Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 16
58 LÆKNABLAÐIÐ mótefna var metin marktæk ef mótefni gegn L. pneumophila serogroup 1, 3 og 4 mældust > 32, mótefni gegn L. pneumophila serogroup 2, 5 og 6, L. dumoffii, L. gormanii og L. micdadeii mældust > 64 eða mótefni gegn L. bozemanii >128. Pöruð sýni voru tekin hjá 63 sjúklingum (60%). NIÐURSTÖÐUR Eitthundrað og fimm tilfelli lungnabólgu greindust hjá 97 sjúklingum. Karlar voru 58 en konur 39, hlutfallið karlar/konur er því 1:1.5. Meðalaldur sjúklinganna var 71 ár, aldursdreifingin var frá 16 ára til 94 ára. Sjúklingar innlagðir með lungnabólgu voru 82 (78%) en sjúklingar sem veiktust af lungnabólgu á sjúkrahúsinu voru 23 (22%). Orsakir lungnabólgunnar greindust í 68 tilfellum (65%), þar af höfðu tólf sjúklingar blandaða sýkingu. Marktækar ræktanir frá hráka fengust frá 67 sjúklingum og voru jákvæðar í 48 tilfellum (72%). Fjórar ræktanir frá barkaástungu voru jákvæðar en einungis sex af 98 blóðræktunum (Tafla I). Samsvörun jákvæðra ræktana og smásjárskoðunar á hráka var 81% (39/48). Ræktanir frá nefkoki voru bornar saman við greiningar sem staðfestar voru með öðrum ræktunum. Af 68 ræktunum frá nefkoki var 21 (31%) jákvæð. Samsvörun nefkoksræktana við jákvæðar ræktanir frá hráka, barkaástungu eða blóði var 90% (19/21). í tuttugu tilfellum reyndust blóðvatnspróf jákvæð, þar af voru 15 sjúklingar með marktæk mótefni gegn Legionella spp. Algengustu orsakir lungnabólgu voru Streptococcus pneumoniae sem greindist í 27 tilfellum (26%), Haemophilus influenzae í 16 tilfellum (15%) og Legionella spp í 15 tilfellum (14%) (Tafla II). Þessar þrjár bakteríur voru algengastar meðal innlagðra jafnt sem inniliggjandi sjúklinga. Staphylococcus aureus og gram neikvæðar bakteríur greindust sjaldan. Tíðni Streptococcus pneumoniae fór hlutfallslega minnkandi með hækkandi aldri sjúklinganna (Tafla III) en iðrarbakteríur og Staphylococcus aureus greindust eingöngu meðal sjúklinga eldri en 70 ára. Af 105 lungnabólgutilfellum létust 20 sjúklingar (19%), 15 þeirra voru eldri en 70 ára. Af þremur algengustu orsakavöldum lungnabólgu í rannsókninni var dánarhlutfall hæst hjá sjúklingum með Haemophilus influenzae (Tafla IV). Flest tilfelli lungnabólgu greindust yfir vetrarmánuðina og var óverulegur munur á árstíðasveiflu hinna þriggju algengustu orsaka lungnabólgunnar. UMRÆÐA Algengasta orsök Iungnabólgu í rannsókninni var Streptococcus pneumoniae sem fannst í um fjórðungi tilfellanna. Þetta er nokkuð lægri niðurstaða en margir aðrir höfundar hafa fundið þar sem lýst er 36-76% nýgengi þessarar sýkingar (1-3, 9, 10). Sýkingar af völdum Streptococcus pneumoniae meðal inniliggjandi sjúklinga eru algengar, en aðrir hafa lýst hárri smittíðni innan sjúkrahúsa af völdum þessarar bakteríu (11). Mismunandi niðurstöður spegla væntanlega mismunandi sjúklingahópa en einnig verður að hafa í huga að mismunandi rannsóknaraðferðum er beitt. Table I. Number of different specimens and the culture yield obtained from 105 patients with pneumonia. Number of Number of specimens specimens with Specimen obtained positive culture Sputum .. 67 (64%) 48 (72%) Transtracheal aspirate ... .. 4 (4%) 4 (100%) Blood . . 98 (93%) 6 (6%) Nasopharynx .. 68 (65%) 21 (31%) Table II. The etiology of pneumonia in 105 adult patients according to community versus hospital acquired pneumonia. Community Hospital acquired acquired Total num- num- num- Etiology ber- (°7o) ber- (%) ber- (%) Strept. Pneumoniae 21 (26) 6 (26) 27 (26) H. influenzae 11 (13) 5 (22) 16 (15) Legionella spp 11 (13) 4 (17) 15 (14) Staph. aureus 4 (5) 2 (8) 6 (6) Strept. fecalis 1 (1) 1 (4) 2 (2) Strept. milleri Mycopl. 1 0) “ 1 (1) pneumoniae 1 (1) 1 (4) 2 (2) M. tuberculosis.... I 0) - 1 0) Ps. aeruginosa 2 (2) - 2 (2) Kl. pneumoniae ... 1 (1) - 1 (1) Prot. mirabilis 1 (1) - 1 (1) E. coli 1 (1) - 1 (1) Candida albicans .. - 1 (4) 1 0) Influenza A og B .. Respiratory 3 (4) “ 3 (3) syncytial virus 1 0) - 1 0) Cytomegalovirus... - 1 (4) 1 (1) Mixed infections... 7 (9) 5 (22) 12 (11) Unknown 30 (37) 7 (30) 37 (35)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.