Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 61 blóðrauði og sökk og gerð þvagskoðun með strimlum (dýfupróf), en meinefnafræðirannsóknir voru næstum eingöngu gerðar á sjúkrahúsum. Sjúkrahúsin á landsbyggðinni gerðu algengari blóðmeina- og meinefnafræðirannsóknir, en sýni til flóknari rannsókna voru send á stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Svörin benda til, að samskiptin við þau gangi vel eða allvel, þó að greinilega sé hægt að bæta þau enn. Tafla IV. Fjöldi og verð mœlinga alls og á ibúa á ári. Verð miðast við september 1986. Mælingar Kostnaöur Mælingar Verö alls á á alls í krónum íbúa/ári íbúa/ári Blóð- meinafræði 667.000 122.560.000 2.9 533 Mein- efnafræði 619.000 264.730.000 2.7 1.155 Aðrar mælingar 137.000 36.770.000 0.6 160 Samtals 1.423.000 424.060.000 6.2 1.848 Tafla V. Heildarfjöldi bakteríurœktana. Sýkladeild Landspítalans 51.540 (74%) Sýkladeild Borgarspítalans .. . 6.292 (9%) Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 6.366 (9%) 64.202 (92%) Sjúkrahús Akraness . Fjórðungssjúkrahúsið 3.205 á Neskaupstað Sjúkrahúsið á 136 Húsavík 377 Sjúkrahúsið á ísafirði Sjúkrahús 475 Suðurlands Sjúkrahúsið 126 Stykkishólmi Sjúkrahúsið í 430 Vestmannaeyjum.... 489 5.283 (8%) Samtals 69.483 (100%) Alls gerðu þeir aðilar sem svöruðu 1.423.000 rannsóknir á árinu 1982 og gera má ráð fyrir að þetta hafi verið vel yfir 90*% rannsókna, sem gerðar voru á landinu, í þessum greinum það árið. Það svarar til að 6.5 til 7 rannsóknir hafi verið gerðar á ibúa á ári. Samanburður við önnur lönd er áhugaverður, en erfiður, því að ekki er öruggt, að fylgt sé sömu reglum við talningu. Árið 1980 voru gerðar um 6 rannsóknir á íbúa í Noregi (1), og talið er að árið 1983 hafi verið gerðar 7 til 8 rannsóknir á íbúa í Danmörku og Svíþjóð og 11 í Finnlandi (2). Á árinu 1980 (1) var reiknað með 27 rannsóknum á íbúa á ári í Bandaríkjunum. Líkur eru á að á Norðurlöndunum sé talningin svipuð, en vera má að mismunandi talning geti að nokkru skýrt muninn á milli Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Lítill vafi leikur þó á því að bandarískir læknar beita meira rannsóknum en starfsbræður þeirra á Norðurlöndunum. Samkvæmt gjaldskrá L.R. í september 1986 hefðu allar rannsóknir, sem gerðar voru á landinu í klíniskri efnafræði kostað um 420 milljónir króna. Gjaldskráin fyrir bakteríurannsóknir er út í hött og hefur ekki verið notuð. Því er ekki reynt að meta kostnað við þær rannsóknir. Hátt í 200 manns höfðu vinnu við framkvæmd þessara rannsókna. Meirihluti rannsóknanna er gerður undir eftirliti sérfræðinga, eða um 70% blóðmeinafræðirannsókna, nálægt 80% meinefnafræði- og tæplega 50% þvagrannsókna og yfir 90% bakteríurannsókna. Alllangt er síðan þessi könnun var gerð og sem fyrr segir, má búast við að aðstæður hafi breyst, en ástæða er til að birta þessar niðurstöður nú með tilliti til þess að fyrirhugað er að gera aðra könnun á næsta ári. TILVÍSANIR 1. Klinisk-kjemisk og hematologisk-analytisk service i Norge, J.H. Stömme, Tidskr. for Den norske lægeforening nr. 14 1982, 102, 816-19. 2. Kom fram í umræðum á: Primærvardens kliniske kemi, nordisk nordisk arbejdskonference 29.-30. október 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.