Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1987, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.02.1987, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 63 hættu og óhagræði. Vanalega fjalla siðfræðilegar umsagnarnefndir því bæði um vísindalegar og siðfræðilegar hliðar málsins. Komist umsagnarnefnd að því, að rannsóknartillaga sé vísindalega rétt, fjallar hún síðan um það, hvort nokkur þekkt eða hugsanleg hætta fyrir þátttakendur verði réttlætt af væntanlegum ábata og sé svo, hvort fullnægjandi sé sú aðferð sem lagt er til að beitt verði við að afla formlegs samþykkis byggðu á vitneskju« (1). Þörf er siðfræðilegrar umsagnarnefndar Vitað er, að til eru siðfræðilegar umsagnarnefndir á heilbrigðisstofnunum hérlendis. Hins vegar hefir ennþá ekki lánast að koma upp slíkri nefnd á landsvísu og þaðan af síður hefir verið gerð tilraun til þess að fá grunnatriði Helsinki-yfirlýsingarinnar og Viðmiðunarreglur CIOMS staðfest formlega hér á landi. Ég tel að tímabært sé, að betri skipan verði komið á þessi mál en nú er, meðal annars af eftirtöldum ástæðum: Framfarir í læknisfræði hvíla á rannsóknum sem að einhverju leyti hljóta að fela í sér tilraunir á mönnum. (2) Þessar framfarir hafa ávallt byggst á því, að almenningur treystir þeim, sem gera rannsóknir á mönnum. Því trausti verður því aðeins við haldið, að almenningur geti reitt sig á, að slíkar rannsóknir séu háðar strangri siðfræðilegri athugun og að beitt sé ströngum sjálfsaga (4). Vaxandi umsvif á þessum sviðum hérlendis, samfara auknu peningastreymi, meðal annars erlendis frá (externally sponsored research)(l), sem felur í sér enn nýjar hættur gera að verkum, að þessi mál verður að ræða ítarlega. Læknablaðið vill fyrir sitt leyti stuðla að umræðu, sem gæti ef til vill leitt til bráðnauðsynlegra úrbóta, með því að gefa út á næstunni Handbók um siðamál lcekna, þar sem meðal annars efnis verður að finna nýjustu útgáfu Helsinki II, svo og Viðmiðunarreglur CIOMS í íslenzkri þýðingu. í samræmi við ofanritað hefir ritstjórn einnig samþykkt að leggja áherzlu á þetta mál með því að minna á, að greinar sem fjalla um rannsóknir á mönnum, verða ekki teknar til birtingar í blaðinu komi í ljós, að rannsóknin er ekki í samræmi við grunnatriði Helsinki II og Viðmiðunarreglur TILVITNANIR 1. Council for International Organizations of Medical Sciences. Proposed international guidelines for biomedical research involving human subjects. Géneve: CIOMS, 1982. 2. World Medical Association. Declaration of Helsinki. Helsinki: 1964/Tokyo: 1975/Venezia. 1983: - Géneve. WMA, 1983. 3. Rekommendationer for den Centrale Videnskabsetiske Komité. Birt í: Andersen D, Mobeck CE, Riis P. Eds. Medisinsk Etik. Köbehavn: F.a.d.l.’s Forlag, 1985. 4. British Medical Association. Handbook of Medical Ethics. London: BMA, 1984.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.