Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 50
148 LÆKNABLAÐIÐ almannatryggingalögum er tilvísun heimilis- læknis til sérfræðings skilyrði fyrir greiðslu samlags. Þessu ákvæði hefur þó aldrei verið framfylgt nema að nokkru leyti. Það hefur ekki verið látið gilda um sjúklinga utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Hjá sjúklingum af þessu svæði með bráð veikindi eða sem eru heimilislæknalausir hefur kvittun fyrir komu verið látin nægja. Sérfræðingar hafa um árabil viljað afnám tilvísana, en heimilislæknar viljað halda þeim. Við samning um sérfræðilæknishjálp vorið 1984 fékkst heilbrigðisráðherra til að beita sér fyrir lagasetningu um afnám tilvís- ana í eitt ár til reynslu. Þessi undanþága féll úr gildi vorið 1985, en framkvæmd hefur verið óbreytt. Ákvæði er um það í núgildandi samningi um sér- fræðilæknishjálp, að L.R. geti sagt samn- ingnum upp fyrirvaralaust, verði breyting á framkvæmd hans af hálfu hins opinbera. Heimilis- og heilsugæzlulæknar spáðu minnkandi upplýsingaflæði frá sérfræðing- um við afnám tilvísanaskyldu og hefur því miður sú orðið raunin. T.R. er vel kunnugt um ágreining heim- ilislækna og sérfræðinga vegna þessa máls og reynir að nýta sér hann. Það er hagsmunamál allra lækna, að þessi ágreiningur sé jafnaður innan eigin samtaka. Enginn vafi leikur á upplýsingaskyldu sérfræðinga. í grein III, 2 í Codex Ethiccus segir: »Sérmenntaður læknir skal að lokinni rannsókn eða meðferð láta heimilislækni og tilvísandi lækni í té skýrslu um rannsóknir sínar og meðferð.« í samningi um sérfræðilæknishjálp frá 24. mai 1985 segir svo: »Þegar sérfræðingur hefur lokið rannsókn sinni eða aðgerð á sjúklingi, skal hann senda heimilislækni hans eða heilsugæzlustöð skýrslu um niðurstöður rannsókna, aðgerðir eða annað, sem skiptir máli, þ.á m. leið- beiningar um framhaldsstundun eða eftirlit.« Stjórn L.R. hefur talið eitt sitt brýnasta verkefni að jafna þann ágreining, sem ríkt hefur innan félagsins varðandi þetta mál. Fyrir þrem árum var skipuð nefnd heim- ilislækna og sérfræðinga, sem náði sam- komulagi, en tillögur hennar fengu ekki stuðning innan F.Í.H. Önnur nefnd var skipuð í febrúar 1985 og náði samkomulagi um tillögur líkar þeim, sem kynntar voru á almennum fundi í L.R. 19. febrúar sl. T.R. vildi vera með um hönnun samskiptaeyðu- blaða, en ýmissa hluta vegna dróst fram- kvæmd úr hömlu. Fyrir skömmu mynduðu þeir Sverrir Bergmann, Lúðvík Ólafsson og formaður L.R. nefnd, sem kynnti nýtt form samskipta á fundi í L.R. 19. febrúar. Var annars vegar um að ræða eyðublað, sem sameinar reikn- ing sérfræðings og stutt var til heimilislæ- knis. Einnig var kynnt samskiptaeyðublað, sem notað hefur verið á heilsugæzlustöðinni í Fossvogi og inniheldur upplýsingar frá heim- ilislækni og svar frá sérfræðingi. Hönnun eyðublaða verður í samvinnu við T.R. Tillögum þessum hefur verið vel tekið af heimilislæknum og sérfræðingum og lausn þessa vanda vonandi í sjónmáli. ÚTGÁFUSTARFSEMI Lœknablaðið og Fréttabréf lækna hafa verið með hefðbundnum hætti. Guðjón Magnús- son hætti í ritstjórn Læknablaðsins að eigin ósk. Jóhannes Tómasson lét af störfum sem ritstjóri Fréttabréf lækna, en er áfram í hálfu starfi sem ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins. Birna Þórðardóttir hefur tekið við starfi sem ritstjóri Fréttabréfs lækna. Handbók lækna er væntanleg í haust og Ritskrá lækna er enn í undirbúningi. Stofnaður hefur verið Orðabókarsjóður L.í. og L.R. Stjórn hans skipa: Stefán Hilmarsson bankastjóri, formaður, Erling Edwald lyfsölustjóri, Magnús Jóhannsson læknir, Snorri Páll Snorrason læknir og Tómas Á. Jónasson læknir. Starfsmaður Orðabókar lækna er Magnus Snædal cand.mag. Saga L.R. Örn Smári Arnaldsson hefur tekið að sér ritstjórn á sögu L.R., sem stofnað var 18. október 1909. Ætlunin var að gefa út sögu félagsins á árinu 1985, en ýmissa hluta vegna hefur þetta dregist. Ýmsar blikur eru á lofti. Mjög mun fjölga í stéttinni á næstu árum. Meira ríður á en nokkru sinni fyrr, að læknar standi saman og leysi ágreiningsmál sín innan eigin sam- taka. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. (K.B.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.