðustu níu árin hefur hann verið formaður þess. Vita allir sem til þekkja, að þar hefir oft þurft að sigla krappan sjó, þar sem nauðsynlegt er að taka mið af vísindalegum kennileitum og láta ekki ginnast af þeim bálum sem kreddumenn kynda á ströndinni. Mörg trúnaðarstörf önnur hafa Snorra Páli verið falin af læknasamtökunum, nú síðast formennska í Yfirlæknafélaginu. Hins vegar er hér hvorki staður né stund til frekari upptalninga, né heldur til þess að telja upp öll þau opinber störf önnur, sem Snorra Páli hafa verið falin. Þetta má allt finna í nýlegu Læknatali. Læknirinn og kennarinn hlýtur að vera einn og sami maðurinn. Okkur gleymist hins vegar stundum, að upphafleg merking orðsins doktor er kennari. Þegar meta skal kennarann verður matið ávallt mjög hug- lægt. Fram að þessu hefi ég geta haldið mig við alhæfingar og það sem ég hefi sjálfur séð og sannreynt. Þegar ég nú segi, að áður en ég kom í miðhluta, fór orð af Snorra Páli sem kennara og að í mínum árgangi var samþykkt samhljóða, að hann væri góður kennari, þá veit ég með það sama, að bæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.