Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 73 mörg ár. Um 10% sjúklinganna fá varanlegan sjúkdóm með bein- og brjóskeyðingu. Hœgfara heilahimnubólga. Einkenni um ertingu í heilahimnum eru ekki óalgeng í byrjun sjúkdómsins (18). Sjúklingarnir fá þá oft sáran höfuðverk og verða stundum hnakkastífir án þess að mænuvökvi verði óeðlilegur. Nokkrum mánuðum eða vikum eftir byrjun sjúkdómsins fá um 15% sjúklinganna ákveðin miðtaugakerfiseinkenni. Um getur verið að ræða heilahimnubólgu, heilabólgu, kóreu (chorea), eða einkenni frá heilataugum, svo sem andlitslamanir (Bell’s palsy) (15). Sjúkdómsmyndirnar geta verið einar sér eða fleiri saman. Þessu fylgir aukning á eitilfrumum í mænuvökva og stundum má sjá breytingar á heilalínuriti. Einkennin vara í marga mánuði en hverfa síðan algjörlega að lokum. Carditis. Talið er að um 8% sjúklinga með Lyme sjúkdóm fái hjartasjúkdóm (20). Algengasta vandamálið er gáttasleglarof (atrioventricular block) en einnig sjást breytingar á hjartalínuriti sem benda til bólgu í hjartavöðva eða gollurshúsi. Þessi einkenni vara yfirleitt stutt og eru alltaf horfin innnan sex vikna. SJÚKDÓMSGREINING Erythema cronicum migrans er óbrigðult merki um sýkingu af völdum B. burgdorferi. Ef þessi dæmigerðu útbrot eru ekki til staðar í byrjun sjúkdómsins, er líklegt að einkennin veki frekar grun um aðrar orsakir svo sem veirusýkingar. Tvenns konar rannsóknaraðferðir eru tiltækar til þess að greina Lyme sjúkdóm, ræktun bakteríunnar og mæling mótefna gegn henni í blóðvatni sjúklingsins. Ræktun. Erfitt hefur reynst að rækta B. burgdorferi frá sjúklingum með Lyme sjúkdóm. Shrestha tókst aðeins að rækta bakteríuna frá blóði eins af 40 sjúklingum, sem rannsakaðir voru framvirkt (21) og öðrum hefur gengið litlu betur (5, 12). Þó hefur tekist að rækta bakteríuna frá húðútbrotum, mænuvökva (5) og liðvökva (22) sjúklinga með sjúkdóminn. Ræktun er gerð í endurbættu Kellys æti (23) og tekur 3-4 vikur. Ræktanir eru ekki gerðar hér á landi. Mótefnamœlingar. Eins og áður sagði hefur reynst erfitt að rækta B. burgdorferi frá sjúklingum með Lyme sjúkdóm. Sjúkdómsgreining er því einkum fengin með mælingum mótefna gegn bakteríunni. Óbein mótefna-flúrrannsókn (indirect immunofluorescence assay) var fyrsta aðferðin sem tiltæk var (5) en nú eru einnig hvatatengdar ónæmisrannsóknir (Enzyme-linked Immunosorbent Assay) (24) notaðar. Bæði prófin eru mjög sérvirk (specific) og er aðeins vitað um krossverkanir við mótefni í blóði sjúklinga með syfilis, pinta og himberjasótt (yaws). Skimpróf fyrir syfilis eru aftur á móti neikvæð hjá sjúklingum með Lyme sjúkdóm. Næmi mótefnamælinganna er gott og sjúklingar með Lyme sjúkdóm fá venjulega mælanlega hækkun á IgM mótefnum gengn B. burgdorferi þrem til sex vikum eftir sýkingu. IgG mótefni aukast síðar og eru alltaf mælanlega hækkuð á alvarlegri stigum sjúkdómssins. Ekki er unnt að fá mæld mótefni gegn B. burgdorferi hér á landi, en sýklarannsóknadeild Landspítalans hefur milligöngu um að senda blóð utan til slíkra mælinga ef þörf krefur. MEÐFERÐ B. burgdorferi er næm fyrir sýklalyfjum eins og aðrar spírókettur. Tetrasýklín eru talin kjörlyf í byrjun sjúkdómsins (25), en meiri hætta er talin vera á alvarlegri afleiðingum sýkinganna ef notuð eru penisillín eða erýtrómysín. Mælt er með 250 mg fjórum sinnum á dag í tíu daga og lengur ef einkenni hverfa ekki fljótt eða koma aftur (18). Á síðari stigum sjúkdómsins er mælt með notkun stórra skammta af penisillíni (26), 20 milljón eininga á dag í 10 daga og áframhaldandi penisillín meðferð í allt að 6 til átta vikur ef alvarlegar tauga eða heilaskemmdir hafa orðið. ER LYME SJÚKDÓMUR Á ÍSLANDI? Ljóst er að útbreiðsla Lyme sjúkdóms fylgir náið útbreiðslu áttfætlumaura af ákveðnum tegundum, þó aðrar tegundir geti einnig borið sjúkdóminn. Maurar af þeim tegundum, sem geta borið sjúkdóminn hafa vissulega fundist á íslandi, en þó ekki hafi farið fram sérstök könnun á því, er ekki líklegt að þeir séu útbreiddir. Ef lundalús ber B. burgdorferi er um að ræða sérstaka áhættuhópa svo sem lundaveiðimenn og aðra, sem mikið handfjatla nýdauðan lunda. Ekki er vitað með vissu hve mikla þýðingu hýslar blóðmauranna hafa fyrir útbreiðslu spírókettunnar. Talið er að hin mikla aukning á tilfellum af Lyme sjúkdómi í Connecticut, sem leiddi til þess að orsökin fannst, hafi fylgt mikilli aukningu dádýra á svæðinu vegna friðunar þeirra (27). Ekki er ljóst hvort fjölgun dádýra veldur einungis fjölgun blóðmaura eða hvort tíðni borrelíusýkinga meðal þeirra eykst.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.