Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1987, Side 47

Læknablaðið - 15.02.1987, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 65 Lungnaslasgæðarþrýstingur (pulmonary artery pressure, PAP) í slagbili og hlébili og meðalþrýstingur. Miðlægur bláæðaþrýstingur (central venous pressure, CVP), lungnaslagæðarfleygþrýstingur (pulmonary artery wedge pressure, PAWP) og hjartaútfall (cardiac output). NIÐURSTÖÐUR Engar alvarlegar hjartsláttartruflanir komu fyrir meðan á innlagningu stóð. í engu tilvika þurfti að hætta við innlagningu og enginn dó meðan á því stóð. Meðaltími æðaleggs í sjúklingi var 2,5 dagar (1-4 dagar). Þrettán sjúklingum batnaði vel, en sex sjúklingar létust innan þriggja vikna eftir innlagningu æðaleggs. Af þessum sex sjúklingum létust þrír meðan þeir höfðu æðalegg ennþá í sér. Krufning sýndi að dauðaorsök hjá þessum þremur sjúklingum var hjartabrestur (ruptura cordis). Af hinum þremur lést einn á gjörgæsludeild en hann hafði alvarlega heilasköddun og tveir síðar í legunni á lyflækningadeild vegna óafturkræfs sleglatifs (fibrillatio ventriculorum). Hjá þeim sjúklingum, sem lifðu lengur en þrjár vikur, sást oftar hagstæðara samband milli hlutfallslegs hjartaútfalls og lungnaháræðafleygþrýstings en hjá hinum sem létust. Sjúklingunum virtist vegna þeim mun betur því lægri sem lungnaháræðafleygþrýstingurinn var, og þvi hærra sem hlutfallslegt hjartaútfall var, sjá myndina. Einu skakkaföllin, sem urðu við þessa mælingaraðferð, voru að æðaleggsbelgur sprakk í tveimur tilvikum. í bæði skiptin var um að ræða endursótthreinsaða slagæðaleggi. Sjúklingunum varð ekki meint af þessu. UMRÆÐA Vitað er að mikilvæg vitneskja fæst um blóðrásarástand bráðveikra hjartasjúklinga, ef niðurstöður lungnaslagæðarþræðingar eru túlkaðar af kunnáttu. Þetta getur m.a. leitt til markvissari notkunar ýmissa hjartalyfja. Svo virðist, sem aðferðin sjálf bæti ekki horfur sjúklinga. Engu að síður getur sú vitneskja, sem fæst við mælingarnar, skipt sköpum í einstökum tilvikum (2). Rannsókn okkar var ekki gerð til að meta árangur meðferðar, en okkur þótti auðveldara að taka ákvarðanir um gjöf ýmissa lyfja hjá þessum bráðveiku sjúklingum með Lungnahárædarfleygþrýstingur mm Hg Mynd 1. Hlutfallslegt hjartaútfall l/m:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.