Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 22
64 LÆKNABLAÐIÐ en í sílkum tilvikum eru lyfseðlarnir ekki sendir til innheimtu til sjúkrasamlaga. Hér er þó um óverulegan fjölda að ræða vegna þess að fá lyf voru undir því verði er samlagsmaðurinn greiddi sjálfur. Upplýsingar á lyfseðlinum voru slegnar inn á tölvu. Tölvutækar upplýsingar voru yfirfarnar og bornar saman við frumritin aftur og leiðréttar eftir því sem við átti. Hvert lyf taldist ein lyfjaávísun. Símalyfseðill er venjulega skilgreindur, sem ávísun læknis á lyf þar sem lyfjafræðingur tekur við munnlegri ávísun læknis í síma og afgreiðir lyfið án þess að undirskrift læknis liggi fyrir. Á Suðurnesjum er algengt að læknarnir skrifi og undirriti lyfseðil eftir samtal í síma. Lyfseðilinn er síðan sóttur. »Símalyfseðlar« í Hafnarfirði voru hins vegar allir afgreiddir á venjulegan hátt. Age groups 85 + 80-84 75-79 1 ■ ■ ■ 1 Sudurnes 1. jan. 1986 70-74 ■1 lil!l 65-69 Males total 7383 ■■ ■llllllllllll Females total 6943 60-64 lilNiilll.il lllllllllllllllllll 55-59 illllillllllillll! Ulllil 50-54 llllliillUliI llillllllllllllil 45-49 llllllllllllll IIIHIUIIII 111 40-44 llllll!IIUIIiiilll! IHIIIIIIIIIIIIUIIIill 35-39 m ■111111111111111 llllililllHilHHI 1 30-34 111111 llllllilllllllllli lllililllllli illiill 25-29 liiiiiiiifl mmmm lllllllllllllllllil 20-24 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiii 15-19 iiiiiiiiiiii iiiiflifliiiiiiflifliu 1 10-14 iiiiiiiiiiiiiiiiiiíii IHIIIIIIHIIIHII !l!!!IIIH!ii!!!l!III lllliillil 5-9 1 ... 0-4 im iMNmi lllll!IIIIIIIU!IIU!llllll lllllllllllllllllllllilil HlllilHli 1 1 5 10 5 3 5 1 0 15 % Age groups 85 + 80-84 75-79 70-74 65-69 60-64 tc ales tal 6647 1—1 ililil liiill liilililll iiiiiiiiiiniHiiiiii llllljll!lllll«lllllilll!lill!l Hafnarfjördur 1. jan. 1986 Females 55-59 50-54 liillll lilillllfllllllllllllllllfllllllllllliil 45-49 HiillilllllllIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII 40-44 I 1 i 35-39 Mllllfll lllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllilifll lllllllllllll 30-34 Hlillllilllll lllllllllllllllllll 25-29 Illllllllllllllllll IIHIIII Illlllllllllllllllllllllllllllllllllilllli lilllil 20-24 liliil 15-19 lllllUllllillllli llllllllllllllllllllllllll 10-14 IIIIIIIIHIIilllll 1 HiiiniiniiiiHiii 5-9 IHIIHIIHHIHIIUilllHI lllllllllllllllllllllllllUIIIUIIIIIllllllllllllllliil iiiiiiiiiii 0-4 -44— llllllllfllflii uuiunimi iiiiflinmiiii -44- 15 10 5 0 5 10 15 % Fig. 1. Distribution of the population in Sudurnes and Hafnarfjördur districts by age and sex. Fjöldi lyfjaávísana einstakra lækna er tengdur þeim fjölda sjúklinga sem læknirinn hefur samskipti við. Til þess að athuga þetta samband voru fengnar upplýsingar um innsenda reikninga fyrir unnin læknisverk á stofum og vitjunum í apríl mánuði (4 vikur) hjá þeim sjúkrasamlögum sem tilheyrðu rannsóknasvæðinu. Síðan var tekið meðaltal fyrir þær 2 vikur sem athugunin náði til. í Hafnarfirði náði könnunin eingöngu til íbúa Hafnarfjarðar. Fjöldi lyfjaávísana og samskipta lýsir þvi ekki heildarálagi þessara lækna, þar eð þeir sinntu einnig íbúum Bessastaðahrepps og Garðabæjar. Tölfrceðiúrvinnsla. Beitt var tveggja hliða kí-kvaðratprófi (chi-square) til þess að athuga mun á tíðnitölum. Við athugun á mun milli einstakra lækna var notað raðsummupróf (Wilcoxon rank sum test), p-gildi <0.05 var talið gefa marktækan mun. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu skrifuðu læknar 6543 lyfjaávísanir á 4.644 sjúklinga, en þetta samsvarar um 15,8 ávísunum /1000 íbúa/dag (16,7 á Suðurrnesjum og 14,9 í Hafnarfirði). Sé miðað við ársmeðaltal eru þetta um 5,8 ávísanir á íbúa á ári. Tafla I sýnir fjölda ávísana og sjúklinga sem fengu lyf á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Heimilislæknar ávísuðu á Suðurnesjum 82% allra ávísana en heimilis- og vaktlæknar Hafnarfirði aðeins 60% allra lyfjaávísana (p< 0.001). Suðurnesjabúar fengu fleiri lyfjaávísanir á hvern íbúa (25,1% miðað við 22,3%) og jafnframt fengu fleiri sjúklingar á Suðurnesjum lyf eða um 18% miðað við 15% ibúa Hafnarfirði á sama tíma. Hér er um marktækan mun að ræða i báðum tilvikum. Sérfræðingar (aðrir en sérmenntaðir heimilislæknar) ávísuðu 15% allra lyfja til Suðurnesjabúa borið saman við 24% til íbúa Hafnarfjarðar (p<0.001). Þessi mismunur stafaði mest af ávísunum sérfræðinga sem störfuðu utan Hafnarfjarðar. Töflur II og III sýna sundurliðun á fjölda ávísana og sjúklinga eftir einstökum heimilislæknum. Eins og sjá má er mikill munur milli einstakra heimilislækna hvað varðar fjölda lyfjaávísana. Einn læknir skar sig áberandi úr, en hann ávísaði 38% af öllum ávísuðum lyfjum heimilislækna og 32% allra ávísana á Suðurnesjum. Samsvarandi tölur fyrir hæsta mann i Hafnarfirði voru 26% og 16%. Við athugun á raðtölum (rank sum test) á ávísanafjölda allra heimilislækna í þessum tveimur byggðalögum kom þó ekki fram marktækur munur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.