Selfoss - 11.04.2013, Síða 10
10 11. apríl 2013
23Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011
Öflugir High Tech
rafgeymar fyrir jeppa.
Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?
MANITOU MLT 625- 75 H
Nett fjölnotatæki
Lyftigeta: 2.500 kg
Lyftihæð: 5.900 mm
4-hjóladrifinn
4-hjólastýrður
75 hö, Kubota,
Hlaðinn aukabúnaði td., loftkælt ökumannshús,
skófla, gafflar, útvarp.
STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 7.900.000 + VSK
2x10
Þór
Á landsmóti hestamanna á
Vindheimamelum síðastliðin
laugardag afhenti Hrossarækt.is
styrk til Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna, (SKB).
Styrkurinn er afrakstur söfnunar
á vegum Hrossaræktar.is þar
sem boðnir voru upp folatollar á
Stóðhestaveislu í Ölfushöll sl.vetur
og happdrættismiðar seldir í kjöl-
farið.
Hrossaræktendur tóku málefninu
mjög vel og rúmlega 50 stóðhests-
eigendur gáfu folatolla sem nýttir
voru í uppboðið og happdrættið.
Hestamenn tóku málefninu ekki
síður vel og útkoman var veglegur
styrkur upp á kr. 2.015.000 sem
afhentur var á stærstu hátíð hesta-
manna á Íslandi í dag.
Hrossarækt.is er fyrirtæki sem á
og rekur stóðhestavefinn stodhestar.
com. Að auki stendur Hrossarækt.
is fyrir stóðhestasýningum norð-
an og sunnan heiða og gefur út
Stóðhestabók. Í vetur kviknaði sú
hugmynd hjá aðstandendum vefs-
ins að standa fyrir söfnun til handa
góðu málefni og leita þar liðsinnis
hrossaræktenda í landinu. Fyrir val-
inu varð að styrkja Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna sem hefur
um árabil stutt krabbameinsjúk börn
og fjölskyldur þeirra.
Viðstaddir afhendinguna voru
m.a. Hinrik Bragason frá Hestvit
ásamt stóðhestinum Héðni frá Feti
og Helgi Eggertsson með Stála frá
Kjarri, en þeir voru meðal þeirra sem
lögðu sitt til fjáröflunarinnar.
Við styrknum tók fjölskylda
hestafólks sem þekkir vel til starfs
félagsins en eldri sonur þeirra var
skjólstæðingu félagsins á sínum
tíma en hefur nú náð fullum bata.
Þau Rannveig Árnadóttir, Brynjar
Jón Stefánsson og Brynjar Jón
yngri tóku við styrknum fyrir
hönd Styrktarfélagsins, en fyrir
hönd Hrossaræktar.is afhenti ung
hestakona Nadía Sif Gunnarsdóttir
styrkinn.
Hulda G. Geirsdóttir, fjölmiðla-
fulltrúi Hrossaræktar.is sagði það
mikla ánægju að geta styrkt þetta
góða málefni og vildi þakka þeim
fjölmörgu hrossaræktendum sem
gáfu folatolla til söfnunarinnar sem
og hestamönnum sem voru duglegir
að styrkja málefnið.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna fékk styrk frá Hrossarækt.is
Frá afhendingu styrksins. Frá vinstri, Brynjar Jón Stefánsson, Rannveig Árnadóttir, Hinrik Bragason með Héðinn
frá Feti, Hulda G. Geirsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Magnús Benediktsson, Björn Kristjánsson og Snorri
Kristjánsson frá Hrossarækt.is og Helgi Eggertsson með Stála frá Kjarri. Fyrir framan standa Brynjar Jón yngri og
Nadía Sif Gunnarsdóttir með ávísunina á milli sín. Mynd / Gígja Einars
Nýja stjórnarskráin
Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin til þess að sam-þykkja fyrirliggjandi frum-
varp að nýrri stjórnarskrá. Þetta er
meðal þess sem fram kom í máli
Katrínar Jakobsdóttur við eldhús-
dagsumræður á Alþingi. Hún sagði
frumvarpið samið í eins víðtæku
samráði við allt samfélagið og hugs-
ast getur. „Eigi að síður hefur brös-
uglega gengið að ljúka umfjöllun
um stjórnarskrármálið hér á þingi.“
Ég hef lagt mikla áherslu á mikil-
vægi þess að klára það ferli sem nýja
stjórnarskráin er í og hef ég m.a. lagt
baráttunni lið með ræðu á 9. fundi
áhugafólks um nýja stjórnarskrá.
Nýja stjórnarskráin byggir á hugsun
sem er ólík þeirri gömlu. Sú gamla er
að grunninum til frá 19. öld þegar
gildismat og mannskilningur var allt
annar en í lýðræðisríkjum 21. aldar-
innar. Á 19. öld bar konungur höfuð
og herðar yfir þegna sína því hann
hafði erft bæði landið og völdin og
almennir borgarar voru því aðeins
vinnudýr samfélagsins. Þrátt fyrir
að við höfum komið lýðræðishugsun
og nútíma stjórnskipun inn í stjórn-
arskrána er grunnhugsunin samt til
staðar. Sú hugsun byggir á því að
sumir einstaklingar hafi meira gildi
í samfélaginu en aðrir. Hún byggir á
því að það þurfi forréttindastéttir til
að hafa vit fyrir almenningi.
Fanga það sem var inntak hug-
myndarinnar um Nýja Ísland
Nýja stjórnarskráin byggir á nýrri
hugsun um það hver á samfélagið.
Völdin eru færð frá forréttindahóp-
um til almennings. Nýja stjórnar-
skráin miðlar þeirri hugmynd að
kosningar á fjögurra ára fresti er
ekki fullnægjandi lýðræði.
Gleymum því ekki að Nýja
stjórnarskráin er tilraun til að laga
það sem olli hruninu árið 2008.
Hugmyndir nýju stjórnarskrárinn-
ar um lýðræði, sterkar stofnanir,
mannréttindi og aðgengi að upp-
lýsingum vinna að því að koma
böndum á þá samfélagsgerð sem
fyrir hrun fékk leyfi til að ganga
allt of langt. Hún er tilraun til að
fanga það sem var inntak hug-
myndarinnar um Nýja Ísland. Það
er ekkert barnalegt eða ómerkilegt
við þá hugmynd. Hún sýnir bara að
í samfélaginu okkar er gott fólk sem
er tilbúið til að vera til hvert fyrir
annað. Vinna saman og virða hvert
annað í stað þess að vera í stöðugri
samkeppni.
Það er mikilvægt að við missum
ekki móðinn og höldum áfram
baráttu fyrir betra samfélagi. Allir
leggi sitt af mörkum. Það getum
við gert með því að leggja áherslu
á að stjórnarskráin verði samþykkt
á næsta kjörtímabili.
Inga Sigrún Atladóttir,
skipar 2. sæti á lista VG
í Suðurkjördæmi.
Hugsum Ísland upp á nýtt
Það sem brennur á íslenskri þjóð eru ekki málin sem nú-verandi ríkisstjórn hefur sett
í forgang. Við erum ekki að hugsa
um hvernig aðildarviðræðurnar við
Evrópusambandið ganga, við telj-
um ekki að breyta eigi stjórnarskrá
lýðveldisins í kapphlaupi við tím-
ann. Við söknum skjaldborgarinnar
um heimilin sem lofað var en aldrei
sást.
Vel útfærðar lausnir í boði
Hægri grænir, flokkur fólksins vill
leggja sitt af mörkum í málefnum
sem brenna á þjóðinni. Það brenn-
ur á okkur að leiðrétta verðtryggð
húsnæðislán og í þeim efnum
höfum við lagt fram greinargóðar
og vel útfærðar lausnir með kyn-
slóðasáttinni. Þetta er ekki töfra-
lausn, heldur lausn með reynslu.
Sem Bandaríkjamenn hafa notað.
Sem er raunhæf hér á landi.
Íþyngjandi skattkerfi
Skattkerfi okkar Íslendinga er orðið
svo flókið og íþyngjandi að fyrirtæki
hér á landi halda að sér höndum
og mörg hver eru í miklum vand-
ræðum. Hægri grænir vilja einfalda
skattkerfið, taka upp flatan tekju-
og virðisaukaskatt. Það skal gert í
þrepum á næsta kjörtímabili og enda
í 20% skatti. Það verður að lækka
tryggingagjald á laun niður í 3% úr
þeim tæplega 8% sem það er í dag.
Meingallað lífeyrissjóðskerfi
Lífeyrissjóðskerfið er meingallað
og í raun má segja að það jaðri við
mannréttindabrot. Hvers vegna á
einstaklingur sem greitt hefur alla
tíð í lífeyrissjóð, hluta af launum
sínum að sæta skerðingu vegna þess
að hann hefur verið skynsamur í sín-
um fjármálum? Hvers vegna eiga
lífeyrissjóðir að hirða lífeyri einstak-
lings sem fellur frá áður en kemur að
nýtingu? Í lífeyrissjóðsmálum þurf-
um við nýja ugsun, við verðum
að hækka lífeyri aldraðra, afnema
tekjutengingu Tryggingastofnunar,
afnema auðlegðarskatt og lögleiða
erfanleg lífeyrisréttindi.
Tökum til hjá ríkinu
Við þurfum að vinda ofan af ríkis-
rekstrinum. Báknið er orðið allt of
stórt. Við erum með 2500 nefndir
á vegum hins opinbera starfandi hér
á landi. Þetta er ein nefnd á hverja
130 íbúa hér á landi. Við rekum um-
fangsmikla og dýra utanríkisþjón-
ustu. Við eyðum rúmum milljarði á
hverju kjörtímabili í styrki til stjórn-
málaflokka. Það er á svo mörgum
stöðum sem hægt er að taka til.
Fullt af frambjóðendum
Hægri grænir vilja tala um lausnir
í komandi kosningabaráttu. Við
höfum lagt fram ítarlega stefnuskrá
og lausnirnar eru til. Guðmundur
Franklín Jónsson formaður flokks-
ins komst að því í síðustu viku að
hann væri ekki kjörgengur vegna
þess að lögheimili hans er ekki skráð
hér á landi. Þetta var klaufalegt hjá
formanninum en það er móðgun
við hina tæplega 130 frambjóð-
endur flokksins að dæma okkur
úr leik vegna þessa. Eins má spyrja
sig hvurslags reglur það eru að ekki
dugar að vera íslenskur ríkisborgari
til að njóta þeirra sjálfsögðu mann-
réttinda að hafa kosningarétt.
Skoðum nýjar leiðir
Það er lýðræðinu á Íslandi nauðsyn-
legt að hafa á Alþingi fulltrúa annarra
en fjórflokksins sem hefur það for-
skot á aðra að njóta ríkra styrkja úr
okkar vasa. Hægri grænir, flokkur
fólksins er borgara- og millistéttar-
flokkur. Við erum raunsæ og lausnir
sem við höfum sett fram eru ekki
unnar á einni nóttu. Síðustu þrjú ár
hafa farið í að móta stefnuskrána. Ég
hvet ykkur til að skoða nýjar leiðir,
ný framboð. Stefnuskrá okkar er
aðgengileg á xg.is, bæði úrdráttur
og ítarefni.
Hugsum Ísland upp á nýtt, setjum
x við G 27. apríl næstkomandi.
Sigursveinn Þórðarson,
viðskiptalögfræðingur og oddviti
Hægri grænna í Suðurkjördæmi.
Sigursveinn Þórðarson.
Inga Sigrún atladóttir