Selfoss - 11.04.2013, Page 6
6 11. apríl 2013
Hvernig leggst vorið í þig?
Vorið leggst alltaf vel í mig og ég spái góðu sumri, sem ég geri reyndar alltaf.
Flest sumur undanfarið hafa líka
verið góð nema framan af 2011. Far-
fuglarnir gefa andanum byr undir
báða vængi, þeir ilja eftir dimman
vetur (sem var of lítill vetur að mínu
mati) og boða hinar löngu nætur,
þegar maður vill helst ekki sofa.
Vorboðarnir mínir hér á Stokks-
eyri komu fyrir um tveimur vikum,
tjaldurinn og hettumáfurinn.
Stararnir mínir, sem ég hef byggt
undir, er líka farnir að huga að varpi.
Það hefst mikil vinnutörn hjá mér
á vorin. Í apríl þarf að klára pappíra
og skriftir sem standa eftir frá vetrin-
um, þá hleypur líka kapp í margan
landann við að útbúa fræðsluskilti,
bæklinga og annað sem fólk hefur
haft allan veturinn til að hugsa um.
Snemma í maí leggst ég út og kom
ekki aftur í hús fyrr en í september.
Hugtakið sumarfrí þekki ég bara
af afspurn, en ég tek mér stundum
vetrarfrí. Reyndar ætla ég að bregða
mér í 10 daga ferð til A-Tyrklands
og Kákasusfjallanna 8. maí, að ljós-
mynda fugla og sömuleiðis til Sval-
barða í júlí, sem er púra vinnuferð.
Annars verð ég talsvert á ferðinni
með erlenda ljósmyndara um landið
og svo að mynda sjálfur. Ég get því
ekki kvartað yfir hlutskipti mínu.
Kveðja
Jóhann Óli Hilmarsson
náttúrufræðingur
Myndina af mér tók Halla Hreggviðsdóttir og síðan er einn af leigjendunum
mínum að fóðra afkvæmi.
Hvernig er þingsætum
úthlutað að loknum kosningum?
63 þingmenn sitja á Alþingi. Kjördæmissæti eru 54 og jöfn-unarsæti 9. Í Suðurkjördæmi
eru 9 kjördæmissæti og eitt jöfn-
unarsæti. Úthlutun sæta á Alþingi
fer fram í tveimur meginskrefum:
Fyrst er kjördæmissætum úthlutað,
en þeim er alfarið úthlutað á grund-
velli fylgis lista í hverju kjördæmi.
Landsfylgið kemur ekki við sögu.
Það gildir líka einu hvort viðkom-
andi flokkur hafi boðið fram í öllum
kjördæmum eða ekki.
Síðan er jöfnunarsætum úthlut-
að. Eins og nafn þeirra bendir til er
tilgangur þeirra sá að „hver stjórn-
málsamtök fái þingmannatölu í sem
fyllstu samræmi við heildaratkvæða-
tölu sína“ eins og segir í 31. gr. gild-
andi stjórnarskrár. Það er ekki þar
með sagt að fullur jöfnuður náist.
Til þess kunna jöfnunarsætin níu
að reynast of fá.
Við úthlutun jöfnunarsæta koma
þeir og aðeins þeir flokkar til álita
sem hafa hlotið a.m.k. 5% fylgi sam-
anlagt á landinu öllu. í Suðurkjördæmi eru 10 þingsæti til skiptanna, þar af eitt jöfnunarsæti.