Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Síða 15

Læknablaðið - 15.02.1987, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 45-9 45 Helgi Óskarsson, Árni Kristinsson ÁHRIF DÍSÓPÝRAMÍÐS UM MUNN Á SLEGILTAKTTRUFLANIR í SJÚKLINGUM MEÐ HJARTAVÖÐVASJÚKDÓM INNGANGUR Flestir sjúklingar með hjartavöðvasjúkdóm (hypertrophic cardiomyopathy, HCM), hafa tíðar slegiltakttruflanir, sem í allt að 50-60% tilvika eru flóknar (complex) og margháttaðar (multifocal) og 20-30% sjúklinga hafa eina eða fleiri runur af slegilhraðtakti (ventricular tachycardy, VT) á 24-72 klukkustunda hjartasíriti (1-6). Tilvist slíkra illkynja hjartsláttartruflana, sérstaklega VT, hjá sjúklingum með HCM, þrefaldar árlega dánartíðni þeirra eða úr u.þ.b. 3% í rúmlega 8% (5-9). Þær auka einnig verulega hættu á skyndidauða (5-6,10), en þannig deyja um 50-60% þessara sjúklinga (9). HCM fylgir einnig oft truflun á starfsemi slegils í hlébili (díastólu) (11) og stundum útrennslishindrun frá vinstra slegli í slagbili (sýstólu) (12-14). Þetta getur haft veruleg áhrif á blóðrás sjúklinganna, með skertu áreynsluþoli, hjartaverk, hjartabilunareinkennum, yfirliði og jafnvel skyndidauða. Lyfið amíódarón kemur að verulegu leyti í veg fyrir slegiltakttruflanir hjá sjúklingum með HCM og virðist með því auka lífslíkur þeirra (15-17). Það hefur hins vegar ekki marktæk áhrif á starfsemi slegils í hlébili eða slagbili (18). Það hefur umtalsverðar aukaverkanir, sumar alvarlegar (19), sem er ókostur, þar sem allstór hluti HCM sjúklinga með illkynja takttruflanir er ungt og oft einkennalaust fólk (4-6,20). Lyfið dísópýramíð hefur einnig hamlandi áhrif á slegiltakttruflanir í ýmsum hjartasjúkdómum (21), en þau áhrif hafa þó lítið verið könnuð sérstaklega hvað varðar HCM. Auk þess hefur það heppileg áhrif á hjarta og blóðrás HCM sjúklinga, dregur úr einkennum þeirra og eykur áreynsluþol (22), e.t.v. á svipaðan hátt og kalsíumhamlandi lyf (23). Alvarlegar aukaverkanir af dísópýramíði eru fátíðar, en nokkuð ber þó á andkólínergum áhrifum (21). Frá lyflækningadeild Landspítalans. Barst 09/07/1986. Samþykkt 20/10/1986. Tilgangur þessarar rannsóknar var því sá að athuga betur áhrif dísópýramíðs um munn á slegiltakttruflanir í HCM og kanna þannig hvort þau áhrif, ásamt öðrum jákvæðum eiginleikum lyfsins, geri það eftirsóknarvert í meðferð sjúklinga með HCM. AÐFERÐIR Þeir sjúklingar, sem þátt tóku í rannsókninni þurftu að hafa þekkta HCM, hafa verið án amíódarónmeðferðar í a.m.k. eitt ár og verið án annarra lyfja með áhrifum á hjarta og blóðrás í a.m.k. 10 daga áður en rannsóknin hófst. Þessi skilyrði þrengdu nokkuð þann hóp, sem til greina kom, þar sem annars vegar eru allmargir sjúklingar með HCM á íslandi komnir á amíódarónmeðferð og hins vegar er allstór hópur þeirra, sem ekki þótti verjandi að taka af allri meðferð í svo langan tíma. Að uppfylltum ofangreindum skilyrðum fengust samtals 10 sjúklingar til þátttöku í rannsókninni. í upphafi var tekin sjúkrasaga og framkvæmd almenn skoðun. Allir voru skoðaðir í tvívíddar (General Electrics, Pass C) og einvíddar hjartaómsjá (Picker view system 8C), til staðfestingar á greiningu og til mælingar á þykkt sleglaskilveggs og bakveggs vinstri slegils, en þær voru gerðar í hæð við fjærhluta míturloku. Athugaður var blóðhagur sjúklinga og mælt natríum, kalíum, kalsíum, magnesíum og kreatínín. Tekið var 12 leiðslu hjartalínurit i hvíld. Eftir þetta var gerð 48 klst. hjartasíritun á öllum sjúklingunum (með Tracker Reynoulds Medical). Síðan var hafin meðferð um munn, með dísópýramíði 200 mg á átta klst. fresti. Á fimmta degi meðferðar var endurtekin skoðun, hjartalínurit og spurt um almenna líðan og aukaverkanir. Eftir það var endurtekin 48 klst. hjartasíritun á sömu meðferð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.