Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 45-9 45 Helgi Óskarsson, Árni Kristinsson ÁHRIF DÍSÓPÝRAMÍÐS UM MUNN Á SLEGILTAKTTRUFLANIR í SJÚKLINGUM MEÐ HJARTAVÖÐVASJÚKDÓM INNGANGUR Flestir sjúklingar með hjartavöðvasjúkdóm (hypertrophic cardiomyopathy, HCM), hafa tíðar slegiltakttruflanir, sem í allt að 50-60% tilvika eru flóknar (complex) og margháttaðar (multifocal) og 20-30% sjúklinga hafa eina eða fleiri runur af slegilhraðtakti (ventricular tachycardy, VT) á 24-72 klukkustunda hjartasíriti (1-6). Tilvist slíkra illkynja hjartsláttartruflana, sérstaklega VT, hjá sjúklingum með HCM, þrefaldar árlega dánartíðni þeirra eða úr u.þ.b. 3% í rúmlega 8% (5-9). Þær auka einnig verulega hættu á skyndidauða (5-6,10), en þannig deyja um 50-60% þessara sjúklinga (9). HCM fylgir einnig oft truflun á starfsemi slegils í hlébili (díastólu) (11) og stundum útrennslishindrun frá vinstra slegli í slagbili (sýstólu) (12-14). Þetta getur haft veruleg áhrif á blóðrás sjúklinganna, með skertu áreynsluþoli, hjartaverk, hjartabilunareinkennum, yfirliði og jafnvel skyndidauða. Lyfið amíódarón kemur að verulegu leyti í veg fyrir slegiltakttruflanir hjá sjúklingum með HCM og virðist með því auka lífslíkur þeirra (15-17). Það hefur hins vegar ekki marktæk áhrif á starfsemi slegils í hlébili eða slagbili (18). Það hefur umtalsverðar aukaverkanir, sumar alvarlegar (19), sem er ókostur, þar sem allstór hluti HCM sjúklinga með illkynja takttruflanir er ungt og oft einkennalaust fólk (4-6,20). Lyfið dísópýramíð hefur einnig hamlandi áhrif á slegiltakttruflanir í ýmsum hjartasjúkdómum (21), en þau áhrif hafa þó lítið verið könnuð sérstaklega hvað varðar HCM. Auk þess hefur það heppileg áhrif á hjarta og blóðrás HCM sjúklinga, dregur úr einkennum þeirra og eykur áreynsluþol (22), e.t.v. á svipaðan hátt og kalsíumhamlandi lyf (23). Alvarlegar aukaverkanir af dísópýramíði eru fátíðar, en nokkuð ber þó á andkólínergum áhrifum (21). Frá lyflækningadeild Landspítalans. Barst 09/07/1986. Samþykkt 20/10/1986. Tilgangur þessarar rannsóknar var því sá að athuga betur áhrif dísópýramíðs um munn á slegiltakttruflanir í HCM og kanna þannig hvort þau áhrif, ásamt öðrum jákvæðum eiginleikum lyfsins, geri það eftirsóknarvert í meðferð sjúklinga með HCM. AÐFERÐIR Þeir sjúklingar, sem þátt tóku í rannsókninni þurftu að hafa þekkta HCM, hafa verið án amíódarónmeðferðar í a.m.k. eitt ár og verið án annarra lyfja með áhrifum á hjarta og blóðrás í a.m.k. 10 daga áður en rannsóknin hófst. Þessi skilyrði þrengdu nokkuð þann hóp, sem til greina kom, þar sem annars vegar eru allmargir sjúklingar með HCM á íslandi komnir á amíódarónmeðferð og hins vegar er allstór hópur þeirra, sem ekki þótti verjandi að taka af allri meðferð í svo langan tíma. Að uppfylltum ofangreindum skilyrðum fengust samtals 10 sjúklingar til þátttöku í rannsókninni. í upphafi var tekin sjúkrasaga og framkvæmd almenn skoðun. Allir voru skoðaðir í tvívíddar (General Electrics, Pass C) og einvíddar hjartaómsjá (Picker view system 8C), til staðfestingar á greiningu og til mælingar á þykkt sleglaskilveggs og bakveggs vinstri slegils, en þær voru gerðar í hæð við fjærhluta míturloku. Athugaður var blóðhagur sjúklinga og mælt natríum, kalíum, kalsíum, magnesíum og kreatínín. Tekið var 12 leiðslu hjartalínurit i hvíld. Eftir þetta var gerð 48 klst. hjartasíritun á öllum sjúklingunum (með Tracker Reynoulds Medical). Síðan var hafin meðferð um munn, með dísópýramíði 200 mg á átta klst. fresti. Á fimmta degi meðferðar var endurtekin skoðun, hjartalínurit og spurt um almenna líðan og aukaverkanir. Eftir það var endurtekin 48 klst. hjartasíritun á sömu meðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.