Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 18
48 LÆKNABLAÐIÐ Tafla III. Ryan-flok/cun slegiltakttruflana fyrir og á dísópýramíðmeðferð. Númer sjúklings Fyrir meðferð Á meðferð í i i 2 i 0 3 iv„ IV* 4 ivB iv* 5 IVB IVB 6 IVB IV, 7 IV. IV* 8 IVB IV* 9 I I 10 IVA IV, Ryan flokkun (24): 0: Ekkert aukaslag frá sleglum. I: Einstaka aukaslög frá sleglum. II: ^30 slegilaukaslög/klst, en ekki flókin eða marghátta. III: Marghátta aukaslög (Multifocal) frá sleglum. IVA: Tvö samhliða aukaslög frá sleglum (hraðis: 120/mín) (Couplets). IVB: ^Þrjú samliða aukaslög frá sleglum (hraði^ 120/mín) (VT). tóku lyfið. Þrír af tíu fengu vægar aðlögunartruflanir frá augum, sem einnig fóru minnkandi. Einn sjúklingur fékk þvagteppu á sjöunda degi meðferðar, en hann hafði þekkta blöðruhálskirtilsstækkun. EFNISSKIL Engum dylst lengur, að tilvist flókinna og margháttaðra slegiltakttruflana, sérstaklega VT, hefur mikið forspárgildi fyrir lífslíkur sjúklinga með HCM (4, 5, 6). Með því að stöðva þær að mestu, virðist vera hægt að auka lífslíkur þessa sjúklingahóps (15). Samkvæmt þessari rannsókn hefur dísópýramíðmeðferð um munn, veruleg áhrif á slegiltakttruflanir hjá sjúklingum með HCM. Hún dregur úr heildartíðni þeirra um 60% (p<0,01), auk þess sem hún stöðvar VT í fjórum af sex sjúklingum (66%) og minnkar heildartíðni VT um tæp 80%, (p<0,05). Einnig fækkar mjög öðrum flóknum og margháttuðum slegiltakttruflunum, m.a. tveim samhliða aukaslögum frá sleglum, þó án þess að tölfræðilega marktækt sé, (p>0,05). Ekki liggja neinar rannsóknir fyrir um það, hve mikið gildi það hefur fyrir langtímahorfur sjúklinga með HCM, að fækka einungis aukaslögum frá sleglum. Þó virðast mjög tíðar slegiltakttruflanir vera sjálfstæður áhættuþáttur hjá þessum hópi sjúklinga (5), og því nokkrar líkur á, að fækkun þeirra sé til góðs. Það er þó meira um vert, að dísópýramíð virðist hafa umtalsverð áhrif á VT, sem er sá áhættuþáttur HCM sjúklinga, sem hefur hvað mest forspárgildi um dánartíðni, ekki síst skyndidauða (4-6). Þessi áhrif lyfsins gefa því tilefni til þess að ætla, að notkun þess geti bætt langtímahorfur sjúklinga með HCM og illkynja slegiltakttruflanir. Það veldur nokkrum vonbrigðum, að meðferðin breytir ekki mikið eðli þeirra takttruflana sem fyrir voru, þótt þeim fækki öllum. Þannig hafa sex af sjö sjúklingum áfram flóknar og margháttaðar slegiltakttruflanir, sem þeir höfðu fyrir meðferð. Allir, sem losnuðu við VT, höfðu áfram marghátta aukaslög og nokkur samhliða aukaslög frá sleglum, en sú samsetning hefur sýnt sig í sumum rannsóknum (5), að vera umtalsverður áhættuþáttur, þótt öllum beri ekki saman um það (6). Rannsóknin leiðir hvorki í ljós, að dísópýramíð breyti lífslíkum sjúklinga með HCM né hvort lyfið sé eins gott, betra eða verra en amíódarón við meðferð á hjartsláttartruflunum hjá sjúklingum með HCM. Mun stærri sjúklingahóp þarf til að sýna fram á þetta. Dísópýramíð hefur ýmis heppileg áhrif á blóðrásina hjá sjúklingum með HCM (22) og er því líklegast heppilegt lyf til notkunar hjá sjúklingum sem ekki geta notað amíódarón. ÞAKKARORÐ Við viljum þakka deildarmeinatæknum hjartadeildar Landspítalans, riturum lyflækningadeildar Landspítalans, Guðmundi Þorgeirssyni og Kristjáni Eyjólfssyni hjartasérfræðingum fyrir veitta aðstoð við framkvæmd rannsóknarinnar. Einnig þökkum við Þórði Harðarsyni prófessor fyrir leiðsögn við úrvinnslu gagna og ábendingar hans við gerð greinarinnar. SUMMARY Oral disopyramid reduces ventricular arrhythmias in patients with hypertrophic cardiomyopathy (HCM): Amiodarone has been shown to reduce the incidence of
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.