Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 10
54 LÆKNABLAÐIÐ Table IV Spearman rank correlation coefficient between calender years and mortality per l(f from ischemic heart disease and Student’s t value in different age groups among men through 1976 to 1985. Spearman rank correlation Student’s t Age groups coefficient value 40-44......................... 0.09 0.256 45-49........................ -0.44 -1.388 50-54........................ -0.15 -0.429 55-59......................... 0.15 0.429 60-64........................ -0.20 -0.577 65-69......................... 0.04 0.113 70-74........................ -0.22 -0.639 75-79......................... 0.35 1.053 40-79......................... 0.16 0.458 UMRÆÐA Dánartölur karla úr kransæðasjúkdómum í umræddum aldurshópum á tímabilinu 1951 til 1985 fara hækkandi í öllum aldurshópum. Þegar athugaðar eru allir aldurshópar saman á tímabilinu 1966 til 1985 fara dánartölurnar í heild hækkandi, en niðurstöðurnar eru ekki tölfræðilega marktækar. Á tímabilinu 1976 til 1985 lækka dánartölurnar i fjórum aldurshópum af átta. Tölfræðileg athugun sýnir að í heild hækka dánartölurnar á þessu tímabili en sú hækkun nær ekki að verða tölfræðilega marktæk. Hér á landi hefur því aukning orðið á manndauða vegna kransæðasjúkdóma meðal íslenskra karla og sú aukning helst enn þó að svo virðist að dregið hafi úr henni á seinni árum. Hugsanlegar skekkjur geta komið inn í niðurstöðurnar vegna breyttra greiningaaðferða en þó sérstaklega vegna breytinga á Hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár. Ekki er hægt að sjá að ferill dánartalna breytist við það að nýjar útgáfur af dánarmeinaskránni eru teknar í notkun, þegar litið er á alla aldurshópa saman (mynd 4), eins og sést hefur á samsvarandi ferlum frá Bandaríkjunum (21) og Japan (10). Ljóst er að klíniskri greiningu kransæðasjúkdóma hefur fleygt fram á seinni árum en ekki hefur verið gerð athugun á því hér á landi hvort það skýri aukninguna á dánartölunum. Móti slíku mælir að hlutfall krufninga hefur ekki aukist á seinni árum. Þessi rannsókn beindist einungis að athugun á dánartölum úr kransæðasjúkdómum hjá körlum en ekki var reynt að skýra hvaða þættir liggja hugsanlega að baki þessari algengustu dánarorsök hér á landi. Það er heldur ekki viðfangsefni rannsóknarinnar að skýra af hverju ekki hefur dregið úr dauða úr kransæðasjúkdómum karla hér á landi eins og víða annars staðar. Á þessu stigi er aðeins hægt að koma með tilgátur þar að lútandi. Gillum og samstarfsmenn ræddu 1982 (22) nokkrar leiðir til þess að skýra lækkun á dánartölum úr kransæðasjúkdómum og var þar miðað við bandarískar aðstæður. Hugsanlegt er að hafa þessar leiðir til hliðsjónar við athuganir á umræddri aukningu á dánartölum hér á landi. Bent var á sex meginaðferðir við leit að skýringum á breytingum á dánartölum af völdum kransæðasjúkdóma. í fyrsta lagi vandaðar rannsóknir og góð úrvinnsla dánarmeinaupplýsinga. í öðru lagi rannsóknir á nýgengi og algengi kransæðasjúkdóma. í þriðja lagi rannsóknir á breytingum á læknismeðferð við kransæðasjúkdóma. I fjórða lagi rannsóknir á áhættuþáttum og breytingum á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. í fimmta lagi félags- og vistfræðilegar rannsóknir. í sjötta lagi íhlutandi rannsóknir þar sem reynt er að draga úr áhættuþáttum í heilum byggðarlögum og athuga áhrif þess á dánartölur úr kransæðasjúkdómum. Hér skal tekið fram að lægri dánartölur úr kransæðasjúkdómum meðal karla hér á landi miðað við það sem gerist í Bandaríkjunum (3) og Finnlandi (7) liggur hugsanlega að hluta til í því að hér á landi rikja aðrar félags- og vistfræðilegar aðstæður, vægi áhættuþátta er annað og að heilbrigðisþjónusta er hér frábrugðin því sem gerist í þessum löndum. Dánartölur af völdum kransæðasjúkdóma hafa áður verið athugaðar hér á landi af Bjarna Þjóðleifssyni (23). Einnig hann komst að þeirri niðurstöðu að aukning hafi orðið á manndauða hjá körlum á tímabilinu 1951-76. í Heilbrigðismálum hefur einnig verið skrifað um dánartíðni úr kransæðasjúkdómum (24, 25), en ekki er þar gerð grein fyrir þeim aðferðum, sem notaðar eru. SUMMARY The mortality rates from ischemic heart disease among Icelandic men are described through 1951 to 1985. Information from death certificates according to five-years age groups (40-79) and calendar years were obtained from the Statistical Bureau of Iceland. Rates per 105 were calculated and plotted. Nonparametric tests were used to correlate death rates and calendar years. There was an increase in mortality from ischemic heart disease during the whole study period as during shorter periods through 1966 to 1985 and 1976 to 1985.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.