Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 37-44 37 Þóroddur Jónasson LÆKNABLAÐ GUÐMUNDAR HANNESSONAR Að ósk ritstjórnar Læknablaðsins hef ég fest á blað nokkrar athuganir mínar og þanka um rit það, sem almennt er kallað »Læknablað Guðmundar Hannessonar 1902-1904«, og var fyrsta læknablað á íslandi. Á titilblaði þess stendur: »Læknablaðið. 1902. Gefið út af læknum Norðan- og Austan-amtsins. Ritstjóri: Guðmundur Hannesson.« Þrátt fyrir tímasetninguna »1902« stendur á fyrsta tölublaðinu: »1. nóvember 1901«. Blöðin eru síðan merkt á sama hátt, það síðasta »október 1904«. Blaðið kom sem sé út í þrjú ár, frá hausti 1901 til hausts 1904. Beinar tilvitnanir og ábendingar um blaðsíðutöl hér á eftir munu merktar með blaðsíðutali og útgáfuári á sama hátt og Guðmundur Hannesson gerir það. Blaðið sjálft mun verða skammstafað Lbl. og nafn Guðmundar Hannessonar G.H. Þó að á titilblaði standi að G.H. sé »ritstjóri«, þá var hann miklu meira. Hann var í raun og veru allt í öllu við útgáfu blaðsins, eins og síðar mun rætt verða. »Læknablað Guðmundar Hannessonar« var upphaflega hektograferað í 20 eintökum eftir frumriti, sem G.H. skrifaði allt með eigin hendi. Það var síðan ljósritað á vegum L.í. 1966 á aldarafmæli Guðmundar Hannessonar. Ég hef notað jöfnum höndum hektograferað eintak og ljósritið. Umhverfi Árið 1901 töldust íslendingar vera 77.290. Af þeim bjuggu 29.926 í Norðan- og Austan-amtinu, þ.e. á svæðinu frá Hrútafjarðará að Skeiðarársandi. Meðal þeirra voru 17 læknar, allt skipaðir héraðslæknar. Vegalengd milli þeirra, sem gátu talizt útverðir þessa hóps, læknanna á Hvammstanga og á Borgum í Hornafirði, var 1.250 kílómetrar, ef farin skyldi styzta leið og þó komið við hjá þeim öllum. Fleira skapaði einangrun en vegalengdin ein. Sími var að sjálfsögðu enginn, póstferðir strjálar. Á öllu svæðinu voru aðeins þrjár brýr yfir stærri vatnsföll: Brúin yfir Jökulsá á Dal undan Fossvöllum, yfir Skjálfandafljót neðan við Goðafoss og yfir Blöndu við Blönduós. Sjúkraskýli var á einkaheimili á Sauðárkróki frá 1895. Sjúkrahús var á Akureyri frá 1873, upphaflega fyrir 8 sjúklinga, en 1899 var það flutt í nýtt hús og gat það hýst 12-16 sjúklinga. Á Seyðisfirði var hafinn rekstur sjúkrahúss fyrir 10 sjúklinga um aldamótin 1900. Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði gat tekið við 6 sjúklingum frá 1897 og nýr spítali fyrir 17 sjúklinga var fullgerður þar 1904. Alls höfðu því þessir læknar yfir liðlega 30 sjúkrarúmum að ráða. Apótek voru á Akureyri og á Seyðisfirði, en annars staðar var lyfjasala í höndum lækna. Þrír þessara lækna höfðu tekið próf frá Háskólanum í Kaupmannahöfn en fjórtán við Læknaskólann i Reykjavík. Allir nema einn höfðu lokið þeirri skyldu að vera á fæðingarstofnun í Danmörku að loknu prófi. Flestir höfðu verið lengur og víðar á sjúkrahúsum erlendis, en þó var aðeins einn, sem hafði varið til þess meira en einu ári. Eitt vekur sérstaka athygli þegar þessi hópur er athugaður: Þetta voru ungir menn. Sá elzti stóð á fimmtugu, aðeins fjórir höfðu losað fertugt og þrír voru ekki orðnir þrítugir. Meðalaldur þeirra var þrjátíu og fjögur ár, þegar þeir fengu í hendur fyrsta blað Lbl. í nóvember 1901 og lásu ávarp Guðmundar Hannessonar: »Stéttarbræður mínir! Ykkur, sem búið í einveru og einstæðingshætti eins og ég, sem hittið sjaldan kollega og sízt nema í svip, verðið einir að ráða fram úr öllu og verðið einir að bera áhyggjurnar,- ykkur sendi ég þennan blaðsnepil, sem nokkurskonar fyrirrennara íslenzks læknablaðs, sem betur sé úr garði gjört. Ég gjöri þetta af því mér leiðist þessi einstæðingsháttur og þykist vita að svo muni fleirum finnast, en hygg að blaðið geti, ef til vill, bætt lítið eitt úr honum, þó ófullkomið sé.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.