Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 65 Lungnaslasgæðarþrýstingur (pulmonary artery pressure, PAP) í slagbili og hlébili og meðalþrýstingur. Miðlægur bláæðaþrýstingur (central venous pressure, CVP), lungnaslagæðarfleygþrýstingur (pulmonary artery wedge pressure, PAWP) og hjartaútfall (cardiac output). NIÐURSTÖÐUR Engar alvarlegar hjartsláttartruflanir komu fyrir meðan á innlagningu stóð. í engu tilvika þurfti að hætta við innlagningu og enginn dó meðan á því stóð. Meðaltími æðaleggs í sjúklingi var 2,5 dagar (1-4 dagar). Þrettán sjúklingum batnaði vel, en sex sjúklingar létust innan þriggja vikna eftir innlagningu æðaleggs. Af þessum sex sjúklingum létust þrír meðan þeir höfðu æðalegg ennþá í sér. Krufning sýndi að dauðaorsök hjá þessum þremur sjúklingum var hjartabrestur (ruptura cordis). Af hinum þremur lést einn á gjörgæsludeild en hann hafði alvarlega heilasköddun og tveir síðar í legunni á lyflækningadeild vegna óafturkræfs sleglatifs (fibrillatio ventriculorum). Hjá þeim sjúklingum, sem lifðu lengur en þrjár vikur, sást oftar hagstæðara samband milli hlutfallslegs hjartaútfalls og lungnaháræðafleygþrýstings en hjá hinum sem létust. Sjúklingunum virtist vegna þeim mun betur því lægri sem lungnaháræðafleygþrýstingurinn var, og þvi hærra sem hlutfallslegt hjartaútfall var, sjá myndina. Einu skakkaföllin, sem urðu við þessa mælingaraðferð, voru að æðaleggsbelgur sprakk í tveimur tilvikum. í bæði skiptin var um að ræða endursótthreinsaða slagæðaleggi. Sjúklingunum varð ekki meint af þessu. UMRÆÐA Vitað er að mikilvæg vitneskja fæst um blóðrásarástand bráðveikra hjartasjúklinga, ef niðurstöður lungnaslagæðarþræðingar eru túlkaðar af kunnáttu. Þetta getur m.a. leitt til markvissari notkunar ýmissa hjartalyfja. Svo virðist, sem aðferðin sjálf bæti ekki horfur sjúklinga. Engu að síður getur sú vitneskja, sem fæst við mælingarnar, skipt sköpum í einstökum tilvikum (2). Rannsókn okkar var ekki gerð til að meta árangur meðferðar, en okkur þótti auðveldara að taka ákvarðanir um gjöf ýmissa lyfja hjá þessum bráðveiku sjúklingum með Lungnahárædarfleygþrýstingur mm Hg Mynd 1. Hlutfallslegt hjartaútfall l/m:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.