Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 63 hættu og óhagræði. Vanalega fjalla siðfræðilegar umsagnarnefndir því bæði um vísindalegar og siðfræðilegar hliðar málsins. Komist umsagnarnefnd að því, að rannsóknartillaga sé vísindalega rétt, fjallar hún síðan um það, hvort nokkur þekkt eða hugsanleg hætta fyrir þátttakendur verði réttlætt af væntanlegum ábata og sé svo, hvort fullnægjandi sé sú aðferð sem lagt er til að beitt verði við að afla formlegs samþykkis byggðu á vitneskju« (1). Þörf er siðfræðilegrar umsagnarnefndar Vitað er, að til eru siðfræðilegar umsagnarnefndir á heilbrigðisstofnunum hérlendis. Hins vegar hefir ennþá ekki lánast að koma upp slíkri nefnd á landsvísu og þaðan af síður hefir verið gerð tilraun til þess að fá grunnatriði Helsinki-yfirlýsingarinnar og Viðmiðunarreglur CIOMS staðfest formlega hér á landi. Ég tel að tímabært sé, að betri skipan verði komið á þessi mál en nú er, meðal annars af eftirtöldum ástæðum: Framfarir í læknisfræði hvíla á rannsóknum sem að einhverju leyti hljóta að fela í sér tilraunir á mönnum. (2) Þessar framfarir hafa ávallt byggst á því, að almenningur treystir þeim, sem gera rannsóknir á mönnum. Því trausti verður því aðeins við haldið, að almenningur geti reitt sig á, að slíkar rannsóknir séu háðar strangri siðfræðilegri athugun og að beitt sé ströngum sjálfsaga (4). Vaxandi umsvif á þessum sviðum hérlendis, samfara auknu peningastreymi, meðal annars erlendis frá (externally sponsored research)(l), sem felur í sér enn nýjar hættur gera að verkum, að þessi mál verður að ræða ítarlega. Læknablaðið vill fyrir sitt leyti stuðla að umræðu, sem gæti ef til vill leitt til bráðnauðsynlegra úrbóta, með því að gefa út á næstunni Handbók um siðamál lcekna, þar sem meðal annars efnis verður að finna nýjustu útgáfu Helsinki II, svo og Viðmiðunarreglur CIOMS í íslenzkri þýðingu. í samræmi við ofanritað hefir ritstjórn einnig samþykkt að leggja áherzlu á þetta mál með því að minna á, að greinar sem fjalla um rannsóknir á mönnum, verða ekki teknar til birtingar í blaðinu komi í ljós, að rannsóknin er ekki í samræmi við grunnatriði Helsinki II og Viðmiðunarreglur TILVITNANIR 1. Council for International Organizations of Medical Sciences. Proposed international guidelines for biomedical research involving human subjects. Géneve: CIOMS, 1982. 2. World Medical Association. Declaration of Helsinki. Helsinki: 1964/Tokyo: 1975/Venezia. 1983: - Géneve. WMA, 1983. 3. Rekommendationer for den Centrale Videnskabsetiske Komité. Birt í: Andersen D, Mobeck CE, Riis P. Eds. Medisinsk Etik. Köbehavn: F.a.d.l.’s Forlag, 1985. 4. British Medical Association. Handbook of Medical Ethics. London: BMA, 1984.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.