Selfoss - 11.04.2013, Side 9
911. apríl 2013
Rannsóknir á Brunasandi
10. maí 1823 er upphafsdagur landnáms á Brunasandi, sem þar með verður yngsta sveit á
Íslandi.
„Saga Brunasands er áhugaverð og
hefur hópur fræðimanna tekið sig
saman um að vinna að heildstæðri
úttekt á ábúenda- og náttúrufars-
sögu sveitarinnar,“ segir Jón Hjart-
arson sem er einn af rannsakendum.
Frá ómuna tíð beljaði Hverfisfljót
meðfram Síðufjöllunum og brotn-
aði á Orustuhól, sem stóð í því
miðju eins og voldugur brimbrjótur.
Fljótið rann eftir ótölulegum fjölda
farvega bæði til austurs og vesturs
og flæmdist svo um líflausa áraura
til sjávar.
Við Skaftáreldana 1783 – 1784
ruddist eystri hraunstraumurinn
fram á milli Miklafells og Síðufjalla
og þrýsti Hverfisfljóti til austurs
þangað sem það rennur nú.
Tvær megin hrauntungur, sú vest-
ari Karginn og sú eystri Eldvatns-
tanginn teygðu sig fram á aurana.
Fljótlega spruttu óteljandi volgar
bergvatnsuppsprettur undan haun-
brúninni og flæddu fram á aurinn.
Áhrif friðunarinnar og nær-
andi bergvatsnins varð til þess að
áraurarnir tóku að gróa upp og á
tiltölulega fáum árum myndaðist
algróið land, þar sem áður voru
einskisnýtir aurar.
Nýbýli á Orustustöðum
Eftir Móðuharðindin, sem fylgdu
í kjölfar Skaftáreldanna, fjölg-
aði fólki hratt og skjótt voru öll
eyðibýli byggð á ný og skortur á
jörðum farinn að segja til sín. Fólk
renndi hýru auga til nýja landsins
en vandkvæði voru á hvernig standa
ætti að hlutunum. Fyrir Eld, skipti
Hverfisfljót löndum milli Seljalands
og Foss, þannig að þetta nýja land,
Brunasandur, var innan marka
þessara tveggja jarða.
Hinsvegar var til konungstilskip-
un frá 1776 um heimild manna til
að stofna til býla á „ónýttum svæð-
um.“ Þessa tilskipun þekkti Magn-
ús Einarsson bóndi á Brattlandi og
skrifaði því bréf til yfirvaldanna
um heimild til stofnunar nýbýlis á
Brunasandi á grundvelli tilskipunar-
innar frá 1776. Í stuttu máli varð
niðurstaðan sú, að á þingi að Kleif-
um 10. maí 1823 var kveðinn upp
dómur um útmælingu á nýbýlinu
Orustustöðum úr landi Seljalands.
Þannig er 10. maí 1823 upp-
hafsdagur landnáms á Brunasandi,
sem þar með verður yngsta sveit
á Íslandi. Á næstu árum byggjast
eftirtalin býli: Hruni II; Hruni
I (Teygingalækur); Sléttaból I;
Miðból; Sléttaból II (Miðból og
Sléttaból II renna saman og heita
nú Hraunból); Blautilækur; hús-
mannsbýlið Markaskipti; Slétta og
Bjarnartangi. Á öllum þessum jörð-
um var búið og á sumum langt fram
á tuttugustu öld og enn á Sléttu.
Úttekt á ábúenda- og nátt-
úrufarssögu sveitarinnar
Vegna þess hversu tilurð og saga
Brunasands er áhugaverð hefur
hópur fræðimanna tekið sig saman
um að vinna að heildstæðri úttekt á
ábúenda- og náttúrufarssögu sveit-
arinnar.
Þessir fræðimenn koma að verk-
inu:
1. Dr Bergrún Óladóttir jarð-
fræðingur og Margrét Ólafs-
dóttir landfræðingur, skrifa um
hraunið og þátt þess í mótun
sveitarinnar.
2. Dr Edda Oddsdóttir líffræðing-
ur um skóginn á Brunasandi og
áhrif hans á þróun náttúrufars í
framtíðinni.
3. Jón Hjartarson, skrifar ábú-
endasögu sveitarinnar frá 1823
til 2014.
4. Júlíana Þóra Magnúsdóttir
þjóðfræðingur (doktorsnemi í
þjóðfræðum), skrifar um sagna-
hefðina og sögu og sagnir.
5. Jóhann Óli Hilmarsson fugla-
fræðingur skrifar um fuglalífið
á svæðinu með sérstakri áherslu
á sérstöðu þess.
6. Dr Þóra Ellen Þórhallsdóttir
prófessor skrifar gróðurfarssögu
svæðisins frá upphafi til dagsins
í dag.
7. Björgvin Salómonsson, ritstjóri
héraðsritsins Dynskóga annast
útgáfu á niðurstöðum rannsókn-
anna, en gert er ráð fyrir að þær
verði gefnar út í Dynskógariti
2015.
Það er ákaflega dýrmætt þegar
góðir fræðimenn ólíkra greina taka
sig saman um að gera heildstæða
úttekt og skapa heildstæða mynd af
því tagi, sem hér er unnið að.
Þeir sem eiga í fórum sínum
myndir frá Brunasandi eða kunna
sögur, sagnir eða eitthvern annan
fróðleik um mannlíf á Brunasandi
vinsamlegast hafið samband við
undirritaðan í síma 867 5240 eða
á netfangið: jonhjartarson@gmail.
com
Jón Hjartarson
Jón Hjartarson.
„Frá ómuna tíð beljaði Hverfisfljót meðfram Síðufjöllunum og brotnaði á
Orustuhól, sem stóð í því miðju eins og voldugur brimbrjótur.“
Þessa tilskipun þekkti
Magnús Einarsson bóndi á
Brattlandi og skrifaði því
bréf til yfirvaldanna um
heimild til stofnunar nýbýl-
is á Brunasandi á grund-
velli tilskipunarinnar frá
1776. Í stuttu máli varð
niðurstaðan sú, að á þingi
að Kleifum 10. maí 1823
var kveðinn upp dómur
um útmælingu á nýbýlinu
Orustustöðum úr landi
Seljalands.
Er svarthvíta hetjan til?
Nú eru kosningar á næsta leyti og eiga mjög margir eftir að gera upp hug sinn
á því við hvaða bókstaf skuli merkja
við á kjördag, nóg er nú úrvalið.
Misjafnt er hvaða málefni brenna
á fólki. Skuldavandi heimila, ESB,
stjórnarskrá Íslands, nýting nátt-
úruauðlinda. Listinn er langur. Allt
skiptir þetta máli og allt tengist þetta
á einhvern hátt. Tilveran er ekki
bara svört eða hvít. Eins og eitt sinn
var sungið: ,,Nei eða já? Nú eða þá?“
Meðan ein höndin er uppi á móti
annarri komumst við ekkert áfram.
Við í Bjartri framtíð leggjum
áherslu á að skoða öll mál, hlusta
á allar hugmyndir, skoða samhengi
hlutanna og taka vel ígrundaðar
ákvarðanir. Við viljum ekki útiloka
einn kost fram yfir annan, sama
hvaðan hann er tilkominn. Við
erum meðvituð um að við höfum
ekki öll svörin á silfurbakka. Einu
viljum við þó lofa og það er að við
leggjum áherslu á lausnir til fram-
tíðar, ekki sífelldar skítareddingar.
Við viljum vönduð vinnubrögð og
fagmennsku.
Skapa samfélaginu okkar
bjartari framtíð
Við bjóðum ekki bara upp á svart
eða hvítt heldur allan litaskalann
eins og hann leggur sig. Ísland býr
yfir ótrúlega miklum auðlindum.
Allra dýrmætasta auðlindin er
fólkið í landinu. Hér skiptir hver
manneskja máli. Við erum eins mis-
munandi og við erum mörg. Ég er
grunnskólakennari. Ég hef áhuga
á fólki. Ég vil þjónusta fólk. Eins
og stendur í dag þjónusta ég lítið
fólk. Mér finnst yndislegt að hugsa
til smáfólksins sem ég hef verið svo
blessunarlega heppin að fá að kynn-
ast í gegnum starfið, sum hver orðin
að fullorðnum einstaklingum í dag.
Ég tel mig vera góðan kennara. Ég er
þakklát þeim sem vinna í heilbrigð-
isgeiranum, sinna löggæslu, þjónusta
börnin mín, geta lagað bílinn minn.
Ólíkt fólk að sinna ólíkum störfum.
Í Bjartri framtíð er hópur fólks
sem hefur sérhæft sig á hinum
ýmsu sviðum, Árni Múli veit allt
um sjávarútvegsmál, G. Valdimar
um landbúnaðarmál og Brynhildur
Pétursdæmi um neytendamál svo
dæmi sé tekið. Við teljum samvinnu
vera lykilatriði, að nýta reynslu og
hæfileika einstaklinga. Með því að
hlusta á hvort annað, þvert á flokka
og ekki síst fólkið í samfélaginu.
Með því að tala saman, sýna hvort
öðru virðingu, traust, kærleik og
skilning getum við unnið í sátt og
skapað samfélaginu okkar bjartari
framtíð.
Guðlaug Elísabet Finnsdóttir,
í 2. sæti Bjartrar framtíðar
í Suðurkjördæmi
Guðlaug Elísabet Finnsdóttir.
Hlökkum til vorsins
Það er besti tíminn. Garður-inn bíður eftir vorverkun-um. Jarðarberin eru byrjuð
að spretta undir laufhrúgunni og
kannski koma epli í sumar, það
komu engin í fyrra vegna frostsins í
maí. Gyða og Óli á Selfossi
Jóhann Stefánsson trompetleikari á Selfossi blæs til leiks á Kirkjubæjarklaustri
klukkan 13.30 í dag Þá hefst tveggja daga ráðstefnan Menningarlandið. Sjá
frekar á slóðinni: http://www.samband.is/menningarlandid2013/menningar-
landid-2013-dagskra/
Spáð í spilin í Flóanum skömmu fyrir kosningar